Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1931, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1931, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 199 Farsetaskiftin í Frakklandi. Til vinstri Donmergue, hinn fráfarni forseti. — f miðju forsetahöllin Eiysée. —• Til dægri Douimer, nýi forsetinn. Doumer ekur til forsetahallarinnar til þess að talca við for- setaembættinu. Svo breiddum við rekkjuvoðir á gólfið og á þessu lágum við alla vertíðina. Allir hlutir þama vom eftir þessu; þessa aðbúð hafði 14 ára drengur, og svo á þeim morgn- um sem róið var, varð hann að fara á fætur með birtu, kvíða- fyrir að róa vegna sjóveiki, og svo þurfa að biðja þennan og hinn að iofa sjer að róa, og fá mörg nei, og stundum eintóm nei. Jeg vona það, að ætlast til slíks af 14 ára dreng, sje nú upphafið. Hlutur minn á vertiðinni varð 60 fiskar; það var helmingur af því sem jeg dró. Einn róður fjekk jeg að róa hjá húseigandanum, Guðmundi; jeg var í skutnum hjá honum. Hann var bæði góður og vondur við mig. Þegar jeg fór að kasta upp (gubba), þá bleytti bann sjóvet- linginn sinn í sjónum og gaf mjer utanundir með honum, og svo var jeg hræddur, að jeg þorði ekki að bevgja mig út fyrir borðstokkinn þegar jeg þurfti að kasta upp, heldur spýtti jeg beint fram. Það hefir lionum þótt karlmannlegra og gat' hann mjer því ekki nema þrisvar utanundir. En svo var hann líka góður við mig, að svo oft sem. hann gat, dró hann fyrir mig á meðan hans færi var að renna í botn, jeg dró í þetta skifti að jeg held um 20 fiska og fjekk 10 og var ákaflega upp með mjer, svo að sjaldan hefir me.ira verið. Jeg hafði kró (fiskhús) hjá Ingí mundi á Gjábakka; jeg man vel eftir dætrum hans og hvað þær voru mjer góðar og hvað þær voru laglegar. Annars mætti skrifa langa blaða grein um Eyjastúlkurnar sem í Sandinn fóru, en það heyrir ekki til í þessari grein; en það má jeg segja, að slíkan dugnað, sem þær sýndu oft við að draga fiskinn að krónni, hefi jeg aldrei sjeð, t. d. að vera að draga fisk, 4 í einu. eftir þeim vegi sem þá var þar, stundum máske svo klukkutímum skifti. Og að sjá þær rjóðar sem blómarósir rigsandi með böfuðið hátt, það var eins og þær vildu segja: Hjer er jeg, jeg er sjó- mannskona, eða jeg ætla að verða sjómannskona. Hraust kona og hraustur sjómaður ala upp hraasta sjómenn. Framh.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.