Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Blaðsíða 14
398 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS selja Stjörnu fyrir gífurlegt verð á þeirra tíma mælikvarða. Er leggja skyldi upp frá án- ingarstað og hestaskál var drukkin, var lausu hestunum skift. Sá sjera Björn að Stjarna var rekin með hestum föður míns. Víkur hann 'sjer þá að Þor- valdi syni sínum og segir: „Þor- valdur! Hefirðu selt hana Stjörnu ?“ Þorv,aldur játaði því. Þorvaldur var nýgiftur er þetta gerðist og var kona hans Jórunn, dóttir Sighvatar alþm. í Eyvindarhólum. En er sjera Björn heyrir þau málalok segir hann við Þorvald: „Varaður þig á honum Páli Ól- afssyni. Næst þegar hann kemur, fer hann með hana Jórunni þína“. Stjarna varð mesta eftirlætis- hross föður míns. Hún varð 22 vetra, heygð í túninu á Hallfreð- arstöðum með öllum reiðtygjum. Sr. Jakob Benediktsson Eitt sinn er þeir voru saman á ferð sjera Jakob Benediktsson, faðir Jóns landsbókavarðar, og faðir minn vildi sjera Jakob reyna Stjörnu. Sjera Jakob var alkunnur reiðmaður og hesta- maður. Það varð úr, að þeir höfðu hestaskifti. Skeiðvöllinn þektu þeir báðir. Stjarna skeið- aði á undan með sjera Jakob og hafði hann ekki önnur ráð, en sveigja hana upp að moldarbarði til að stöðva hana. Þar stökk prestur af baki. Er faðir minn kom þangað segir sjera Jakob: „Jeg er betri reiðmaður en þú“. „Jeg hefi aldrei borið á móti því“, svarar Páll. Þá segir sjera Jakob: „En ekki veit jeg hver andsk....... hjálpar þjer til að finna hest- efnin?“ * Nú slæ jeg botn í samtalið við Björn, en. áður en við skildum sýndi hann mjer gamalt brjef, máð af elli, þar sem sendandinn er að panta eftirmæli eftir hest og Páll Ólafsson svarar upp á sína vísu. Bað jeg Björn um afrit af þeim brjefaviðskiftum og fara þau hjer á eftir V. St. Umsóknin Arnaldsstöðum, 10. júní 1877. Heiðraði umboðsmaður! Svo er mál með vexti að jeg fór o’ná Eskifjörð 5. þ. m. og hafði með mjer lýsingu af hesti er Gáski hjet, og ætlaði jeg að biðja hann (J. Ólafsson) að yrkja um hann vísur og hafði jeg með mjer forrit frá umbeiðanda, þar sem hann lýsir kostum og ókost- um hestsins. Lagði jeg þetta fyr- nefnt forrit fyrir bróður yðar, en hann las það nákvæmlega og mælti svo, að hann sagðist ekki treysta sjer til að yrkja hesta- vísur, því hann hefði aldrei orkt um hesta utan eina ferskeytta bögu um klár einn, en hann ráð- lagði mjer að leita til yðar með að yrkja um fyrnefndan hest, sem jeg ætla nú að biðja yður að gjöra svo vel að yrkja um þenna Gáska fyrir mig, því jeg veit að yður fellst ekki þungt um að setja saman svoleiðis kviðlinga. — Enda sagði Jón ritstjóri mjer það, bróðir yðar, að þjer væruð miklu meira inni í því að yrkja um hesta heldur en hann, en hann kvaðst ekki kunna að ríða og ekkert vera inni í því. En hann bað mig að heilsa yð- ur frá sjer, nefnil. þeirrar mein- ingar að hann vildi veita mjer liðveizlu, og láta yður heyra að hann vildi leggja með mér við yður, þó jeg sje reyndar góðrar vonar um að þjer neitið mjer ekki um þetta fyrgreinda þó það sje mikilsvert. — En jeg til vissu vil taka það fram, að ef þjer ein- hverra hluta vegna getið þetta ekki, þá vil jeg biðja yður að gjöra svo vel að láta mig vita hið fyrsta svo jeg sje ekki lengur í villu og svíma um það. Dragist það óskaplega lengi að jeg fæ línur frá yður, þá ætla jeg að hafa það til marks að þjer mun- uð ætla að veita mjer ásjá með bónina. Innan í brjefið legg jeg lýs- inguna frá beiðanda. Svo fel jeg yður og yðar Guðs forsjón á hendur um tíma og eilífð, það mælir Bóas Arnbjömsson, til herra umboðsmanns Páls Ólafssonar á Hallfreðarstöðum. ForritiS LÝSING AF GÁSKA (forrit umbeiðandans). Hann var stór, framþrekinn en mjóstroknir fætur, hlaupaleg- ur, hvítur að lit, glaseygður á vinstra auga, hann var bæði hraustur og traustur, fljótur og fjörugur og þolinn, klárgengur, og fyrir það var hann hafður fyr- ir burðarhest, en var þó jafn- framt riðið, því það þótti ávalt gott að grípa til hans að ríða honum þegar manni lá á því. Hann var hreint með fljótustu hestum, hann var hafður hvert haust í fjallreiðar og reyndist jafnan hinn besti bæði í því og öllu öðru slarki. Það voru fáir hestar betri á óvegi en hann, hann hljóp eftir manni yfir urðir og flóa eins og það væri sljettur bali, hann varð jafnan fyrir allri verstu brúkun og bar þó aldrei á óþoli í honum, hann var með bestu hestum á sundi, hann var hrekkjalaus nema að hann lauk upp flestum húsum þó þau væru bæði hespuð og krókuð, og fór upp í garða og inn í hlöðu, ef dyr voru svo stórar að hann kæm- ist inn um þær. Hann hleypti stundum út fje og þótti því oft óþægilegur gestur, því hann gerði sjer oft ferðir á næstu bæi til að komast í hús og hlöður, og þó hurðir dyttu aftur á eftir hon- um þá lauk hann upp að innan ef mjóir voru okar á þeim þá beit hann utan um þá og lauk svo upp. Þetta var eini ókostur hans og tel jeg það frekar kost en ókost þó klár 'tötrið bæri sig að bjarga sjer. Hann varð bráð- dauður í húsi nóttina milli 15. og 16. mars 1877, þá á 17. vetur. ★ Svarið Hallfreðarstöðum, 25. júní 1877. Heilir og sælir! Jeg bið yður að hafa mig af- sakaðann, þótt jeg hvorki treyst- ist nje hafi tíma til að verða al- veg við tilmælum yðar; mjer er líka svo farið að jeg á óhægt með að setja mig inn í annara smekk og hugsanir, og er það nú hjer, þar sem umbeiðandinn þjer, jeg og hesturinn erum allir persónu-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.