Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1938, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1938, Blaðsíða 1
kj^ orgMiiBIníisÍTTS tölublaS, Sunnudaginn 30. janúar 1238 XIII. árgangur. Stúdentafjelagið fyrir 25 árum. Eftir Halldór Jónasson. Undirbúningur að stofn- un Eimskipafjelagsins. — Efnaleg sjálfstæðis- barátta. — Verkefni. — Við endurreisn Stúdentafje- lagsins rifjast upp hversri mikilsverð afskifti fjelagið áður fyr hafði á ýms þjóð- mál, einkum þó þau, er snertu stjórnarfarslegt sjálf- stæði landsins. Einmitt þessa dagana eru liðin 25 ár síðan Stúdenta- fjelagið hafði Eimskipafje- lagsmálið til meðferðar. Aðr- ir byrjuðu að vísu iim líkt leyti að vinna fyrir málið og lögðu fram mikið starf. En Stúdentafjelagið hjelt fyrsta hvatningarfundinn mað kaup- sýslumönnum Reykjavíkur og síðar annan fund, og á sjálf- sagt mikinn þátt í því tvennu, hvað málið fjekk skjótar undirtektir og að fje- lagið varð þjóðarfyrirtæki. Þáverandi formaður Stúd.- fjel., Halldór Jónasson, segir í eftirfarandi grein frá fje- laginu, afskiftum þess af undirbúningi Eimskipsfjelags- ins 1913 og umræðum um efnalega sjálfstæðisbaráttu. Vaxandi áhugi fyrir ísl. samgöngum. ugmyndin um íslenskar eim- skipaferðir er gömul. En það má óhætt segja, að hún hafi biðið eigi alllítinn hnekki við hina mishepnuðu tilraun, er landið tók „Vestu“ á leigu og gerði hana út 1896. — Islenskir stúdentar fylgdu jafnan fast fram sjálfstæðismál- um þjóðarinnar. Og þótt það væri einkum hið stjórnfarslega sjálf- stæði, sem mest tók hugi þeirra, þá höfðu þó sumir þeir, sem stunduðu nám í Khöfn um miðj- an fyrsta tug aldarinnar, skilning á því, að efnalegt sjálfstæði yrði að vera hinu samferða, og undir- staðan undir því væri m. a. eigin verslun og samgöngur. Einkum -minnist jeg þess, að þeir bræður Sveinn og Ólafur Björnsson höfðu sjerstakan áhuga á því, að ís- lendingar gætu sjálfir eignast milliferðaskip. — Síðar gerðist Bjarni frá Vogi ötull hvatamað- ur að þessu, einkum eftir að hann varð viðskiftaráðunautur. Kom út eftir hann ítarleg grein í „Birki- beinum“ (febr.—apr. 1913), er nefndist „Skipakostur íslendinga fyr og síðar“. — Haustið áður (1912) átti landsstjórnin í þrefi við Sameinaða fjelagið, sem hafði sagt upp 10 ára samningi sínum (1910—1919), og þótti setja harða kosti um endurnýjun hans. Undirbúningur að fjelagsstofnun. Þótti þá ýmsum tími kominn til að hefjast handa um stofnun ís- lensks eimskipafjelags, og var nú boðað til fundar í Stúdentafje- laginu á Hótel Reykjavík, Aust- urstræti 12 þ. 8. nóv. 1912 og höfð sú nýbreytni, er reyndar vakti aðfinslu innanfjelags, að kaupsýslumönnum bæjarins var boðið á fundinn, og voru þeir þar í meiri hluta. — Þess er rjett að geta, að eftir að fundarboðið var komið út, hittumst við Sveinn Björnsson, og sagði hann mjer þá þegar, að hann cg nokkrir aðrir væru með líka hugmynd á prjón- unum. Þessir rnenn murm hafa verið auk Sveins þeir Björn Kristjánsson, Garðar Gís’ason, L. Kaaber og Thor Jetisen, sem byrja að halda fundarbækur um eimskipamálið 22. des. sama ár, en starfa að því með leynd og fá

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.