Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1939, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1939, Blaðsíða 7
I ÆSBÓK MORGTTNBLAÐSÍNS 367 Ljósmyndavjelin í prentmyndagerSinni. Taka þarf sjerstakar ljósmyndir (negativ) af öllum myndum, sem á aS gera myndamót af, og þarf aS nota viS það mjög sterk kolbogaljós. Sjást lampamir á myndinni. Þessi „negativ“ þurfa aS vera af sömu stærð og prentmyndin á að vera. Eru þessar ljósmyndir teknar í gegnum gler, eða „net“, sem kallað er, en við þaS breytist bin upprunalega mynd þannig, að „negativið“ verður samsett af punktum, og myndast ljósaskiftin í prentmyndinni viS þaS að „punktar“ þessir í „negativinu“ eru misstórir. Við ljósmyndavjelina standa, Helgi Guðmundsson og Ingimundur Eyjólfsson, sem báSir eru útlærSir hjá Hvanndal. skrifaðist jeg þaðan sem fullnuma. Jeg kom heim snemma vors. Þá var hjer iðnsýning í sambandi við aldarminning Jóns Sigurðssonar. Jeg setti myndir og mvndamót á sýninguna og fjekk 1. verðl. fyr- ir. Nú þóttist jeg hafa unnið liálf- an sigur og meíra en það. En þá komu uýir erfiðleikar. Vegna heilsubilunar varð .jeg að fresta áformi :mínu um stofnun prentmyndagerðar. Jeg hafði oft ekki haft sem hollasta aðbúð með- an jeg dvaldi utanlands. Nú komxr afleiðingarnar af því í ljós. Eftir nokkxxr missiri reyndi jeg þó að fá fje til að stofna prent- myndagerð. En þær tilraunir báru ekki árangnr. Þá var ekki annað fyrir liendi en reyna að afla fjár- ins sjálfur, sem til þess þurfti. Það gekk skrykkjótt. Með híisa- smíði og skiltagerð var jeg líka fylgdarmaður útlendinga. En lítt rættist ixr með fjárhaginn. Svo kom heimsstyrjöldin fyrri. Þá gerðist jeg heildsali. Og í stríðslokin ákvað jeg að sigla til útlanda og kaupa áhöldin til prentmyndagerðarinnar. Þá var hjer ekki mikið um millilandaferðir —- Botnía eina skipið, sem fór milli Islands og Hafnar, svo og „Islands Falk“ við og við. Jeg ætlaði að taka mjer far með Botníu. En þá koin babb í bátinn. Á þeim tímum var hið strangasta baim gegn 'því. að farþegar hefðu með sjer nokkur brjef eða skrif ' uð plögg og urðu menn að skrifa undir yfirlýsingu um, að svo væri ekki. Það hafði jeg gert, eius og aðrir. En þegar farþegarnir vorn skoð- aðir og röðin kom að mjer íil þess að gengið yrði xxr skugga um, að jeg hefði ekkert „hættulegt“ með- ferðis, þá kom upp vir kafinu, að í veskinu mínu ásamt með vega brjefinu var ársgamall reikningur frá tveim skoðunarmönnum, er höfðu verið fengnir til að meta skemdir á rúgmjöli, sem jeg hafði keypt. Þessi „yfirsjón“ mín tafði stofnun prentnxyndagerðarinnar um heilt ár. Jeg hafði gerst brot- legur við brjefabannið. Jeg var rekinn í land, mátti ekki fara með skipinu. Jeg hafði fengið loforð fyrir því, að skipshöfnin á Islands Falk tæki prentmyndaáhöldin hingað með næstu ferð skipsins. Rxxgmjöls skoðunarreikningurinn tafði mig um mánuð. Þegar jeg kom til Hafnar var „Islands Falk“ far- inn. Og áhöldin fjekk jeg ekki fvr en ári síðar fyrir vikið. Jeg heimtaði 10 þús. kr. skaða- bætur fyrir kyrsetninguna af Botníu. Það átti að sekta mig fyrir að hafa ,,leynt“ skoðunarreikn- ingnum. .leg neitaði sektinni. En skaðabætur fjekk jeg aldrei nein- ar. En jeg var sýknaður af ákær- unni um brot á brjefabanninu. Er hjer þá í fám orðum sagt frá tildrögum og undirbxiningi hinnar fyrstu ísl. prentmyndagerðar. Við þá frásögn mætti svo bæta kafl- anum um mörg vandkvæði og erfiðleika fyrstu árin, meðan hjer var ekki rafmagn sem tii þurfti, Þrír starfsmenn prentmyndagerðarinnar, Þorsteinn Oddsson, lengst til vinstri, þá Einar Jónsson og Páll Finnbogason. Eru þeir allir nemendur í prentmynda- gerðinni, en Páll er þegar útlærður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.