Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1939, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1939, Blaðsíða 8
368 LE6BÓK M0RGUNBLADSIN8 Fríkirkjusöfnuðurinn 40 ára. Framh. af bls. 362. nú: Sigurður Halldórsson trje- smíðameistari, formaður, frú Ingi- björg Isaksdóttir, frix Ingibjörg Steingrímsdóttir, Einar Einarsson trjesmíðameistari. Kristinn Jóns- son vagnasm., Filippus Ámunda- son járnsmiður og Nikulás Frið- riksson umsjónarmaður. Er hjer var komið frásögn sr. Arna, vjekum við talinu að hans eigin starfi við söfnuðinn. — Mjer væri kært. að ekki vrði fjölvrt mikið um l>að. sagði hann. í framköllunarherbergi prentmynda- gerðarinnar. — Eymundur Magnússon prentmyndagerðarmaður er að undirbúa myndaplötu. og margt annað — að ógleymdu því, að þá voru blaða- og bóka- útgefendur því óvanir að geta gripið til mvndagerðar sem nú, á þessari mvndaöld er talin sjálfsögð og ómissandi. Því hversu vel sem lýst er í orðum, verður myndin altaf fyllri fyrir augað. Eins og máltækið segir — það máltæki, sem ætti að vera einkunnarorð hinnar fyrstu íslensku prent- myndagerðar, að „Sjón er sögu ríkari“. V. St. — Hver voru tildrög þess, að þjer rjeðust til fríkirkjusafnað- arins ? — Starfið var auglvst, og fór kosning fram. En það var sr. Ó- lafur fvrirrennari minn, sem átti upptökin að því, að jeg varð eft- irmaður hans. Það var í febrúar 1922. Jeg var ársgamall kandídat þá, hafði notað þetta ár til utanlandsveru, í Kaupmannahöfn og Uppsölum. Jeg var ákveðinn í því að verða prestur, en hugsaði mjer helst að sækja um sveitabrauð, því jeg áleit að það hentaði mjer best. En þá var það að sr. Ólafur fríkirkju- prestur kallaði niig á sinn fund og sagði mjer, að hann væri nú orðinn of aldraður og þreyttur til þess að halda áfram að þjóna hin- um stóra söfnuði hjer í Reykja- vík. Þessvegna hefði hann ákveð- ið að spyrja mig að því, hvort jeg gæti ekki hugsað mjer að sækja um embættið. Þetta breytti gersamlega mín- um áformum. Þó jeg sæi það glögt, að í mikið var ráðist fyrir mig ungan og órevnd- an, að taka við hinum fjölmenna söfnuði af öðrum eins kennimanni og sr. Ólafi, þá gat jeg ekki, að mjer fanst, skorast undan tilmæl- um hans. Jeg tók þau sem köllun til mín, enda var það mjer mikil hvatning, að hann lofaði að styrkja mig við væntanlega kosn- ingu. Efndi hann það dyggi- lega, sem hans var von og vísa. Jeg var vígður í júní 1922 og settur inn í embættið af sr. Ó- lafi 3. sept. sama ár. Jeg skal játa það, að jeg gerði mjer litla grein fyrir starfinu að óreyndu. En þetta hefir tekist fnrð anlega, að mjer sjálfum finst, fyr- ir Guðs hjálp og góðra manna. V. St. Skák. Alþjóðaskákmótið í Buenos Aires 1939. Franski leikurinn. Hvítt: Pleci (Argentína). Svart: Endeelins (Lettland). 1. e4, e6; 2. d4, dð; 3. Rd2, (Móðins afbrigðið af Franska leiknum) 3....... c5; 4. Rf3, (í skákinni Aljechin—Capablanca 1938 ljek Aljechin hjer 4. exd, og fekk miklu betri stöðu) 4........ dxe; (Sennilega af ótta við að fá einangrað peð á d-línunni. Betra Rc6) 5. Rxp, Rd7; (Betra var Rc6) 6. pxp!, Rxp; 7. DxD-f-, KxD; 8. Bg5+, f6; 9. 0—0—0+, Ke8; 10. Bb5+, Kf7; (Virðist í fljótu bragði sjálfsagður leikur, en sóknin er hættulegri en virðist í fljótu bragði) Staðan eftir 10. leik svarts. 11. IId8!!, (Hvítt á nú 2 valdlausa menn í dauðanum, en svart er alt um það varnarlaust. Hvítt ógnar máti í öðrum leik) 11.......Be7; (Ef 11......pxB; þá 12. Re5+, og mát í næsta leik. Ef .... RxR; þá 12. Re5+, Ke7; 13. He8+ , Kd6; 14. Rf7 +, Ke5; 15. Be3+, KxB; 16. RxH, og vinnur) 12. Re5+, pxR; 13. Rd6+, Kg6; (Ef BxR; þá 14. Be8+, og mát í næsta leik) 14. BxB, RxB; 15. IIxII, a6; 16. Be2, (Hvítt gat einfaldlega unnið með því að leika RxB, en það hefði ekki verið í samræmi við þann stíl sem skákin er tefld í) 16.....e4; 17. f4, b5; 18. He8, Kf6; 19. IIf8+, Kg6; 20. h4, Bb7; (Svart gat varist nokkrum leikj- um lengur með því að leika h6) 21. h5+, og svart gaf. Mát í næsta leik verður ekki varið. — Óvenju- lega glæsilegur vinningur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.