Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1935, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1935, Page 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 163 Vor í Grænlandi. * Mönnum er gjarnt að ætla að Austur-Grænland sje gróðurlaust og ömurlegt einkum þegar dregur norður eftir. En það er misskilningur. Gróður er einmitt meiri norður í landinu kéldur en sunnar, þar sem skriðjöklar gangaalveg fram í sjó. Mynd þessa tók danskur maður, Alwin Pedersen, norðanlega í Austur-Grænlandi. í f jarska blána há fjöll í hlíðunum næstu eru enn miklar fannir, en leysingavatn streymir í lækjum til sjávar. Og á lækjarbökkunum og eyrum er gróður mikill, sjer- staklega fífa. kálfinn og kroppa úr honum aug- un. Það er engin furða þótt hrein- hirðunum sje illa við hrafninn. Hreindýrahjörðin hefir tekið á rás austur eftir, þangað, sem hún má ekki fara. Við stígum þegar á skíðin og þjótum á eftir. Sem bet- ur fer halda hreindýrin hópinn, svo að það er hægt að komast fyrir þau. Við hlaupum eins og við getum, en það er eins og hrein dýrin viti að við ætlum að snúa þeim við. Þau vilja endilega kom- ast austur, og hlaupa. Óli kemst á undan mjer fram fyrir hópinn, veifar stöfunum og æpir af öllum kröftum. Hreindýrin snúa við og koma flanandi í fangið á mjer. Það er eins og fossandi grár straumur klofni á mjer. Við lofum þeim að hlaupa, því að nú halda þau í rjetta átt. Eftir tvær stundir kemur Andrjes aftur. Alt var í besta lagi að þessu sinni. Og svo höldum við á stað í hægðum okkar niður eftir Á leiðinni rekumst við á hrein- dýrahóp, sem verið er að reka til sumarhaga hjá Bygdin. Það er annað fjelag sem á þá hjörð, en fekk leyfi til að reka hana yfir þessi beitilönd. Þrátt fyrir snjóbirtuna sjáum við hópinn með berum augum langt fyrir neðan okkur. Það er eins og maurafylking skríði yfir snjóinn. Óli rjettir mjer sjónauk- ann og nú sje jeg alt glögt. Þetta er dásamleg sjón. Óra- löng röð af hreindýrum, sem ganga samstiga, og hornin bærast upp og niður samtímis — eins og hreinarnir væri á hergöngu. „Þeir eru þreyttir", segir Óli. Og hann segir mjer, að þegar hreindýrin hafi verið rekin langt verði reksturinn auðveldari. Það sje dálítið annað að koma hópn- um á stað fyrst. Þá er um að gera að finna forystuhreininn. Hann ér snaraður og svo er settur klafi um hálsinn á honum og hann teymdur á stað af einum manni. Hinir, tveir eða þrír, reka hóp- inn á eftir. En hann tvístrast í allar áttir, og smóhópar þjóta upp um hóla og hæðir. Hundarnir eru á sprettinum að smala þeim sam- an. En sá sem teymir forystuhrein inn, hermir eftir bræki hreindýra til þess að kalla á hópinn. Og að lokum skipa dýrin sjer í fylkingu og renna í sporaslóð á eftir for- ystuhreininum. Ymsir halda að það sje hvergi hreindýrarækt nema á Finnmörk, enda þótt bændur í instu dölum sunnarléga í Noregi hafi stundað hana í mörg ár. Mönnum er ekki ljóst enn hve mikil hreindýrarækt- in er og að hreindýrið er aú orðið húsdýr í Noregi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.