Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1939, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1939, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 140 KennarasKölans. Kennaraskólinn. ekki verið ræddar við okkur starfg nienn skólans. — Hverjar eru helstu kenslu- greinar í skólanum? — Aðalfög eru: Islenskan, upp- eldisfræðin og kensluæfingarnar. Síðan hin venjulegu gagnfræðafög, danska, enska, stærðfræði, saga, náttúrufræði, landafræði og krist- infræði. En auk þess eru hinar verklegu greinar, teiknun, lianda- vinna, leikfimi, söngur. Sumir taka söngkennarapróf. En til þess þurfa þeir að kunna að spila á hljóðfæri. Langmestur tíminn lijá 3. bekk- ingum fer í kensluæfingar. Fara þær fram hjer í skólanum og suð- ur í Grænuborg. Eru það 3 nem- endur sem eru samtímis við kenslu æfingar. — Hvernig er afstaða ykkar hjer gaguvart rjettritun íslensk- unnar? — -Teg lít svo á, að eini grund- völlurinn sem byggjatuli er á í rjettritun sje að fara eftir upp- runa orðanna, eins og hann birtist í nútímamálinu. Þetta verður að vera aðalreglan. Ef á að miða rjettritunina við framburðinn hlýtur rjettritunin að lenda í glundroða eftir mállýsk- um. Þeir sem vilja z feiga úr mál- inu, ættu ekki að setja y-ið á. Því það er ekk samanberandi hve auð- veldara er að kenna z en y. En hvorttveggja eru dauðir bókstafir. Annars er það reynsla inín af því fólki, sem kemur hingað í skólann, flest um tvítugsaldur, að erfitt er að kenna því stafsetn- ingu, ef fyrsti grundvöllurinn hef- ir verið illa lagður. Gildir ]iað sama með stafsetn- inguna, eins og með lesturjnn. Barn, sem lærir illa að lesa á viss- um aldri, þegar það er hæfast til náms, lærir aldre' að lesa vel. Það hefir komið fyrir, að hing- að hafa komið nemendur, sem hafa lent í erfiðleikum við námið vegna þess hve lestrarkunnátta þeirra hefir verið bágborin, á svipaðan hátt eins og þeir, sem átt hafa erfitt uppdráttar vegna þess að þeir hafa lent út á villigötum í stafsetningu. Hljóðviltir inenn hafa líka komið hingað. En þeir eru sárfáir. Jeg vil bæta því við hjer, að við leggjum mikið kapp á að fólk- ið læri að vanda sem best til byrj- unarkenslunnar. Er varið í það mikilli vinnu í 2. og 3. bekk. — Ilvaðan koma flestir nem- endur í skólann ? — Langmestur hluti þeirra kem- ur úr sveitum. Jeg gæti trúað að af öllum þeim sem skólann hafa sótt, hafi ekki komið nema um 5% úr Reykjavík. — Hvernig er undirbúnings- mentun jieirra er leita upptöku í skólann? ‘ — Fólk kemur hingað mjög misjafnlega undirbúið, úr ýmsuni skólum. Ekkert samræmi í því hvað meun hafa lært áður. Það vantar samræmt gagnfræðapróf setn gæti verið undirbúningspróf undir Kennaraskólann,' Verslunar- skólann, Stýrimannaskólann, Vjel- stjóraskólaun og fleiri sjerskóla. En aðsóknin að skólanum er svo mikil, að við inntökuprófið velj- ast þeir bestu úr í skólann. Ann- ars eru vitanlega áraskifti að því hve nemendur eru góðir sem hing- að koma. T. d. voru þeir sjerstak- lega góðir sem útskrifuðust í ár, ánægjulegt að vinna með þeim. í skólanum voru alls 80 nem- endur í vetur. Af þeim útskrifuð- ust 28 í vor. Meðal þeirra voru 4 stúdentar, en þeir ljúka hjer námi á einu ári. Um þrjátíu hafa sótt um inntöku í skólanu í haust. Af þeirn komu 16 til prófs í vor, en hinir bíða til haustsins. Kennarar skólans eru þessir: Steingrímur Arason, Hallgrímur Jónasson, Isak Jónsson, Armann Halldórsson og auk þess stuuda- kennarar, sem flestir eru fagmenn, hver í sinni grein. ★ Er skólastjórinn hafði lokið frá- sögn sinni gengum við um íbúð hans, sem öll er mjög prýdd mynd- um, flestum eftir Kjarval, og sið- an um kenslustofur. Á síðari árum hafa menn haft orð á því stundum, að húsnæði Kennaraskólans hafi verið af van- efnum gert og alt til þess skorið við nögl. Húsið ber ótvírætt vitui uni, hvaða kröfur voru gerðar í þessum efnum til skóla fyrir 30 árum. Þar er alt miðað við hvað hægt er að komast af með. Mikla og góða viðgerð fekk skólinn fyrir 10 árum fyrir til- stilli þáverandi kenslumálaráð- lierra. Skólastofurnar voru klædd- ar krossviði og dúklögð gólf. Ibúð skólastjóra var breytt og bætt stórkostlega. t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.