Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1936, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1936, Blaðsíða 2
378 LESBÓK MORGtJNBLAÐSlNS unnið eins mikið þrekvirki o? Grettir, eða jafnvel meira. En það skiftir í tvö horn, því að jeg hefi hvergi rekið mig á annars staðar, að nokkur íslensk kona hafi lært svo mikið sem að fleyta sjer, hvorki að fornu nje nýju, þegar húsfrú Björg Einarsdóttir á Und- irfelli er skilin undan (,1892). EGAR fram liðu stundir hnignaði sundinu eins og öðrum listum á Islandi og er það þeim mun undarlegra og óskiljan- legra sem sundið er allra lista þarfast, ekki síst á íslandi. Þó leið sundlistin ekki alveg undir lok hjá íslendingum, en hún varð svo sjaldgæf, að ef einhver kunni að synda, þá heldu annálaritarar því á loft, eins og það væri eitthvert teikn eða stórmerki. Jón Egilsson drepur eiustaka sinnum á sund í Biskupaannálum sínum. Hann segir t. d. að Árni biskup mildi (d. 1430) hafi lagst vfir „á millum hamra í Skálholti á ferjustaðnum, með mann, og í annað sinn lagðist hann yfir í þeim stað og batt þá hest við fót sjer“. Jón getur um þrjá sund- menn aðra en Árna biskup, tvo á dögum Ögmundar biskups (1521 —1542) og sá þriðji druknaði á sundi 1574 Allir voru þeir prest- ar og er því ekki fjarstætt að geta þess til að það hafi verið lærðu mönnunum að þakka, að sundlist- in gleymdist ekki alveg Það er líka fært í frásögur að Hvanndala-Bjarni hati brugðið fyrir sig sundi, þegar þeir bræður fóru til Kolbeinseyjar um 1580. Til eru munnmæli um það að íslendingar og Irlendingar, sem voru við verslun og fiskveiðar á íslandi, hafi þreytt sund og aðrar íþróttir, hjá Strákatanga við Reykjavík, í Steingrímsfirði vest- ur og hlýtur það að hafa átt sjer stað á 15. eða 16. öld, ef satt er. Samskonar kappsund getur Jón Esphólin um, hvort sem það hefir verið þreytt við Strákatanga eða annars staðar. Einar hjet Vest- firðingur einn og var uppi um 1570. Hann átti son sem Páll hjet. „Einar reyndi sund við eingelsk- an mann; syntu þeir í kring um mörg eingelsk skip, og kemdu sjer á meðan með annari hendi. Einar varð á skipstapa með son sinn og stjúpson; synti með þá báða þar til sonur hans deyði. Stjúpsyni sínum kom hann heilum á land, en dó sjálfur í flæðarmálinu“. Jeg hefi ekki orðið svo frægur að reka mig á neinar bendingar um sundið á Islandi á 17. öld, en á 18. öld virðist heldur hafa lifnað yfir því. Síra Jón Steingrímsson getur þess í ævisögu sinni, að skólapilt- ar í Hólaskóla hafi lagt talsverða stund á sund um miðja öldina, en ekki var biskupnum meir en svo um það. Þar er þess líka getið að þeir hafi látið straumiun bera sig fram af 6 faðma háum fossuin, og er ótrúlegt. Á öndverðri 18. öld var Tindala- Imi uppi, allra mesti bófi, en synd- ur sem selur. Um miðja öldina hafa þeir líka verið á besta aldri síra Snorri Björnsson, sem oftast er kendur við Húsafell (d. 1803) og Fjalla- Eyvindur. Þeir voru báðir mestu sundmenn og er þess víða getið. Meðal annars er það fært í frá- sögur að Snorri prestur hafi bjargað á sundi Hirti þjófi Ind- riðasyni úr Hvítá í Borgarfirði, sem ófær var af vexti og jökul- hlaupi, og var Hjörtur þó stór maður vexti. Þessir þrír menn hafa eflaust lært að synda á íslandi, en aftur er það tekið fram um síra Sæmund Magnússon Hólm (d. 1821) að hann hafi lært að synda erlendis. í þætti Sæmundar prests Hólm, eftir Gísla Konráðsson er minst á sundfimi hans í 2. kap., en í 13. kap. er saga um það, er hann synti inn undir Höskuldsey á Breiða- firði, sem sagt var að síæði á fjór- um steinstöplum, og sagði prestur síðan, að einn stólpinn væri hrun- inn, en annar tekinn að hallast, og svo eyjan sjálf. Enn var dr. Gísli Brynjólfsson á Hólmum sundmaður mikill. Hann druknaði af sundi 1827. ÓTT þessi lífsmörk sæist með sundlistinni, lá hún í raun rjettri alveg í dái, enda segiy Egg- ert Ólafsson, sem ferðaðist um mest alt Island 1752—1757, að Is- lendingar hafi alveg týnt niður sundinu. Kring um 1820 fer sundið aftur að rakna úr rotinu fyrir alvöru. Snillingurinn Jón Þorláksson Kjærnested lærði sund eins og annað þenna stutta tíma, sem hann var erlendis, og gerði sjer mjög mikið far um að kenna það út frá sjer, þegar hann kom heim aftur. „Bæði 1821 og 1822 dvaldi hann um hríð í Skagafirði til að kenna þar 24 unglingum sund, en 8 í Eyjafirði. Urðu nokkrir í Skagafirði svo sundfærir að þeir syntu þar yfir um Hjeraðsvötnin. — — Sundskólann hafði hann í Skagafirði í Reykjatjörn í Tungu- sveit“. 1823 kendi Jón 21 pilti sund í Húnavatnssýslu, jeg veit ekki hvar. Vorið 1824 kennir Jón yfir 30 unglingum sund „nálægt Reykjavík“ og „útskrifar" að minsta kosti marga þeirra „sem fullnuma“. Jón Kjærnested kendi þannig alt að 100 mönnum sund og er ómögulegt að vita hve sundlistinni hefði fleygt fram undir forystu hans, ef hans hefði notið lengi við. En hann dó 1837. Þá dofnaði að vísu yfir sundkenslunni, en bæði hafa margir lærisveinar hans ef- laust haldið því við, sem þeir höfðu lært og sumir kendu jafnvel út frá sjer. Gestur Bjarnason er líka nafn- kunnur fyrir sundlist sína og sundkenslu, þótt hann hafi, ef til vill ekki kent eins mörgum og Jón Kjærnested. Þess er getið í sóknarlýsingu Staðarsóknar í Hrútafirði^ 1848, að tveir eða þrír menn hafi lært hjá honum sund á Reykjum og hann hefir sjálfsagt kent sund víðar, þótt jeg viti ekki til þess. (I lýsingu Breiðabólstað- ar í Vesturhópi 1839, er sagt að unglingar læri þar sund á vetrum. Þeir hafa ef til vill lært hjá Gesti). Annars má geta þess að ýmsar sögur ganga um það hvað Gestur hafi verið góður sundmað- ur, enda var hann kallaður Sund- Gestur. (Hann var ættaður úr Víðidal í Húnavatnssýslu, en dó á Vatnsnesi norður 1862. Hann var ýmist kallaður Glímu-Gestur eða Sund-Gestur því að hann kunni

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.