Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1933, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1933, Blaðsíða 6
214 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hann sagði á augabragði. Vinir mínir Frakkar hafa rjett fyrir sjer í þessu. Jeg á engin skip að liafa á flugleiðinni. Og svo var. — Skip þau sem ítalir sendu hjer vestur í haf, og þar hafa ver- ið hafa ekki verið á flugleiðinni, cn ýmist norðan eða sunnan við, og hlutverk þeirra hefir verið að gera veðurathuganir. — Þegar flugsveit Balbos settist hjcrna á Kleppsvíkina-, og Alto- mare kapteinn, er staðið hefir fyr- ir öllum undirbúningi hjer undir flugheimsóknina, rendi vjelbát sín um -að flugvjelinni, kallaði Balbo til hans áður en kveðjur tókust: ,,Góði Altomare, gefðu mjer nú eina sígarettu“ ; rjett eins og lion- um fyndist hann eiga það skilið, eftir að hafa komið flugsveit 100 n anna heilu og höldnu út hingað. Meðan flugsveitin dvaldi hjer l. jet Balbo þýða fyrir sig á ítölsku alt það sem kom út hjer í blöðun- uin, og snerti leiðangur lians, svo og erlend frjettaskevti er í blöð- uniim birtust. Er liann varð var við svívirðing- ar þær er kommúnistar hjer birtu um liann og ieiðangur lians, brosti hann að því, að hjer úti á íslandi skyldu flokk'smenn Riissastjórnar ’vera æstari og öfgafyllri en sjálf- ir Rússar. Því þegar hann fyrir nokkrum árum kom í flugheim- sókn með sveit flugvjela til Od- essa, þá hefði þeim fjelögum ver- ið tekið moð miklum fögnuði o» flugmálaráðherra Rússa gert s.jer ferð frá Moskva til þess að geta Iioðið þá velkomna. í hvert skifti að aflokinni mál- tíð stóð Balbo við nokkra stund í almenningnum að Hótel Borg, og hafði þar viðræður nokkrar við menn sína. Sagði hann þeim þar m. a. frá því, er hann taldi máli skifta og frjettnæmt vera úr Reykjavíkurblöðunum. Eitt sinn við það tækifæri komst hann svo að orði: — f dag hefi jeg tvennar fregn- ir að flyt.ja ykkur. Onnur frjettin mun gleðja ykkur innilega, en að liinni munuð þið hlæja. Hin fyrri er sú, að flugkappinn Mattern, er allir töldu af, er fundinn heill á húfi. Yfir því munuð þið gleðjast. En hin er sú, að kommúnistar í Bandaríkjum hóta því að varpa sprengjum á flugvjelar okkar er þangað kemur. Að því munuð þið hlæja. — Og hláturinn kvað við úr hóp hinna ítölsku flugmanna. Hið fyrsta kvöld hjer í Reyk.ja- vík er flugmenn sátu glaðir og roifir undir borðum, barst það tal til eyrna Balbo, að þeim þætti ;em mikið hefði borið fyrir augu þeirra af kvenlegri fegurð. Ljet Balbo ótvírætt í Ijós, að þeir flug- menn liefðu hingað annað erindi, cn láta slíkt gjepja fyrir sjer. En honum var svarað á þá leið úr' hópi flugmanna að eigi mýndu heir geta að ]>ví gert, þó þeir hefðu hjarta með heitu hlóði — onda óvíst hvort betur hæfði flug- mönnum að vera tilfinninga sljófir. Ljet Balbo sjer líka tilsvörin. Til minningar um komu sína '^ngað keypti hann íslenskt stokka fcelti til ■ að færa konu sinni að -nöf, og annað stokkabelti til, er hann ætlaði að gefa konu vinar síns og fjelaga Pelligrini, sem er næstur Balbo að virðingu í flug- leiðangrinum, og jafnan hans önn- ’ir liönd. "ristján Albertson segir frá. Kristján Albertson var sá er einna mest kynni liafði af Balbo hjer, og m. a. fylgdi honuin aust- ur yfir fjall og um Þingvöll. Kr. Albertson segii' svo frá: — Balbo spurði mig margs af lands og þjóðar högum, og af áhuga sem var meira en kurteisi ein. Þegar við vorum í Hvera- gerði spurði hann mig hvar kom- ið væri íslenskum tilraunum til þess: að lmgnýta heitar laugar, og segði jeg honuin þá m. a. frá þvi að fvrirhugað væri að hita húsin í Reykjavik með heita vatninu frá Reykjum. Hann sagði mjer þá að ftalir hefðu á síðasta áratug varið stórfje til rannsókna á hagnýting hveravatns, að þær hefðu leitt til stórfeldra framkvæmda og að hann vildi ráðleggja verkfræðing- um vorum að kynna sjer þær og !æra af þeim. En framar öllu öðru Stjórnin bauð ítölsku gestunum til Þingvalla 6. júlí. Á efri mynd- inni sjst Balbo ráðherra, Pellegrini hershöfðingi, Ásgeir Ásgeirsson forsætisráðherra og Kristján Albertson, fulltrúi borgarstjóra við móttöku gestanna, á leið niður Alniannagjá. Á leiðinni til Þingvalla gaf Ásg. Ásgeirsson Balbo ráðherra veggskjöld þann með þinghátíðarmerkinu — „víkingaskipinu“ —, sem gerður var sem minningargjöf handa fulltrúum erlendra þjóða á hátíðinni. — Á neðri myndinní er Kristján Albertson að sýna Balbo og Pellegrini víkingaskipið í Almannagjá.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.