Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1940, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1940, Blaðsíða 8
224 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS S k á k Skákþing Bandaríkjanna 1940. Sikileyjax-leikurinn. Hvítt: Kupchik. Svart: Fine. 1. e4, c5; 2 Rf3, Rc6; 3. d4, pxp; 4. Rxp, Rf6; 5. Rc3, e6; (Venjulegra er g6; en Fine segir um þetta afbrigði í útgáfu sinni af Modern Chess Openings 1939, að það gefi mikla möguleika) 6. Be3, Bb4; (Áður óþekt, en neyðir hvítt til að drepa á c6 og gefa þar með svörtu peðin inn á borð- ið) 7. RxR, bxR; 8. e5, Rd5; (Et’ 8.....Re4; þá 9. Dg4) 9. Bd2, d6; 10. RxR, (Betra virðist pxp. til þess að veikja peðastöðuna á miðborðinu) 10......BxB-(-; 11. DxB, exd; 12. pxp, Dxp; 13. Bd3, 0—0; 14. 0—0, c5; 15. Hfel, Be6T: (Það er raunar furðulegt, að jafn sterkur skákmaður og Fine skuli gera svona leik. Svart gefur e- línuna og setur biskupinn á reit þar, sem hann hefir ekkert verk að vinna. Eftir 15......Bd7 eða b7 og síðan Hfe8, á svart frjálsa stöðu og mikla möguleika) 16. b3, Hfd8; 17. Hadl, Hab8; 18. He3, g6; 19. Bfl (Svart hótaði c4) 14......Db6; (Df4; virðist betra) 20. Hdel, c4; 21. He5, a5; 22. Dh6, a4; (Fine hirðir ekkert um vörnina og eyðir tímanum í engisnýta sókn á meðan hvítt býr sig undir óviðráðanlega kongs- sókn. Best virðist Dd6 og síðan Df8) 23. bxcr dxc; 24. h4, Hd6f, (Fine er sýnilega ekki í essinu sínu) 25. Bxp!, Hf8; (Ef BxB; þá 26. He8-f, og mát í næsta leik) 26. h5!> Bd7; (Svart má enn ekki drepa biskupinn vegna He8) 27. Bxp-f-!- eg svart gaf, því ef HxB, mátar hvítt í 3. leik og ef KxB, mátar hvítt í ððrum leik). Samtal víð Selmti Lagerlöf Fraimh. af bls. 219. árið eru brjefaskriftir margra tíma starf daglega fyrir mig, — jeg verð auðvitað að lesa brjefiu og svara þeim. Það eru landar mínir, sem skrifa mjer, og af út- lendingum eru það einkum Þjóð- verjar og Ameríkanar. Utan Svi- þjóðar eru það þeir, sem lesa bækur mínar mest“. Tíminn hefir liðið skjótt meðan jeg átti samtalið við skáldkon- una. Þá er maður að lokum tyllir sjer niður til þess að skrifa nafn sitt í gestabókina og sjer, að eng- inn dagur í október hefir heldur verið gestalaus, þá er ekki .laust við, að bókin sje dálítið ásak- andi. „Nei, það megið þjer ekki halda“, segir skáldkonan. „Jeg vona bara, að þjer getið nú botn- að eitthvað í því öllu, sem jeg hefi masað við yður í dag“. Einar Guðmundsson þýddi. Það var Napoleon Bonaparte. sem fann upp að setja númer á hús, oddatölur öðrumegin og jafn- ar tölur hinumegin götunnar. ★ „Fyrir alla lifandi muni“, skrif aði hermaðurinn heim til konu sinnar, „vertu ekki að þessu sí- felda rifrildi í brjefum þínum, sem þú sendir mjer til vígstöðv- anna. Jeg vil fá frið til að berj- ast í þessu fjárans stríði“. Dag og nótt, alla daga vikunnar jafnt, er unnið að því í Englandi, að framleiða hergögn og skotfæri.— Þessi mynd er tekin í breskri skotfæraverksmiðju.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.