Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1932, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1932, Blaðsíða 22
410 LESBÖK MORGUNBLAÐStNS íbúöarhús í Terim. fylgja mjer, hvar sem jeg færi, og gæta þess að ekkert yrði að mjer. Þetta gerði hann vegna þess, að hjer hafa ekki hvítir menn sjest áður, og þegar hvítur maður gengur á götu, verður hreint og beint upphlaup af for- vitnu fólki, sem starir á þetta við- undur veraldar eins og tröll á heiðríkju. Nokkru seinna heimsótti jeg A1 Kaf, stórríkan kaupmann, sem á heima langt inni í Arabíu. Hann á fjölda húsa hjer í borginni. Hann á gistihús í Singapore og Java, og sagt er að hann sje fá- dæma ríkur. Hann á heima í Te- rim. Þar á hann mörg hús. Terim er hin gamla höfuðborg Arabíu. Ibúarnir í þessari borg lifa ein- göngu á auðlegð hans, og hann hefir auk þess reist þar sjúkra- hús fyrir eigið fje, og ber allan kostnað af því. Soldáninn ljet mig hafa með- mælabrjef til allra höfðingja i landinu, og gaf mjer enn fremur leyfi til þess að ferðast um alt ríkið Hadramaut, þvert og endi- langt. Hægt er að fara til Terim í bíl, að minsta kosti upp að f jöll- unum þar. En síðan verður mað- ur að fara ríðandi á ösnum eða ulföldum eins og íbúarnir þar. En vjer urðum að velja sjerstakan veg þangað vegna þess, að á þess- um slóðum er altaf ófriður. Og vjer vildum komast hjá því að lenda í ófriði og ræningjahönd- um. 1 ríkinu Jemen, sem er næst Hadramaut, hafði jeg skömmu áð- ur komist í kynni við það, hvern- ig ástandið er hjer í Arabíu. Þar höfðu nokkrir Beduinaflokkar lent í stríði. Stór orusta hafði staðið milli þeirra. Önnur fylk- ingin hafði skotið fimm skotum úr eldgamalli fallbyssu á hús nokkurt. Sjötta skotið varð fast í fallbyssuhlaupinu— og húsið stóð eftir sem áður eins og klettur úr hafinu. Þá var náð í gamla vjel- byssu, en sannleikurinn var sá, að enginn kunni með hana að fara. En það gengu hvellir og smellir úr henni í einni stryklotu, og þeg- ar það dugði ekki. var skotið úr riflum, skammbyssum og eldgöml- um framanhlaðningum. — Um kvöldið voru 40 menn dauðir á vígvellinum. Þúsundir manna höfðu horft á bardagann, menn, konur og börn. En að bardaganum loknum, var friður saminn, og það sem eftir var af skotfærum, var selt. — Hverjum haldið þið? — Óvinun- um. — Jeg rak mig á það hjer i Ara- bíu, að hin blessaða friðarstarf- semi í heiminum hefir ekki náð sjer þar niðri. Einu sinni dvaldi jeg til dæmis í borg þar, og á hverri nóttu dundi á henni skot- hríð fjandsamlegra Beduina, og stundum gerðu þeir áhlaup á borgina. Á hverju kvöldi urðu í- búarnir að setja hlera fyrir glugga sína, því að Beduinar sótt- ust sjerstaklega eftir 'því að skjóta á opna og óvarða glugga. En á daginn var þarna alt með friði og spekt. Lífið gekk sinn vanagang hjá íbúunum daginn eftir, og óvinir þeirra versluðu við þá í mesta bróðerni. En eftir því, sem mjer var sagt, hefir nú þetta ástand ríkt þarna í tvö ár. Fjöllin, sem takmarka Hadra- mauts-hásljettuna, eru um 200 metra há og umkringja landið. Vjer vorum heilan dag að kom- ast yfir þau. Frá því um sólar- upprás og að sólarlagi, vorumvjer þarna á ferðinni, ríðandi á ösn- um og ulföldum, nema rjettaðeins meðan vjer fengum oss miðdegis- verð og áðum. Þegar heiðin hækk- aði, varð hún brattari, svo að vjer urðum að fara af baki, og teyma asna vora og ulfalda. Fjöllin eru þarna um 2000 metra há, og hit- inn var 40 stig. Geta því flestir gert sjer í hugarlund, hvert gam- an hefir verið að því að toga húð- arbykkjurnar í brekkunum. Vinur minn, A1 Kaf, hafði far- ið aðra leið. Hann ók í bíl sínum og ætlaði yfir skarð í fjöllunum nokkru austar. En hvernig fór? Hann lenti í höndum ræningja og varð nauðbeygður til að kaupa sjer lausn með 600 Thaler. Thaler? spyrjið þjer undrandi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.