Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1932, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1932, Blaðsíða 8
308 LESBÓK MOBGUNBLAÐSINfí I Ermarsunöi. Fótalaus maður reynir að synda milli Englands og Frakklands. Þar sem enginn má um frjáist höfuö strjúka. „Kevue Metapsychique“ heitir tíma- rit, sem gefið er út í París og er vís- mdalegt sálarrannsóknarit, gefið út at' sálarrannsóknastofnun, sem styrkt er af ríkinu. Biaðið segir frá því í síðasta júlí— ágúst heftinu, að prófessor við háskóla i stórri rússneskri horg hafi skrifað dr,- Osty (heimskunnum sálarrann- sóknamanni frönskum) og beðið hann nni fregnir af sálrænum rannsóknum ) rá síðustu tímum. Högum sínum hafi veri'o svo háttað, að hann hafi ekki getað fylgst með þeim um nokkur ár, en sig langi til þess að fara að sinna þe.ni málum aftur. Tímaritið kveðst ekki vilja nefna borgina, sein þessi rússneski prófessor á heima í, af því að það kunni að valda honum ó- þæginda. Dr. Osty svaraði prófessornum, skýrði honum frá ýmsu, er gerst hefir á . áliænu sviði, og sendi honum nokk- uv hefti af „Revue Metapsychique“, sem skýrðu frá tilraunum með þýska miðilinn Rudi Schneider. I>. 1. júlí fekk sálarrannsóknastofn- unin þessi hefti endursend. Skorið var upp úr þeim, og þau virtust hafa verið lesin, eða að minsta kosti aug- um rent yfir þau. A umslaginu stóðu þessi orð: „Endursend; innflutningur bannaður af stjórn prentmálanna". „Einhver embættismaður hafði tekið það að sjer“, segir tímaritið, „að úr- skurða, hvað ágætur háskólaprófessor mretti eða mætti ekki lesa!“ Að kvöldi hins 9. sept. lagði amc- rískur maður, Zihelman að nafni, á -tað frá Saint Margaret í nánd við Dover á Englandi og ætlaði að synda yfir Ermarsund til Frakklands. — I>essi tilraun vakti talsverða athygli vegná þess að sundmaðurinn er fóta- laus. En svo fór, að hann gafst upp á snndinu og var hann þó nærri því kominn yfir að Frakklandsströnd. Fyrsta, annað og — þriðja sinn! — Við lágum á grunninu hjá New- foundland, og jeg kom upp á þilfar og þá sýndist mjer skipið vera að rek- ast á ísjaka, og jeg rak stevttan hnef- ann í jakann og mölbraut á mjer úlf- liðinn. En þetta var ekki jaki, piltar. I>að var þoka, skiljið þið það! Og farið þið svo ekki að reyna að telja mjer trú um þnð hvað þoka er. — Jeg er kominn til að fá viður- kenningu, herra læknir. — Viðurkenningu1? — Já, voruð þjer ekki áðan að binda um mann, sem hafði fótbrotnað. — Jú. — I>að var jeg, sem fleygði bjúg- ■ f’dinhýðinu, sem honum varð fóta- '■ rtur á. — Þetta er sannkallað syndaflóð. — Hvað segirðu? —- Syndaflóð. — Ekki veit jeg hvað það er. — Hefirðu þá ekki lesið um synda- flóðið og örkina hans Nóa? — Nei, jeg hefi ekki sjeð neitt blað í þrjá daga. Þú ert slæm í reikningi, Dísa litla, sagði kenslukonan. Áttu ekki hróður eða systur, sem getur hjálpað þjer ? — Nei, en jeg eignast það bráðum. Abelardo Rodrigues hinn nýi forseti í Mexiko. Smcelki.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.