Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Blaðsíða 4
388 LESBÓK MORGTJNBLAÐSINS Náð og friður í Kristi, kæri herra Philippus. Hin fagra langloka, sem þjer afsakið þögn yðar með, hefir verið af mjer vandlega les- in. Og jeg hefi einmitt sent yður tvö brjef, þar sem jeg hefi fullnægjandi útskýrt orsakir þagnar minnar. Og í dag hefi jeg fengið enn eitt brjef frá yður, þar sem þjer fyrir mjer uppmálið áreynslu yðar, hættur, grát og kvein, svo sem það allt væri skuld þagnar minnar, en hún væri af vilja gerð. Haldið þjer þá að jeg viti ekki ástæður yðar, og að jeg sitji hjer í rósa- garði, og taki engan þátt í yðar miklu áhyggjum og andstreymi? Jeg vildi að Guð gæfi að mál mín stæðu svo, að jeg gæti grát- ið. Jeg hafði í sannleika ákveðið með sjálfum mjer, ef eigi kæmu brjef frá yður, að senda á minn kostnað boðbera til yðar, svo jeg fengi vissu um það, hvort þjer væruð lífs eða liðinn. Þetta get- ur þjónn minn Vitus vitnað. Og þó hjelt jeg, að eitthvað væri á verri veginn, þar sem brjef yðar, sem frá skýrðu valdatöku keisarans og innreið hans, komu því nær samstundis. En djöf- ullinn eða hans móðir hefir máske lagt hindranir í veg brjef- beranna, og hafi þau það, sem þeim ber. Trúvörn yðar hefi jeg mót- tekið og undrast jeg mjög hvað þjer meinið, þar sem yður fýsir að vita hvað og hve mikið skuli slakað til við páfans menn. Jeg meina, að þegar hafi allt of mikið við þá til slakað verið í Trúvörninni. Væri jeg spurður, þá svaraði jeg, að jeg vissi eigi, hversu lengra mætti ganga í til- slökunum. Jeg hugsa um málefnið nótt og dag. Jeg yfirvega, rokræði við sjálfan mig og fer yfir alla Trú- vörnina hvað eftir annað. Og við það verður mjer stöðugt ljósari hinn öruggi grundvöllur kenn- inga vorra. Vegna þess verð jeg og rólegri dag frá degi, og viss- ari um það, að jeg læt ekki, ef Guð vill, svifta mig meiru af atriðum kenningarinnar, það fari svo sem vill með það. Jeg er venjulega sæmilega heilsugóður, þótt mjer þjaki djöfullinn, sem löngum hefir við mig strítt, þá bæta það bænir bræðra minna, og virðist mjer hann linast í tökunum. En þó held jeg að einhver annar sje í í stað hans kominn, sem geri lík- amann ljemagna. Þó vil jeg held- ur kvalara holdsins við stríða, en böðul andans, og vona einnig að Guð, sem í mjer hefur yfirunnið föður lyginnar, muni einnig sigr- ast á morðingja líkamans, sem hefir svarið mjer dauða, það finn jeg vel, og veitir mjer lítinn frið, og vill mig upp eta. En uppjeti hann mig, þá skal hann, ef Guð vill, fá þvílíkan málsverð, að hann kenni upp frá því innanmeina. En hvað um það. Þjáningar fær enginn um- flúið, sem heita vill hermaður Krists. Vjer gætum einnig verið stór- menni heimsins, ef vjer vildum afneita Kristi og smána hann. En vjer segjum: Gegnum hætt- ur, gegnum neyð, göngum Krists menn vora leið, og það eru ekki orðin tóm, heldur hefir sýnt sig í verkinu. Eftir því ber oss að fara. Og gefi sá, er oss freist- ast lætur, einnig það, að freist- ingin fái enda, og að vjer fáum staðist hana. Mjer geðjast ekki að því, sem þjer skrifið í brjefi yðar, að þjer hafið fylgt mjer í þessum málum sem foringja, vegna álits míns. — Jeg vil ekki vera neitt, engar skipanir gefa, heldur ekki vera höfundur kallaður. Og þótt mað-' ur geti fundið þægilega þýðingu þessa orðs, þá vil jeg þó ekki að það sje um mig haft. Er ekki málefnið eins málefni yðar, og kemur það yður ekki eins mikið við og mjer? Þessvegna skuluð þjer ekki segja, að mál- efnið sje einungis mitt, og falið yður af mjer, því ef svo væri, þá myndi jeg annast það einn. 1 mínu síðasta brjefi fór jeg að hugga yður. Það vildi jeg að Guð gæfi, að þetta brjef gerði ekki út af við yður, heldur gerði yður lifandi. Hvað get jeg frek- ar gert? Endir og úrslit málefn- isins kvelja yður, vegna þess að þjer skiljið ekki hvað er að ger- ast. En jeg segi aðeins þetta: Ef þjer gætuð skilið það, þá vildi jeg ógjarna starfa nokkuð að málefninu, og enn síður vera forystumaður eða upphafsmaður þess. Guð hefur falið úrslit þessa máls í einu orði, sem þjer aldrei getið fundið í mælskufræði yðar eða heimspeki. Þetta orð heitir trú, og í því eru allir hlutir faldir, þeir sem vjer hvorki fá- um sjeð nje skynjað. Og hver sem vill gera þetta skynjanlegt og skiljanlegt, eins og þjer viljið gera, hann fær háðung og spott að launum, eins og þjer hafið einnig fengið gegn vilja mínum. Herrann hefur sagt að hann vildi búa í þokunni, og hefur skapað móðu þá, sem hylur hann sjónum. Ef Móse hefði viljað vita úrslitin fyrir, hvernig Isra- elsþjóðin fengi komist undan herskörum Faraós, þá væri allur tsraelslýður í Egyptalandi kyrr til þessa dags. Herrann styrki yður og alla aðra í trúnni, ef þjer hafið hana, og hvað getur þá djöfullinn og allur heimsins her? En ef vjer sjálfir höfum enga trú, hversvegna huggum vjer oss þá ekki að minsta kosti við trú annara manna. Því þeir hljóta að vera til, einhverjir, sem trúa í vorn stað, annars væri engin kirkja lengiír á jörðu. Sjeum vjer ekki kirkjan, eða hluti kirkjunnar, hvar er þá kirkjan? Er hertoginn í Bæ- heimi, páfinn, Tyrkinn, eða þeirra líkar, kirkjan? Ef vjer höfum ekki náðargjöf Guðs Orðs — hver hefir hana þá? En ef Guð er með oss, hver er þá á móti oss? Já, segið þjer, vjer erum syndarar og höfum eigi þakklæti. Já, svo er víst, eigi gera þessi orð yður að lyg- ara. En vjer getum eigi verið syndarar í þjónustu svo heilags málefnis, þótt vjer jafnframt sjeum vondir menn á vegum vorum. En þjer viljið ekki heyra slíkt, og svo kvelur og pínir yður hinn leiði satan. Kristur hjálpi yður, þess bið jeg án afláts og af alvöru Amen. Náðin Guðs sje með yður og öllum öðrum. Á Pjetursmessu og Páls Anno 1530. Marteinn Lúther.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.