Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1929, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1929, Blaðsíða 8
384 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sent loftskeyti, enda þótt þeir væri í kafi. Tóku Frakkar upp aðferð þá 1917, og síðan aðrar þjóðir. Hefir hann hlotið margar viðurkenningar fyrir rannsóknar- störf sín, bæði í Frakklandi og Ameríku. Smælkí. Upptökin að hinni hedmsfrægu skáldsögu: „Leyndardómar París- arborgar“, voru þau, að hið þekta blað „Le T(mps" í París pantaði neðanmálssö'gei hjá rithöfundinum Eugéne Sue. Hann skrifaði sög- una jafnóðum og blaðið þurfti hennar með. En svo bar við þegar rithöfundurinn var komirin í einn áhrifamesta kafla sögunnar, að hann var handtekinn og dæmdur í 15 daga fangelsi fyrir y.firsjón sem honum hafði orðið á í hernum, — hann var lífvarðarliðsmaður. — Petta var 1840, en Soult marskálk- ur, sem þá var hniginn á efri ald- ur, varð að dæma hann, þótt hann Eugéne' Sue. væri einn af hinum áköfustu að- dáendum lians og lesendum sög- unnar. Sue varð nú að hætta við söguna um stund. Útgefendur ,Le Temps' voru örvitiglaðir, lesendurnir æfareiðir, og Soult marskálkur, sem ekki þoldi við fyrir ákafa í að fá framhaldið af sögunni, sendi pappír, blek og penna í fangelsið til Sue, og skipaði honum að halda áfram að skrifa um þrekvirki sögu hetjunnar Ohouíineurs, en Sue hristi bara höfuðið, hann skrifaði ekki Knu fyr en hann væri frjáls! Soult bauð honum náðun, en Sue svaraði nei. Þá sendi Soult fjóra menn inn í fangelsisklefann og tóku þeir Sue með valdi og ráku hann út. Næsta dag flutti blaðið frásagnir af nýjum afre'ksverkum Chourineurs. — Sagan kom út, en sumir hlógu að Soult, en hann svar aði rólega: „Jeg er orðinn svo gamall að jeg bjóst við að deyja, án þess að fá að vita hvernig færi fvrir Chourineur“. á samviskunni, kona góð? Konan: Útbrot, herra læknir. Árið 629 gróðursetti Jonei keis- ari í Japan trje', sem hann helgaði gyðjunni Wakmasahima í tilefni áf krýningu sinni. Þetta trje Stend- 'ur enn í dag og er því 1300 ára ígamalt. Stofn þess er um 12 metr- ar að ummáti en hæðin á trjenu er Um 80 metrar. Það stendur í borg- inni Karasaki og er þess oft minst í sögu keisaraættariímar, og skáld- in hafa kepst við að yrkja lof um það. Konuefnið hafði falið mannin- um að sjá um húsgögn í heimili þeirra. Hvernig henni varð við þegar hún köm á heimilið í fyrsta sinn. — Það er nú í þriðja skifti í dag að mjer hef-ir ve'rið boðin at- vinna. Ef jeg hefði nú ekki verið jafn staðfastur og jeg er .... Læknir: Jeg var að binda um hægri höndina á konunni þinni, og setti hana í fatla. Þú verður að sjá um það að hún reyni ekki neitt á hana, svona mánaðartima. Húsbóndinn: Geturðu ekki sett vinstri hendina á henni í fatla tíka. Hún: Þjer skrifið náttúrlega til þess að verða frægur. Montinn ungur rithöfundur: 0- jæja — jeg verð líka að sjá um það að hafa einhve*rjar góðar bækur að lesa þegar jeg er orð- inn gamall. — Mjer er sagt, að þú hafir sagt, hjerna um daginn, að hanu Jónas sje asni. Er þetta sati? — Já, það er hverju orði sann- ara — en jeg Iiefi ekki sagt það. Unnusti: Ekkért í heiminum jafnast á við fyrstu ástina! Er það ekki satt, Gerða 1 Hún: Jú, en þó þykir mjer samt fjarska vænt um þig. íufoldarpr«nUmlVJ& h.f.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.