Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1935, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1935, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 167 j ...................................................... Vorljóð. Nú brosir elfan í breiðum dal, af blástraumum ísinn springur, og fossinn ljóðar í fjallasal um frelsið og vorið syngur. Og lóan kemur á heiðar heim með hljóminn blíða um loftsins geim og „dýrðin — dýrðin“ syngur. Og fönnin hlánar af hlíðarbrún þar hlæjandi lækir streyma, nú glitra firðir og grænka tún, og geislana rósir dreyma. | Og þrestir kvaka í laufgum lund þeim lýsir nóttin í sælum blund, um vorið — vorið dreyma. I | Nú ómar gleðinnar unaðsmál sem yngir og ljettir sporið, Og æskan leikur með sól í sál og syngur um fagra vorið, þá brosir gyðja með blóm í hönd, og báran hjalar við lága strönd. | ó, blessað — blíða vorið. Kjartan Ólafsson. ......................................iiiiiiiiiiiiiiiii.iiiiiiiiiiiiiiiiiiii.. og rödd hans var eins og dynur- inn af hlöðnum heysleðum, sem .ekið er heim til hlöðunnar: Hvað ert þú að tala um bæinn hennar móður þinnar? Hvaða veit- ingar og skemtanir getur þú boð- ið mjer og mínu fylgdarliði? Hver býður gestum heim, sem ekki get- ur véitt þeim móttöku? Einu sinni í fyrndinni fór jeg með sveit mína á hverju sumri til að heimsækja friðsaman höfðingja í fjarlægu landi. Hann bjó í hvítri marmara- höll. Dóttir höfðingjans var sjálf vön að koma til okkar með silfur- sigðina sína. Dóttir höfðingjans var svo fögur, að jeg vildi gera hana að drotningu minni og skilja aldrei við hana. En hún brást vonum mínum. Ó, hún brást. Þegar við komum þangað eitt sumarið, var höfðinginn góði dá- inn. Dóttir hans hafði látið breyta sigðinni í sverð, dregið brynju yfir búning sinn og stigið á hest- bak með öllu liði sínu. Orustugnýr og heróp fyltu loftið, og dag frá degi þyntist flokkur minn, því að heysátur sjást aldréi, þar sem víg og níðingsverk eru framin. Gæfan fylgdi okkur ekki lengur. Jeg þraukaði lengst, en að lokum reik- aði jeg þungum skrefum leiðar minnar. En þegar dóttir höfðingj- ans kom aftur, voru engi hennar gróðurlaus. Hún átti gulldiska en ekkert til að láta á þá. Hún átti 300 hesta, sem hún hafði rænt, en ekkert hey handa þeim, vegna þess að við höfðum farið. Um það leyti minkaði trú mín á mennina. Drengurinn hennar stelvísu- Kötu sat kyr og horfði út í blá- inn. Alt snerist í höfðinu á hon- úm. Hann vissi ekki hvort hann hefði sofnað og hann dreymdi, eða hvort hann væri vakandi. Enn þá einu sinni stamaði hann, en lægra rómi en áður: Héysátur, heysátur. Hvers vegna komið þið ekki heim til hennar mömmu? Heim til hennar mömmu þinnar, endurtók Solvolme og hristi stóra höfuðið sitt, svo að skrjáfaði í hey- inu. Jeg sje á svarta og flókna hárinu þínu, að móðir þín og þú eruð komin út af smávöxnu fólki, slæmu fólki. Það klæddist loðnum dýraskinnum og notaði hola trjástofna fyrir báta. Það læddist hjer um skóganá í kring, þegar við komum hingað upp eftir fyrir æva löngu, þeir stungu hver annan með steinhnífum, og hvern ig, sem þeir kölluðu og kölluðu, gátum við heysátur aldrei fengið af okkur að koma nærri þeim. Það var ekki fyr en í kyrðinni í nánd við klausturmúrana, að velmegun okkar óx, og þar lærðum við að elska klukknahljóminn. Drengur minn. Viljir þú fá okkur heim að bænum hennar móður þinnar, þá rístu á fætur hvern morgun um sólarupprás og hringdu bjöllu þinni. Strákurinn hennar stelvísu-Kötu átti enga bjöllu og hafði enga ástæðu til að hringja. Það vissi hann best sjálfur. Hann rendi sjer niður af dyraþrepinu, laumaðist- af stað, og strauk hendinni eftir steinunum í múrnum. Þegar hann var kominn spölkorn þaðan, nam hann staðar og veifaði hendinni. Komið þið heysátur. Þær dokuðu við þarna í hálf- rökkrinu, hjúpaðar móðu nætur- innar. Hann heyrði, hvernig þær hvísluðust á í blænum og and- vörpuðu. Þá tók hann á rás og hljóp og þorði ekki að líta aftur. Hann varð eitthvað svo annarleg- ur og lyfti hendinni eins og til heitstrengingar. Þannig endaði þessi nótt. Árin liðu, sumar eftir sumar, en engar heysátur sá drengurinn hennar stelvísu-Kötu koma heim að bænum. Samt fór hann á fætur hvern dag um sólarupprás, týndi stein eftir stein úr holtinu og reif eininn upp méð rótum. Jafn- framt óx hann og þroskaðist, og þegar hann lagði móður sína til hinstu hvíldar fyrir innan kirkju- garðsmúrinn, þar sem hann hafði setið á Jónsmessunótt, var hann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.