Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1933, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1933, Blaðsíða 2
210 LESBÓK MORGtJNBLAÐSINS liefir hann öðrum fremur unnið til alúðarþakkar allra góðra fslend- inga. Útgáfa Odds-testamentis hin nýja er byrjun nýs útgáfufyrir- tækis, þar sem í ráði er að endur- prenta á sama hátt ýmis prentuð rit frá siðaskiftaöldinni, sem nú eru orðin afarsjaldgæf, og ræður að líkum, að þessar endurprentanir komi íslenskum fræðum í góðar þarfir og verði eklti síst málfræð- ingum, sem öðrum fremur liafa á- huga á þróunarsögu íslenskrar tungu, einkar kærkomnar. Prófessor Sigurður Nordal hefir ritað formála að vitgáfunni og inn- gangsorð um Nýjatestamenti Odds Gottskálkssonar. Vafalaust mun margur óska, að þau inngangsorð hefðu verið lengri. Svo fór að minsta kosti þeim, er þetta ritar, að honum urðu það allmikil von- brigði Ivve stuttorður sá stórlærði maður hefir orðið, þvf mjer var ekki hvað minst forvitni á að sjá ítarlega greinargerð einmitt jiessa ágæta og alviðurkenda bókfræð- ings og vísindamanns um bók- mentalegt gildi þess verks, sem Oddur Gottskálksson vann með svo frábærum dugnaði, án flestra þeirra hjálparmeðala, sem seinni tíma menn eiga kost á, þeir er slík verk færast í fang. Að vísu hefir nafni minn, Jón próf. Helga- son i Khöfn, fyrir nokkrum árum samið og gefið út ágætisrit um „Málið á Nýjatestamentj Odds Gottskálkssonar" (8 bindi í „Safni fræðafjelagsins um fsland og Is- 1endinga“). En það rit, sem ber vett um hvort tveggja í senn: mestu nákvæmni og vinnuþrek, er ritað aðallega fyrir vísindamenn (málfræðinga) og á lítt erindi í hendur annara Tilganguriiin með því riti er aðallega sá, að gera grein fyrir frumritunum, sem Oddur hafi farið eftir í starfi sínu, og þeim stuðning, sem hann kunni að hafa haft af eldri þýðingum guðfræðilegra rita íslénskra úr kaþólskum sið. En þar er fremur lítið að því gert að sýna fram á áhrif þýðingar Odds á bókmál Is- lendinga eftir hans dag, eða að benda á þakkarskuldina, sem vjer erum í við Odd Gottskálksson fyr- ir sjerstaklega elju hans og áhuga sem rithöfunds. En hvað um það: Eramkomu þessarar nýju eftir- gerðu þýðingar Odds ber að skoða sem merkisviðburð í bókmenta- lieimi vorum. Þýðing Odds Gottskálkssonar á Nýjatestamentinu er fyrsta bókin sem prentuð er á íslenska túngu. Þetta eitt, út af fyrir sig setur hana að sjálfsögðu á öndvegis- bekk meðal prentaðra íslenskra bóka. Og það sæti skipar hiin með sóma, sem aldrei verður frá henni tekinn, þótt ýmislegt megi að þýð- ingunni finna sem þýðingu. og hin- um ytra frágangi alls yfir. Því að þótt hjer sje áreiðanlega um bók- mentalegt þrekvirki að ræða, þá eru ýmsir annmarkar því viðloð- andi, sem ekki verður komist hjá að kannast við, enda þótt ekki sje' lagður á verkið mælikvarði löngu síðari tíma, sem vitanlega næði ekki neinni átt. Það kemur t. a. m. ósjaldan fyr- ir. að Oddur hefir misskilið ýmis orð í hinni þýsku útleggingu Lúth- ers, sem vafalítið er aðalheimildin, sem hann útleggur eftir, enda þótt liann líka hafi haft hliðsjón af hinni latnesku kirkjubiblíu (Vul- gata) og latnesku þýðingu Erasm- usar. Honum verður ennfremur sú skissa á, að gera Trýfena og Trý- fosa (Róm. 16, 12) og Euodia og Syntyche (Fil. 4, 2) að karlmönn- um. Á nokkrum stöðum kemur ]>að fyrir, að fallið hafa burt heil- ar málsgreinar, stundum lieil vers (Fil. 2, 26 og .1 Þess. 5, 27) og jafnvel tvö vers (Lúk. 10, 8—9 og Opinb. 19, 3—4). Þá gætir víða all mikils ósamræmis í þýðingunni, að sömu orðin eða setningarnar eru þýddar með ólíku móti og ])að enda á sömu blaðsíðu. Loks eru prentvillur margar í frumprent- uðu útgáfunni og kapítulayfir- skriftirnar einatt sitt með hvoru mótinu, stundum skammstafaðar („annar ea.“ „xx. eapituli“), stundum með feitu letri og stund- um með smáu, en alt þetta sýnir, að maður óvanur bókagerð hefir lesið prófarkir og sjeð um útgáf- una. En þrátt fyrir öll missmíðin (sem í mörgu tilliti eru afsakan- leg, þegar litið er til allra að- staðna höfuðstaðarins), þá er hjer um bókmentalegt þrekvirki að ræða, — um „eitt af leiðarmerkj- unum í sögu íslenskra bókmenta“ (Sig. Nordal) og um fyrstu til- raunina, sem gerð hefir verið til að þýða Nýjatestamentið í heild sinni á vora tungu. Þótt aldrei verði sagt um Odd (í líkingu við það, er Danir hafa sagt um Chr. Pedersen kanoka, sem fyrstur þýð- ir Nýjatestamentið á boðlega dönsku og Þjóðverjar um Lúther vegna biblíuþýðingar hans), að hann hafi með þýðingu sinni unnið tii heitisins „faðir hins íslenska rit- máls“, — og þótt segja megi um Odd að honum „fatist þráfahþega myndun íslenskulegra setninga“ (próf. Jón Helgason) og að hann „riti ekki hreint mál á þá vísu sem nii þykir skvlt“, þá er alt að einu með þýðingu hans lögð undir- staðan að öllum síðari íslenskum þýðingum Nýjatestamentisins og jafnframt undirstaðan undir kirkjulegt bókmál og íslenska let- urgerð. Þar sem segir í inngangi próf. S. N., að Nýjatestamenti Odds sje endurprentað þvínær ó- breytt í Guðbrandsbibliu (hið sama hefi jeg sjálfur áður sagt á prenti), þá er það ekki allskostar rjett, því að Guðbrandur hefir á- reiðanlega „endurskoðað“ þýðingu Odds vandlega bg gert á lienni fjölda breytinga, sem að vísu eru ekki stórvægilegar, en sýna þó, með vhve mikilli vandvirkni Guð- brandur hefir yfirfarið þýðingu Odds á undan prentun. Um fyrir mynd og mælikvarða bókmáls vors getur að sjálfsögðu aldrei verið að ræða þar sem þýðing Odds er. 1 því efni er til snildar- ritanna að hverfa, sem vjer eig- um frá 12., 13. og 14. öld. Al- kunna er, hve ritmálið íslenska var tekið að spillast á fyrri hluta 16. aldar og hlauf Oddur í því tilliti að draga dám af samtíð sinni. Verður honum það síst til foráttu fundið þegar þar við bæt- ist, að í hlut á maður, sem fengið liefir mentun sína erlendis og dvalist þar langdvölum í uppvexti sínum, svo að íslenskan hefir ef til vill verið orðin honum ótöm er hann kom aftur til ættlands síns. Má öllu fremur telja Oddi það til gildis, að ekki eru meiri brögð en eru að erlendu áhrifun- um í málfari hans. Hann hefir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.