Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1938, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1938, Blaðsíða 2
26 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Eggert Claessen o. £1. með sjer litlu seinna. Stúdenta- fundirnir. Á stúdentafundinum 8. nóv. var Benedikt Sveinsson ritstj. málshefjandi. Varaði hann við því, að gerður yrði nokkur biutí- andi samgöngusamningur við er- lend eimskipafjelög, því að nú yrði að stofna íslenskt eimskipa- fjelag, sem ætti að sjálfsögðu að sitja fyrir þeim stjrrk, er veittur væri til samgangna á sjó. Síðan töluðu Sveinn Björnsson, Björn Kristjánsson, Jón Ólafsson, Guðm. Hannesson, Br. H. Bjarnason o. fl. Urðu langar umræður og lýstu þær miklum áhuga á því, að sam- göngur á sjó kæmust á innlendar hendur. — Var þessa fundar get- ið í blöðum og vakti málið mikla athygli. — Nú leið fram yfir hátíðar, og með því að ekki var vitað að kominn væri neinn skriður á um framkvæmdir, þá boðaði stjórn Stúdentafjelagsins til fundar um málið á ný og bauð sömu mönn- um og fyr. Var sá fundur haldinn á sama stað og áður fimtud. 16. jan. 1913 og varð húsfyllir. Bjarni Jónsson viðskiftaráðanautur var málshefjandi og hjelt ítarlegt er- indi. Benti hann m. a. á, hvað mikið af fje færi árlega úr landi fyrir farmgjöld og að sú hækk- un á þeim, sem yfir vofði, næmi alt að því skipsverði á ári. Skor- aði á landsmenn og landsstjónn að taka nú höndum saman um stofnun innlends fjelags. Töluðu auk Bjarna nokkrir hinir sömu og á fyrra fundinum og auk þess ýmsir fleiri. Þá var það að Thor Jensen skýrði frá því, er fyr var frá sagt, að nokkrir kaupsýslu- menn væru að undirbúa stofnun skipaf jelags, og var því tekið með fögnuði af fundarmönnum. Þessum fundi lauk með sam- þykt á tillögu frá Ólafi Björns- syni ritstjóra, er hvatti til þess að íslendingar tækju sjálfir í sín- ar hendur samgöngurnar á sjó. Undirbúninffsstjórn 0£ hlutaútboð. Það þarf ekki að því að spyrja, að þessir fundir vöktu hina mestu athygli og ánægju um alt land, og var forgöngumönnum fjelags- stofnunarinnar að þessu hinn mesti styrkur og uppörvun. Þeir bættu nú við sig ýmsum mönn- urn, er hjeldu með þeim undir- búningsfundi. Var þar gerð fulln- aðarsamþykt um að senda út hlutaútboð með kostnaðaráætlun um byggingu og rekstur tveggja eimskipa. Var þetta falið undir- búningsstjórn, sem í voru þeir Eggert Claessen, Jón Björnsson, Jón Gunnarsson, Jón Þorláksson, Ólafur G. E.vjólfsson, Sveinn Björnsson og Thor Jensen. Skil- uðu þeir áliti sínu og áætlun í mars og fylgdi með útboð til hlutafjárkaupa, er 64 kaupsýslu- menn, embættismenn og formenn ýmsra fjelaga og fyrirtækja skrifuðu undir. Byrjaði það á þessum orðum: „Því aðeins getur tilraun þessi borið giftusamlegan árangur, að mönnum skiljist, að hjer er um þjóðarfyrirtæki að ræða“. Þjóðarfyrirtæki, Jeg tilfæri þessi orð vegna þess, að það var alls ekki víst frá byrj- un, að fjelagið gæti orðið þjóð- arfyrirtæki. Það kom í ljós á áðurnefndum undirbúningsfundum, sem jeg var á af hálfu Stúdentafjelagsins, að sumir höfðu hugsað sjer að fje- lagið yrði stofnað með stórum hlutum, sem að allmiklu leyti yrði að bjóða út erlendis. Var sú á- stæða færð fyrir þessu, sem og í sjálfu sjer var skiljanleg, að handbaert fje væri ekki til í land- inu, nema þá í smáhluti, sem afar umsvifamikið yrði að safna og heimta inn, þegar þess væri líka gætt, að ríkjandi væri rótgróin vantrú á að landsmenn sjálfir gætu haldið uppi svo vandasömu og vafasömu fyrirtæki í samkepni við sterkan og óvæginn keppi- naut. Óskimar uppfyllast. En hin þjóðlega alda, sem Stúdentafjelagið átti eflaust sinn mikla þátt í að reisa — varð ekki stöðvuð. Það styrkti og trú manna, að útlit var til að Emil Nielsen skipstjóri, sem þektur var sem reyndur maður og gæt- inn, hafði lofað að veita fjelag- inu forstöðu. Allir samþyktu að lokum, að „Eimskipafjelag Is- Iands“ skyldi verða stofnað og rekið sem þjóðarfyrirtæki. Og þjóðarviljinn lýsti samþykki sínu mjög ákveðið. Það var hreint dæmalaust að sjá þá samhrifn- ingu, er þjóðin gekk með að þess- ari fjelagsstofnun og hvernig margur efnalítill lagði sinn síð- asta eyri til þess að kaupa sjer hlut. — Enda mátti með sanni segja, að með þessu fyrirtæki væri mörgum óskum ' fullnægt í senn: — Stór sigur unnínn á rót- gróinni vanmáttarkend þjcðar- innar — framtaksvilji hennar auglýstur innanlands og utan — nýjar viðskiftaleiðir opnaðar — ný atvinna gefin landsmönnum og grundvöllur lagður að íslenskri farmensku. — Og gegn vöruskorti á stríðstíma var loks þjóðinni gefin trjrgging, sem fyr fjekk að reyna sig en flesta grunaði. Þjóðin er þakklát — en Alþingi — ? Og þennan aldarfjórðung, sem síðan er liðinn, hefir Eimskipa- fjelagið verið á þróunarskeiði vaxtar og reynslu og náð svo föstum tökum hjá þjóðinni, að hún skoðar fjelagið jafnvel flest- um opinberum fvrirtækjum frem- ur sem bein af sínum beinum. Það sýnist því skjóta nokkuð skökku við, að lilutafje stofn- endanna skuli fyrir beinar að- gerðir Alþingis hafa verið lækk- að í verði um helming eða meir, þar sem vaxtagreiðslunni hafa verið settar blátt áfram ósæmi- legar skorður, þótt vel gangi, en áhættan þó ekki afnumin þegar miður vegnar. í fjelagi, sem rek- ið er með hlutdeild ríkisins og með alþjóðarhag aðallega fyrir augum, á hlutaf jeð að njóta láns- fjárrjettar, eða að minsta kosti að hafa trygða lágmarksvexti. Það mun varla þjóðarvilji, að þeir sem lögðu fram fje til stofnun- ar Eimskipafjelagsins, verði rænd- ir því. —- Að Alþingi gengur ekki sparnaður til þessa athæfis, það sýnir tilhögun strandferðanna,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.