Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1938, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1938, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 357 • Á sýningu í London, þar sem sýnd voru ýms ný tæki, sem læknavísindin hafa tekið í þjónustu sína, var þetta tæki m. a. sýnt. Það er notað við frostbólgu, til þess gert, að örfa blóðrás sjúkl- ingsins. lítur varla í þann samsetning, og gefur ekki fyrir hann „túskild- ing“. — Einari kvntist jeg fyrst, ])e<rar hann var nýbúinn að ljúka iög- fræðiprófi. Þá var hann búinn að yrkja — „Hvarf sjera Odds frá Miklabæ“ og „Asbyrgi“. — Hann gerði ekki rnikið úr Ásbyrgi í samtali við mig. En mikið lof hafði hann þó fengið í Þingeyjar- sýslu fyrir þessi kvæði. Einar lofaði fá skáld í mín eyru; nema Jónas Hallgrímsson. — Um hann fór hann þeiin orðum, að fá ljóðskáld eða engin á Norðurlönd- um hefðu staðið honum á sporði. Einar gerði lítið úr Oesti Páls- syni, kallaði hann „Eftirhermu Kjellands, og sagnarstíl Gests heldur veigalítinn". Þann vetur sem jeg kyntist Ein- ari fyrst, var Ólafur Haukur í fylgd með bróður sínum. Hann kom mjer fyrir sjónir, sem flug- gáfað glæsimenni, og mælska gáfu- og orðsnild hafði hann tii jafns við Einar. Jeg starði öfundaraugum á þessa bræður, sem mjer þóttu iiafa þegið af hamingjunni braut- argengi og fararheill innanlands og utan. Þessi viðkynning mín og þeirra varð á Ilúsavík í Þingeyj- arsýslu, að vetrariagi, þá bjó frú Katrín móð-ir þeirra þar í þorp- inu ásamt Kristínu dóttur sinni, mærin sú ljet lítið vfir sjer, en mjer virtist hún vera frábærlega vel gefin, og búin kvenkostum í ríkuin mæli. Ragnheiður, dóttir Katrínar og Benedikts, var þá heimasæta á Hjeðinshöfða, trúlofuð Júlíusi Sig- urðssyni er síðar varð bankastjóri á Akureyri. Jeg mintist á það eitt sinn við Olaf Hauk, hvort hann fengist ekkert við skáldskap, kom af því að hann ræddi oft um þau mái. Hann svaraði á þá leið „að sinn tími væri ekki kominn“. Skömmu síðac druknaði hann í Elliðavatni, og þótti mjer mikill mannskaði að því glæsilega íturmenni. Hann var þá orðinn bóndi á Elliðavatni, vildi ekki ganga mentaveginn í æsku nema stuttan spöl. Ekki veit jeg hvort mvnd er til af Ólafi Hauk sem nokkuð kveður að, hann hafði yfirbragð fult svo glæsilegt sem Einar bróðir lians, og eygður var hann frábærlega vel. „Þeir deyja ungir sem guðirnir elska“, segir gamalt máltæki. Þessi grein átti ekki að fjalla að neinu leyti um Benedikt Sveins- son, sem Katrín taldi gáfaðasta mann landsins á þeirri tíð. En eitt atriði vil jeg þó herma eftir honum, því að mjer þykir það svo einkennilega merkilegt. Hann mælti eitt sinn við Einar son sinn eftir að Einar var byrjaður á að birta skáldskap sinn: „Þú ert hag- orður, Einar minn, og getur verið að þú verðir 'skáld, en eitt ætla jeg að segja þjer, og mundu það: Enginn verður verulegt skáld, nema hann sje trúaður iraður1'. Jeg’ ætla að stórmælskir menn, t. d. meistari Jón, Benedikt Sveins- son og Haraldur Nielsson, sjeu meiri skáld þó ekki hafi þeir ort, en þorri manna, sem gefið hafa út kvæðabækur. samlíkinga auður mælsku mannanna, kemur upp um ])á skáldgáfunni. Frú Katrín var alin upp á Reynistað í Skagafirði við auð fjár og „aristokratiskan“ hugsun- arhátt. Hún bar mikla lotningu fyrir höfðingjaháttum, og kom mjer fyrir sjónir, svo sem nokk- urskonar 'drotning fegurðar og gáfna. En ekki veit jeg neitt um það hvort hún hafði brjóstgæði, eða kvenlegan hjartslátt, til jafns við fegurð og gáfur. Það gæti verið til marks um drotningar- eðli hennar, sem hún sagði við mig eitt sinn, og nú skal greina: „Þeg- ar jeg var ung, óskaði jeg mjer þess, að jeg eignaðist þann mann sem gáfaðastur væri á íslandi og þá ósk fjekk jeg uppfylta“. — Að svo mæltu þagnaði hún og leit í gaupnir sjer. Mjer varð sömuleiðis orðfall og horfði út í gluggann. Guðirundur Friðjónsson. Hvíti maðurinii: Vægið mjer, jeg á konu og börn. Mannætan; Það á jeg líka.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.