Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1931, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1931, Page 8
160 LESBÖK MOROTTNBLAÐSrNS liópsýning „Hrmanns* 17. maí. Á sunnudaginn var hafði glímu- fjelagið Ármann hópsýningu leik- fimisflokka sinna suður á Iþrótta- velli. Voru flokkamir fimm alls og í þeim um 170 manns alls. Var það fríður hópur og fagur vottur um það hver lífsþróttur er í þessu íþróttafjelagi. Og sýningar flokk- anna báru einnig glögt vitni um það hver áhugi og dugnaður ríkir hjá fjelaginu og íþróttakennurum þess. Fyrst sýndi kvenflokkur, 70 —80 stúlkur og tókst prýðilega. — Því næst sýndi telpnaflokkur. Svo komu um 50 piltar, síðan drengja- flokkur ,og að lokum úrvalsflokk- ur karla, sem mestan orðstír gat sjer á Þingvöllum á Alþingishá- tíðinni. Hjer birtast nokkrar myndir frá sýningunum, og tala þær íþrótta- starfsemi fjelagsins meira lof en mörg orð fá gert. Efst er mynd af öllum íþróttaflokkunum og kennurum þeirra. Næst er mynd af flokkunum er þeir ganga fylktu liði inn á íþróttavöllinn undir fána fjelagsins. Til hliðar við þá mynd sjest einn fimleikamaður úr úrvalsflokknum. Þá kemur næst mynd af sýningu úrvalsflokksins og neðst er mynd af annari æfingu hans. Þar á milli er mynd af sýn- ingu telpna flokksins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.