Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1929, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1929, Blaðsíða 7
-LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 383 hlotið bókmentaverðlaunin að þessu sinni er mjer hvorttveggja í senn, gleði og — þó meiri — undrun. Það varpar dálitlum skugga á gleði mína, að landi minn Arno Holtz skvldi deyja svo snögglega — en hann stóð nær því að fá verð launin en jeg- — — Jeg hefi að vísu orðið var við það síðustu ár- in að rit mín hafa verið höfð í há- vegum en hitt kom mjer á óvart, að frá Norðurlöndum fengi jeg slíka viðurkenningu — og je'g hlýt .að spyrja sjálfan mig: Voru ekki sumir verðugri en jeg eða a. m. k. eins verðugir? Ættborg min, Liibeck þar sem jeg ólst upp, hefir orðið fyrir miklum áhrifum frá Norðurlönd- um, danskya áhrifa gætti þar mjög bðkmentaiega og menoingarlega sjeð. Jeg á norrænum bókmentum mikið að þakka. 1 æsku var mjer H. C. Andersen einkar kær, og jeg hefi altaf haft hina sömu aðdáun fyrir honum, þó að árin hafi færst yfir mig. Þégar jeg var að skrifa bók mín „Pie' Budder brooks“ las jeg liæstum eingöngu norrænar bók- mentir. Sænskar bókmentir hefi jeg lesið mikið, t. d. Strindberg, Lagerlöf, Heidenstam og Hall- stiöm, að ógleymduth þeim norsku. Knut Hamsun er að mínum dómi eitt alLra mesta skáld sem nú er uppi- v' ] í seytján ár hefir enginn þýskur rithÖfundur fengið Nóbelsverð- laun, ekki síðan Gerhardt Haupt- mann hlaut þau árið 1912, en það að Þjóðverji hefir nú aftur hlotið slíka viðurkenningu er sönnun fyrir því, að erlendis eru þýskar bókmentir taldar fuþkomlega á borð við það besta, sem aðrar þjóð ir hafa að bjóða.----------- Jeg hefi vottað verðlaunanefnd- inni þakkir mínar og ánægju fyr- ir að veita mjer þá sæmd, sem kemur mjer ekki einum við, held- ur allri ættjörð minni. Jeg hefi til- kvnt að jeg ætla að koma til Stokkhólms í desember og taka á móti verðlaununum sjálfnr". Um #L . nskra blaða um as Mann. Dagens Nýheter: Bókmenta- verðlaunin að þessu sinni gátu naumast fallið á annan verðugri en Thomas Mann. Hann hefir lengi staðið nærri þeim. Það mætti kannske segja að hann fái þau of seint — a. m. k. seinna en búast hefði mátt við. Stockholms Tidningen: Fregn- inni um það, að Thomas Mann hef- ir hlotið Nóbelsverðlamiin, verður áreiðanlega vel fagnað. í hópi hinna núlifandi þýsku rithöfunda hlýtur hann ásamt Gerhardt Haupt mann að fagna rnestum vinsæld- um. Svenska Dagbladet: Bókmenta- verðlaun Nóbels hafa að þessu sinni fallið í skaut skáldi, sem er á hátindi Evrópufrægðar. Að því er snertir sálræna-þekkingu, skarp skygni og djúpsæi er enginn sá til meðal skálda nútímans, sem stend- ur honum ofar, og naumast nokk- ui er stendur honum jafnfætis. H. von Euler. prófessor í Stokkhólmi fe'kk helin- ing efnafræðisverðlaunanna 1929. Prófessor Euler er þýskur, fæddur í Augsburg 1873. Stundaði hann nám í Berlín, Wurzburg og Gött- ingen og tók doktorsnafnbót í Ber- lín 1892. Síðan 1899 hefir hann ver ið kennari og prófessor við háskól- ann i Stokkhólmi. En vegna þess að hann var þýskur borgari, var hann kallaður í herinn í stríðinu. Var hann flugmaður í he/rnum og fekk járnkrossinn fyrir góða fram- göngu. Euler hefir ritað margar vísindalegar ritgerðir í tímarit, og af bókum hans má nefna „Væxtke- mien“ og „Allgemeine Chemie d. Enzyme“. Hann hefir og, ásamt P. Lindner gefið út vísindalegt rit um súrdeig og ger og jöstrun áfengis. Owen Williams Richardson prófessor í London fekk eðlisfræð- is verðlaunin fyrir 1928. Hann er fæddur í Dewsbury í Englandi 1879, stundaði nám í Batley Grammar School og Trinity Col- lege og Cambridge. Var um nokk- ur ár vestanhafs, prófessor i eðlis- fræði við Princeton háskóla. Frá 19l4—1924 var hann prófessor í eðlisfræði við King’s Collége í London og síðan 1926 hefir hann verið forseti Physical Society. — Verðlaunin fekk liann fyrir rann- sóknir sínar á rafeindum, en á þeim byggist notkun rafmagns við útvarp og þráðlaust samtal um óravegu. I)uc de Broglie í París hefir hlotið eðlisfræðisverð- laun 1929 fyrir ýmsar rannsóknir sínar, sjerstaklega viðvíkjandi X-geislum. — Broglie'var áðursjó- liðsforingi um 16 ára bil, en síðan hefir hann helgað alt starf sitt rannsóknum um eðlisfræði. Með- an á stríðinu stófj, fann hann upp aðferð til þess að kafbátar gpæti

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.