Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1931, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1931, Blaðsíða 6
198 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þá er ökuturinn og ýteödumir. Þéir þurftu líka að vita hvað þeir' áttu að gera. Fýrst og fremst átti formaðurinn, sem ávalt var aftastur að útsjá lagið. (kalla lagið), og það þótti aðalvandinn og var ]>að líka. En í því sein öðru kom. fram mikill mismunur, for- mennirnir vorit æði tnisjafilir að sjá út lagið. Þegar formaður segir: við skiíl- um setja nær, þá er eins og áður . er á miiist, skipið sett svo framar- lega seni fært þykir, og éftír það býst liver skipsmaður við að þá og þegar komi kall frá 'förmanni sem oftast var sagt svona: „A stað í Jesú nafni“ og oft börðu þeir hnefanum í borðstokk- inn um leið; það var til að minna alla á, að liggja nú ekki á liði sínu, enda var það ekki gert. Það kom líka oft fyrir, að frá því formaðitr sagði, við Skulitm setja nær óg ])ar til hann sagði „á stað“, eða „við ýtum“, leið langur tími, jafnvel klukkutími og stundum meir. Þá var formaður og þeir hinir, sem ýta áttu að „bræða hann“, sjá hvort fært væri. Þá þurftu allir skipverjar að vera á sínum stað, og sjerstaklega að gæta að skipinu slæi ekki upp, yrði ekki flatt við sjónum. Jeg man hvað mjer þótti það merki- legt hvernig þeir ýtendur og þá sj rstaklega formaðurinn, fóru að afstýra þessu, að skipinu slæi upp. Þótt framstuðningsmenn ættu að styðja skipið og sjá um að því ekki slæi upp, þá gátu þeir það því aðeins að þeir botnuðu, skip- ið gat t. d. þegar sjór reið undir það, orðið svo hátt á sjónum, að mennirnir með því að lialda sjer í borðstokkinn, næðu ekki til botns, og á því augnabliki voru þeir ónýtir ti! að styðja skipið, en þá komu ýtendurnir til sk.jal- anna, og ])á sjerstaklega formað- urinn. Nú kemur sjór dálítið til hliðar, en þó nóg til að slá skip- inu flötu ef ekki er við gert. —- Framístyðjendur botna ekki, og slcipið er því farið að færast úr stefnu. Þá er það að ýtendur færa skutinn til, svo að skipið sniii ávalt beint „ í sjóinn, með þessu færist skipið töluvert vest- ar eða austar, því í sömu ýtingu getur þetta' komið fyrir inörgum sinnum. Skipið færist líka ofar, eu því er ýtt niðúr aftur. Alt þetta geri.st á sama flæðinu, en þá verð- ur liver og einn að vita livað haun á að gera. Ekkert nema lifandi mýnd get- ur lýst þessu til hlítar. Jeg hætti við Vestmannaeyjaför mína, þar sem skipið var komið á fremsta hlUnn, og því ekki eftir annað en kalla lagið. Hvar nlaður var kominn á sinn stað ; og við þrír strákar komnir upp í Skipið, og áttum ekkert að gera annað en lialda okkur. Alt í einu kallar foi'inaðurinn: „Við ýtum fram í Jesú nafni“. — Framístyðjendur tapa fótfestu, róðrarmenn komast upp I, og leggja út, en skipinu slær. Skipið lá ýmist á sjóhliðina eða þá á landhliðina, jeg man að jeg hafði ekki vit eða ráðrúm að halda mjer, en fór ávalt í þá hliðina sem hærri var. Einu sinni lá skipið út á sjóliliðina. svo kom stór sjór og hálffylti skipið, lagði það á hina hliðina í kasti og þá rann úr því mikill sjór og um leið flaut. jeg út, og hefði sogast út með flæðinu, hefði faðir minn ekki, ('hann var staddur í sand- inum, líklega til að líta eftir mjer) haft vakandi auga á mjer og verið við hendina þegar jeg flaut út og náði í mig. Jeg blotnaði ekkert, því að jeg. var alskinnklæddur, enda kom það sjer vel, því það var mikið frost. Úr því svona fór var ekki annað að gera en að ná skipinu undan sjó, því ekki voru tiltök að reyna aftur, bæði var sjórinn lítt fær og svo var farið að skyggja. Skipið var sett hálfa leið upp á Ramp, eða vel það, allar skrín- urnar og pokarnir skildir eftir í sandinum og inenn látnir vaka yfir öllu saman. En við sem ætl- uðum til Eyja, fórum heim. En ákveðið var að koma aftur til sltips í lagljósu næsta morgun. Jeg man ekki hvort jeg var liræddur þegar jeg flaut rit, ekki man jeg heldur hvort mjer var kalt á lieimleiðinni; en jeg man, að jeg var vakinn snemma til að fara aftur í sandinn, og að það var norðan rok og kuldi, en dauður sjór. \'ið gátum látið pokana upp í skipið, en skrínurnar voru settar í vaðdrátt. Svo var siglt t.il Eýja og ekki lögð út ár á leiðinni. Sjór sk\ettist inikið inn í skipið, ög það mátti segja að alt sem inn kom frysi. Þegar til Eyja kom var mjög vont að láta nær, taka ofan sögl og möstUr, því alt var ísað. oeg man vel að við lentum á Tanganúm — verslunín lijet Tangi — vestaú við bryggjuna. Svo Var borið af skipinu suðúr fyrir eystra pakkhúsið, beint á inóti búðar- dyrunum. Meðan verið var að láta nær og setja skipið Upp ,var mjer sagt að vera yfir farangrinum. Jeg er viss um, að injer hefir verið kalt, og jeg er líka alveg viss um, að jeg hefi ekki tekið mig sjómannlega út; jeg var held- ur ekki nema 14 ára gamall, og mjög smár vexti. En eitt man jeg þarna mjög vel. Drengur mikið minni en jeg koin til mín út úr búðinni. og gaf mjer hálfa skon- roksköku. Svona gjöf þætti ekki stór núna, og hún var það máske ekki, en það sem var á bak við gjöfina, var stórt. Þessi gjöf er í huga mínum ein af þeiin allra stærstu gjöfum, sem nokkur inað- ur gefur, eða hefir gefið; gjöfin var gefin af kærleika eða með- aumkvun, með þeirn sem bágt átti. Þessi gjöf var ekki gefin til þess að fá lof í blöðum eða kross hjá landinu, hún var gefin af því að barnslijartað var gott; drengurinn sem gaf er Gísli Lár- usson vinur minn í Stakkagerði í Vestmannaeyjuin. -Teg átti að liggja við í Sjólyst, það hús átti Guðm. Diðriksson, mikill formaður á skipi sem hjet Haffrúin. Umsjónarmaður minn ]>ar var fyrverandi vinnumaður hjá föður- bróður mínum. Hann hjet Eiríkur og lá hann líka við í Sjólyst; við vorum látnir vera þar upp á lofti. Það var mjög ljelegur staður, þar fraus alt sem frosið gat, ostur, smjör og smálki, og rúmin svo bú- in að ein fjöl var reist á rönd á gólfið, og myndeði þannig fletið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.