Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1943, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1943, Blaðsíða 4
316 LESBOK MORGUNBLAÐSINS til að tryggja jarðarförina fjár- hagslega. I nefnd um þetta voru ég, Halldór Jónsson og Jón Magnússon, síðar ráðherra. Eng- inn ágreiningur reis um málið; en önnur mál, er fram komu, tóku upp hugi og starfsþol okk- ar, svo að ekki' varð meira af því. Og fleiri eru þau mál, sem eiga rót sína að rekja til stúkn- anna, en þessi, sem hér eru nefnd, og Leikfélagið. Má þar og benda á Dýraverndunarfélagið, er mjög var rætt á öllum fund- um, en þeir Flosi Sigurðsson og Jóhann ögm. Oddsson að allega tóku upp. Þá er Samverjinn og Elliheimilið Grund. Kvenfólkið og stúkan. Þegar litið er á sögu stúkunn- ar á liðnum árum, má alls ekki gleyma starfsemi kvenfólksins; þess hlutur er sízt minni en okk- ar, karlmannanna. Það er svo, að ýmis eru þau félagstörf, er láta þeim mun betur en okkur; einkum allt, er lýtur að sjúkra- vitjun, hjálp til sjúkra félaga eða þeirra, sem hrumir eru af elli. Frá byrjun hafa þær látið sér mjög annt um þau mál. 1905 gengust þær systurnar Marta Pétursdóttir og Kristjana Pét- ursdóttir fyrir stofnun systra- sjóðs í stúkunni. Var hann og Jakob Möller. er til hjálpar sjúkum eða gleðja þá. Fjölmargar hafa þær verið, sem hafa starfað þar af mikilli fórnfýsi og ósérplægni, eins og húsfrúrnar Guðrún Jónsdóttir, er lengi var formaður hans, og Vilhelmína Sveinsdóttir. En þær hafa og haft höfuðfor- göngu um einkenni og klæði; mætti kalla það skreytingu heim- ilisins, og þó að ég ætli mér ekki að minnast þeirra, er nú starfa, vil ég þó nefna frú Sofíu Jónsdóttur, sem vann að því með nefnd sinni af sérstökum dugnaði og smekkvísi. Horft um öxl. Þegar litið er yfir farinn veg, síðan stúkan tók til starfa, eða þau 40 ár, sem ég hefi þekkt hana, þá er margs að minnast og hægt að segja ýms skrítin. atvik á tímabilinu. En mést ber þó í endurminningum á ýmsum góðum förunautum. Skulu hér nokkrir nefndir: Aöalbjörn Stefánsson prentari o g Benedikt Pálsson prentari voru báðir mjög skylduræknir, starfsfúsir og starfshæfir. Þeir voru fyrst og fremst umsjónar- menn stúkunnar fyrir barnastúk- unni Æskan, og Aðalbjörn gaf út ýms barnarit. Árni Gíslason leturgrafari og Ólafía Jóhanns- dóttir, bæði flugmælsk, trúuð og trygg góðum málum. Halldór Jónsson, umboðsmaður okkar, sí- kátur og skemmtinn, og Hjálm- ar Sigurðsson ritstjóri, sívak- and og leitandi að einhverju til að fræða og glæða félagshfið. Jón Þórðarson kaupmaður, mjög skyldurækinn og áhuga- samur, fórnfús á starf og fé. Indriði Einarsson, hinn ötuli stjórnandi, og prófessor Harald- ur Níelsson, hinn mikli áhuga- maður og snjalli ræðuskörungur. Jónas Helgason organisti, hinn skyldurækni og trausti starfs- maður, og Pétur Halldórsson borgarstjóri, hinn vinsæli, til- finninganæmi og umhyggjusami félagi. Hann var stórtemplar Reglunnar á erfiðustu árum hennar. Björn Jónsson ráðherra, einn mesti blaðamaður landsins, og Tryggvi Þórhallsson ráðherra og um skeið æðstitemplar stúk- unnar, áhugamaður hinn mesti, starfsfús og starfshæfur sem bezt getur. Sigurður Jónsson skólastjóri, er lengi var stór- templar og æðstitemplar, sér- staklega árvakur í öllu starfi og samningalipur, og svo Ólafur Rósenkranz, alltaf traustur og alltaf sáttur. Það kom fyrir, og það í miklum hitamálum, að við rifumst eins fast og hart og hægt er, en við vorum ætíð jafn sáttir, strax og ræðu lauk. 0- sætti milli okkar þekktist ekki, Sveinn Jónsson. og það þótt öldurnar risu stund- um mjög hátt og smámennin væru ósátt við mig eða hann. 1 sambandi við þetta vil ég geta þess, til að sýna hugarfar vort, Ver5andi-félaga, að eitt sinn skuldaði Stórstúkan yfir 6000 krónur. Það þótti mikil upphæð þá. Þá var það, að 4 fé- lagar stúkunnar gáfu hver 1500 krónur, svo skuldin var greidd upp. Þessir félagar voru Hall- dór Jónsson, Pétur Halldórsson, Sveinn Jónsson og Þórður Bjarnason kaupmaður, sem lengi var æðstitemplar og stórgjald- keri. Starfaði hann þá mikið og vel. 3000 fundir. Þáfr kann einhver að líta svo á, að ekki sé ástæða til að þylja þetta í sambandi við 3000. fund. Má vera; en hvaða félag hér á landi hefir haldið svo marga fundi? Ekkert. En því hefir stúkan þá getað það? Vegna þess, að bygging hennar er fast- ari og traustari en annarra fé- laga og vegna þess, að félagarn- ir finna, að þeir vinna að þörfu máli. Þeir vita, að þeir hafa á Frh. á bls. 818.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.