Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1940, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1940, Blaðsíða 4
220 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ............................................................ ^ Loftur Guðmundsson: iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiin s Faðir keisarans í kofa rjett við ströndina hann Kári gamli býr. Sá karl er stundum blindfullur, — og altaf þjettingshýr. Við kvenfólk eða hjónabönd hann kendur aldrei var. Og kannske þó, — ef trúa má hans eigin frásögn þar. Tvítugur að aldri kvaddi ’ann æsku sinnar reit. Æfintýrin lokkuðu, en hvert, þó enginn veit. Kata mamma ’ans kvaddi heim en karlinn gleypti sjór. Svo kom hann eftir þrjátíu ár, jafn snauður og hann fór. Menn þektu vart í fyrstunni, að þetta væri hann. Á þrjátíu árum hafði ’ann breyst úr strák í gamlan mann. Andlitið var hrukkum sett og hárið sinugrátt. Um hitt og þetta spurðu menn, — en Kári sagði fátt. Á kofans rúst við ströndina, sem karl hans faðir bjó Kári reisti nýjan bæ, en sýnu minni þó. Rúm og kistu rak hann saman rekafjölum úr og reisuboð sjer einum hjelt, — með þriggja vikna túr. Svo dútlar hann við smíðar þarna daginn fram á kvöld og dittar að munum náungans, en heimtir lítil gjöld. Þó fábreytt sje um föt og mat, að flöskunni vel hann býr. — Er fullur sjerhvern tyllidag, — en aðra þjettingshýr. Hann ræðir oft við einan sig, þó öðrum segi fátt. Við exi sína og meitilinn hann skrafar lengi og dátt. — Meitillinn er kapteinn og Kári general. Og Kári segir æfintýr, frá Spáni og Portugal. — Ja, kapteinn, það gekk svona til. Eitt kvöld í Lissabó á knæpu hafði jeg setið og drukkið meir en nóg. Svo vafraði jeg að höfninni og var þar einn á ferð. Þá vaða til mín slordónar með byssustingi og sverð. Sá fremsti tók að babla eitthvert bölvað hrognamál. Jeg bara tók upp flöskuna og saup út þeirra skál. Þá otar dóninn byssustingnum í minn fulla kvið. — Olræt, gamli, segi jeg. — Nú tekur Kári við. —

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.