Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1931, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1931, Blaðsíða 4
156 LESBÖK MOBGUNBLAÐSIlfB Saga úr sjómannalífi. Eftir Árna Óla. »Kœna þar hundin við b yggjuna lá«. jeg andans manni innlífaðri orðið. Hitti jeg sjaldan, þótt heiman stykki, sanngöfugri sálu“. Steingrímur var meSalmaður á hæö, þreklegur og vel vaxinn, dökk hærður og dökkbrýnn, hárprúður til dauSadags og hærðist seint. — Fríður í andliti með örum og mikl- um svipbrigöum, og haföi sjerlega sk?er og fögur augu. „Þegar hann hjelt ræður í samkvæmum, var bann andríkur með afbrigðum og einhver látlaus tign yfir allri fram- komunni“, segir sjera Haraldur heitinn Níelsson í ritgerö um Stein- grím, „og í raun og veru var hann altaf „aristokrat“, þótt hann væri yfirlætislaus* ‘. ' - Ljóöin eru sú grein bókment- anna, sem ná'ð hefir hjer mestri íullkomnun á síðari öldum. — ís- lcnska þjóðin hefir lengi veriö ljóö- elsk, og ætti ekki að týna þeim eig- inleika, þótt ný ment og menning ríði hjer í garð. Við lestur og söng ljóða sinna hefir hún hafið hugann yfir þrautir hinna myrku alda, og í frelsisbaráttu sinni hefir hún hlustað hugfangin á örvandi orð skálda sinna, þar á meðal ekki síst þess mannsins, sem við minnumst í dag. Lengi lifi minnig þjóðskáldsins Steingríms Thorsteinssonar! Lítill landnámsmaður. — Það eru ekki margir land- nemar í Kanada, sem stórblöðin hafa svo mikið við að flytja af mynd og langa grein á fyrstu síðu, segir í „Dominion Skandinav“, en þenna heiður hlaut Karl Johan Solberg frá Bergen, er hann kom ti) Winnipeg 11. mars. Hann er aðeins 7 ára gamall og fór einn síns liðs vestur yfir haf. Faðir hans, Nils Solberg, kom til Kana- da 1929 og .tók sjer ábúðarland í Saskatchevan. Konu og barn skildi hann eftir heima í Noregi og áttu þau að koma á eftir honum, þegar hann hefði búið í haginn fyrir þau. En svo dó konan og drengurinn kom því einn síns liðs. — Karl litli hafði sjeð ýmislegt markvert á ferðalagi sínu ,og hann var svo sem ekki neitt hrifinn af Winni- peg. Nei, þá var það dálítið annað að sjá New York, sagði hann. Á mánudagskvöldið var, varð mjer gengið niður að höfn. Veðr- ið var dásamlegt, blæjalogn, og sólin var að nálgast jökulinn. Á slíkum kvöldum getur hvergi feg- urri útsýn en hjer í Reykjavík, norður og vestur yfir flóann, faðmaðan hinum fegursta fjalla- hring sem til er. Fellin í Mos- fellssveit standa á ljósum silki- kjólum. Esjan er eins og hún er vön að vera, fögur og dálítið til- gerðarleg, eins og ung mey, því að hún hefir sveipað sig þúsund- litum möttli, ofnum úr ljósrofinu; efnið í þann möttul spinnur hún sjálf daglega, og því er hann aldrei eins frá degi til dags, held- ur margbreytist og margfegrast í augum þeirra, sem þykir vænt um Esjuna. Svo kemur Akrafjallið, alvarlegt og þykkjuþungt, og að baki þess Hafnarfjall og stingur í stúf við alt annað, því að það er alt dimmblátt eins og nýhert stál. Norðar koma Mýrafjöllin í hyll- ingum; þau eru eins og dansandi álfameyjar í ljósbálum kjólum, og oft er það alveg eins og að dans- inn sje stiginn til heiðurs við hinn volduga og mikla Snæfellsás, sem ber fannhvítan hærukollinn hátt yfir alt og hefir sólina á höfði fyrir kórónu. V • I Ef þú hefir sumarkvöld verið í Vík þá veit jeg hvað hugur þinn fann: þjer sýndist hún fögur, þjer sýndist hún rík er sólin við jökulinn rann. (Þ. E.) í Á hafnarbakkanum rakst jeg á skáldið Theódór Friðriksson. — Hann stóð þar sem heillaður og horfði á vjelbát, sem um nokkurra daga skeið hafði þá legið við stein- bryggjuna til viðgerðar. Það var báturinn „Erik EA 16“. Jeg spurði hvers vegna honum væri svo starsýnt á bátinn og þá sagði hann mjer eftirfarandi sögu: — Jeg þekki þennan bát. Jeg hefi verið á horium. Það var árið 1901 —; nú eru 30 ár síðan og þegar jeg sá bátinn rifjuðust upp fyrir mjer gamlar endurminningar. „Erik“ var nýkominn til lands- ins frá skipasmíðastöð í Danmörku, og var sendur á hákarlaveiðar um sumarið. Svo var það í júnímánuði að við vorum um 40 sjómílur norð- ur af Langanesi. Höfðnm við þá fengið 150 tunnur af hákarlalifur, þrátt fyrir vond veður og úfinn sjó. Skipstjóri var Guðmundur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.