Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1936, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1936, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNÖLAÐSmS 383 Rapsodia Regndropar falla hægt og hljótt til jarðar. Húmið það læðist eins og gömul rotta. Hafgúur una í djúpi Faxa-fjarðar. Fuglarnir geispa af leiðindum og dotta. Bárurnar leika sjer við landsins strendur. Liggur í nausti gamall árabátur. Heimskan á sínum stoltu fótum stendur. Strútfuglar andans ráða lífsins gátur. Piltar og stúlkur pukra sjer í næði. Paradís sjúkra tildur vona hrósa. Kríurnar yrkja ljúf og listræn kvæði. Lundinn hann skrifar ástarbrjef í „prosa“. Búpenings hjörðin baular inn til dala, bítur þar fylli sína í góðum haga. Um þetta frekar tjáir ei að tala. Tilveran er sem fyndin lygasaga. Steinn K. Steindórs. verða vill, ef ekki er það ráð tek- ið, að breyta alveg um stefnu. Það þarf að ná til þekkingar þar sem áður var aðeins trú eða vantrú, færa út vísindin þannig, að vjer getum orðið aðnjótandi aðstoðar þeirra sem á öðrum jörðum, eru miklu lengra komnir á framfara- leið, en mannkyn vorrar jarðar. En takist ekki þessi stefnubreyt- ing, þá er óhætt að segja, að skamt er til ógurlegri tíðinda en orðið hafa áður í sögu mannkyns- ins. Og er mjög líklegt, að þjóðin sem fyrst líður undir lok í þeim ragnarökum, yrði hin sama sem hefir lifað við svo erfiðar ástæður, að henni stórfækkaði einmitt á þeirri öld (hinni 18.) sem skyld- um þjóðum fór fyrst að fjölga að ráði. Yrði þá illur endir á sögu þeirrar þjóðar, er fljótt mundi geta sýnt, ef hinni góðu stefnu yrði náð, að hún er til mikilla muna meira verð en hvað hún er margmenn. 22. nóv. 1936. Helgi Pjeturss. Fyrstu kuffihúsin. Fyrsta kaffihús Evrópu var opn- að í París 1672. Það var Armeníu maður, Pasqual að nafni, sem stofnsetti það. Margir fleiri komu á eftir og um tíma fóru menn með kaffivagna um göturnar, og seldu heitt kaffi úr pjáturgeimum. t fyrstu líkaði Parísarbúum ekki drykkurinn, en þó fjölgaði smám saman kaffihúsunum — „maison de eafé“, eins og þau voru kölluð á frönsku. Árið 1680 voru 250 kaffihús í París. Á dögum Lúðvíks XV. voru þau orðin 600, og árið 1782 voru þau 1800. Nú eru þau óteljandi, og frá París hefir kaffidrykkjan borist út um Evrópu og alla leið til íslands. — Nei, hjer stendur merkileg frjett í blaðinu. Kona hefir gifst manni, sem hún helt að væri alt annar maður. — Það er ekki merkilegt. Þetta gera konur altaf. Brot úr landafræði I. FagnaOareyjar. IKyrrahafinu eru þúsundir smáeyja, sem nefnast Poly- nesien á alþjóðamáli. Á þeim eru yndislegir pálmaviðarskóg- ar og loftslag fram úr skar- andi. Paradís á jörðu! Og þess vegna er það ekki undarlegt að sjómenn, sem komið hafa þangað eftir margra mánaða erfiða sigl- ingu, hafa gefið þeim nafnið: „Fagnaðareyjar“. Þar tóku á móti þeim ítur- vaxnir menn og konur, komu syndandi út til skipanna, með blómsveig um höfuð og bros á vör. Þetta var ævintýr fyrir fáfróða sjómenn, en landkönnuðir, eins og t. d. Cook og Bouganimdlle urðu svo stórhrifnir af eyjum þessum og fólkinu þar, að þá skorti mál til þess að dást að því eins og þá langaði til. Nyrstu eyjarnar í Polynesien eru Marquaseyjar, og eiga Frakk- ar þær. Eyjarnar eru fjöllóttar, og milii fjallanna eru þröngir og skógi vaxnir dalir. Stærsta eyjan heitir Nukuhiva. Er hún 22 km. á lengd og 16 km. á breidd. Um miðja fyrri öld áttu þar heima 22 þúsundir manna. En hvítu mennirnir, sem komu þang- að, fluttu með sjer alls konar sjúkdóma, sem hafa höggvið stór skörð í hið frumstæða fólk, svo sem bólusótt, berklaveiki og kyn- ferðissjúkdóma. Er nú svo komið, að í Nukuhiva eru ekki eftir nema fáein hundruð manna, sem komnir eru af frumstofni eyjar- skeggja. * Skamt frá Jaipur, upp til fjalla, er borgin Ambre, sem nú er algerlega í eyði. Hinar mörgu hallir hennar og hof eru að hrynja og aldingarðarnir eru orðnir að nokkurskonar frum- skógi, þar sem fjöldi dýra hefst við. Sú þjóðsaga gengur um þessa borg, að íbúarnir hafi flúið hana vegna drepsóttar. En hitt er sennilegra, að vatnsból hennar hafi þornað eða eyðilagst, og þess vegna hafi hún lagst í eyði. — Ó, hvað jeg elska þig heitt, J óhannes. — J óhannes ? — Guð almáttugur, er ekki mið- vikudagur í dag?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.