Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1939, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1939, Blaðsíða 1
 19. tölublað. Sunnudaginn 14. maí 1939. XIV. árgangur. VDiiðmunchu ðriðjónsson. Þórunn á Grund. Dórunn, dóttir Jóns Arasona biskups, einn mesti kvenskörungur er uppi hefir verrð á íslandi. Hún mun vera fædd um 1511. Giftist hún í fyrsta sinn Rafni Brandsyni lögmanni, ætt- göfugum höfðingja, og var hún þá ekki nema um 15 ára að aldri. Tveim árum síðar fjell Rafíi í Glaumbæ í einvígi. Fimm árum síðar giftist hún ísleifi Sigurðssyni á Grund í Eyjafirði. Dvaldi hún þar jafn- an síðan, og var oftast kend við það höfuðból. ísleifur var einn þeirra þriggja, er fóru utan fyr- ir hönd Jóns Arasonar 1542, ásamt þeim sjera Sigurði syni biskups og sjera Ólafi Hjalta- syni. Hann dó 1549. Eignaðist Þórunn þá Grund. Síðast giftist hún Þorsteini Guðmundssyni frá Felli í Kollafirði, 1553, en hann dó 1570. Alla þessa menn lifði Þórunn, og eru alkunnug orðin, sem hún hafði um bændur sína: „Rafn minn var höfðingsmaður mestur, Isleifur minn starfsmaður mestur, en Þorsteinn minn var heimsmaður mestur“. Hann var orðlagður kvennamaður. Enn var Þórunn komin á flugstig að gifta sig 1576, þá um 65 ára. Var mannsefnið ung- ur þingaprestur hennar, Jón Þórðarson, en því var eytE Hún bjó á Grund til dauðadags, 13. des. 1593. Jón Arason mat Þórunni afar mikils, enda mun hún hafa verið bæði mikilhæf og um margt lík föður sínum. Þegar biskup arfleiddi börn sín, gaf hann Þórunni jafnan hlut við bræður hennar, en það var óvanalegt. Yfirleitt fengu dætur hálfan hlut við bræður sína. Alkunn er síðasta kveðja Jóns biskups, er hann var leiddur til aftökustaðarins: „Bið að skila kveðju til Þórunnar, sonar míns og sjera Sigurðar dóttur minnar“. Hjer hefir ekki verið um neitt mismæli að ræða. Hún mun og hafa staðið fyrir þeim stórræðum er urðu út af aftöku Jóns. Þórunn var jafnan mótsnúin hinum nýja sið, og ljet ekki skipast við áminningar eða for- tölur hinna lútersku biskupa, Ólafs Iljaltasonar og Guðbrands Þorlákssonar, þó að þeir yrðu ólíkt við andstöðu hennar, eins og vænta mátti. (M. J.). Einn farandmaður fer á stjá að freista gæfu á aftanstund og dyrastafi drepur á að dyngju Þórunnar á Gruud. Mjer kom í hug að leita lags, er lægði skvaldur vinnudags. Að baki hef jeg fagran fjörð, á ferli hið efra lausaský, í mánaljósi merluð jörð, sem mjallar nátthjúp klædd er í. Á freðna grund jeg fótum stje og fjell við sáluhlið á knje. Jeg horfði inn í liulins ver og hlustaði dægur tvenn og þrenn. I dvala Þórunn djúpum er og drauma njóta vill hún enn. En fái jeg tekið frúar hönd, á flugstig tefli jeg minni önd. En þolinmóður þreyti jeg við, að Þórunn rnmski og losi hlund og komi fram á sjónarsvið. Ef sækti hvort á annars fmul og hljóma næði hennar mál — þá hilti rausnarkonu sól. Við ]>essa lafði þrevtti jeg bón og þar að fast og leugi kvað og særði liana við sælan Jón, er sat með risnu Hólastað: Að leysti sinn úr læðing kraft, hún losaði þannig tunguhaft. Þú leitar fast á lágar dyr. Þjer líst jeg muni frjet.taauðg, er ,mig úr fúnum spjörum spyr. Fr spurnum þínum levsir nauðg sú dægurfluga, er Drottinn tók og dóm sinn fjekk í himnabók.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.