Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1927, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1927, Blaðsíða 4
228 LESBÓK MORGHJNBLAÐSENS Mynd þessi er tekin í París, rjett eftir að þeir Byrd og fjelagar hans komust þangað. Lengst til vinstri er Byrd sjálfur, þar nœst No- ville og þar nœst Bert Acosta. H ann liefir ritað í blöðin frásögn um ferðalag þeirra yfir Atlanshaf og birti Morbunglaðið fyrir skemstu kafla úr þeirri frásögn. fostu að: „Rauðmaginn besti rjett- urinn ,heitir.“ Hinsvegar varar Hallgrímur við nýrri keilu, „fáum er spáný keilan þekk“, segir hann einhverstaðar í kvæði (ekki þó í Passíusálmunum). En til allrar lukku huggar Bjarni lesarann með því, að úldin keila sje besti matur og segir það vera gamlan og góðan sið á Suðurlandi „að ýlda hana á haustin fram á vetur i fjóshita.“ Aftur mun margan hrylla við að leggja sjer blágómuna til munns, því Bjarni segir að hún sje talin „ó«‘t, enda lausholda og kvapmikil og auk þess óviðfeldin á bragðið“. En það er úr svo mörgu að moða, að óþarfi er að seilast eftir blá- gómu, vogmeri, fuðriskil, mar- limitum og þess konar. Og þar að auki höfum vjer frá fornu fari lært að matreiða fiskæti vort á svo marga lund, með því að herða, salta, reykja, ýlda, kasa, sjóða, steikja og stappa fiskinn. Enda liefir ekki veitt af slíkri tilbrejdni við suma fiska. Höf. segir t. d. að á heimilum þar sem. mikil er lax- veiði hafi vinnufólkið áskilið sjer fyrrum við ráðningu, að fá ekki lax oftar en í hæsta lagi tvisvar á viku. 1 stuttu máli getum vjer Islend- ingar sagt: Blessaður veri fisk- urinn okkar, sem haldið hefir líf- inu í forfeðrum vorum, ekki síst sem harðfiskur. Oldum saman var hann okkar daglegt brauð; „ís- lenskt brauð“ kölluðu útlendingar hann. Því allir átu harðfisk, í öll mál. í Eyrbyggju er sagt frá skreiðarhlaða á Fróðá, svo háuin, að stiga þurfti til að ná niður skreið. Enskir matfræðingar fullyrða, að ekkert efli gáfurnar eins og fiskur og kemur það heim við söguna af fomskál(jinu okkar honum Sig- hvati. Hann varð skáld af því að eta fiskinn, sem hann dró upp um ísinn á Apavatni. í fiski eru ein- mitt efnin sem heilinn þarfnast mest. Engin furða þó íslendingar sjeu einhver allra mesta gáfna- þjóðin heims; ,toppur mannkyns1! Það er íhugunarefni að senda út mestallan fiskinn til Suðurlanda og fá Spánarvín og gerhveiti í staðinp, IV. Það er margt sem bendir á, að frá því Hrafnaflóki uppgötvaði fiskisæld fjarða vorra („ok gáði eigi fyrir veiðum at fá heyanna' ‘) hafi ætíð síðan, árlega, ógrynni fiskjar heimsótt okkar land og búið við strendur þess, þó að landsmenn hafi stundum ár eftir ár ekki orðið lians varir. Því fyrr- um voru það kölluð fiskleysisár, ef fiskurinn ekki gerði svo vel, að rota sig uppi í flæðarmáli eða koma því næst upp að landstein- um. Fiskiveiðarnar voru frá alda- öðli stundaðar einungis í hjáverlc- um, á vorin helst, og fiskurinn þurfti að gefa sig vel til svo að mönnum þætti það borga sig. — Veiðarfæri voru ekki til nema sumstaðar við sjó og lengi afar- ófullkomin. Þó aflaðist stundum yfirgengilega. Sýnir best eitt lítið dæmi hve fiskmergðin gat verið mikil. Sjera Þorkell heitinn frá Reynivöllum segir frá formanni sínum í Vestmannaeyjum á fyrri öld, sem einn síns liðs fjekk á dag 1600 á skip af vænum þorski á haldfæri. (Sjá Tímarit 1883, bls. 208). Höf. heldur, að flestar göngur fiskjar upp að landinu sjeu annað hvort til að hrygna eða elta æti. eða sækja. Merkingar ýmsra fiski- tegunda hafa sýnt, að sömu fiskar eru vanir ár frá ári að heimsækja sömu gotstöðvar. Þeir dragast upp að landinu af föðurlandsást.5 — „Römm er sú taug.“ Þó ætla megi að nokkurir fiska vorra yfirgefi landið alveg, á vissum tímum árs, einkum á veturna, og leiti til djúps eða til annara landa, telur höf. ó- sennilegt að þorskurinn eða aðrir mestu nytsemdarfiskarnir fari nokkurntíma langt frá föðurtún- um og að þeir haldi stöðugt til á sævarpallinum (svo er oft nefnt grunnsævið umhverfis landið) eða þar nærri. Mjer dettur nú ekki í hug að deila um þetta, en á hinn bóginn á jeg bágt með að trúa, að jafngóður sundfiskur geti verið sá þorskur, að skreppa ekki við og við til annara landa. Enda hlýtur hann einhverntíma að hafa flutt sig búferlum hingað og þangað á víxl, þar sem hann á nú heim- kynni í öllum sjó á norðanverðu norðurhveli jarðar. En varla getur hann flúið landið í stórum stíl. — Vissulega hefir hann ekki gert þr.ð á síðustu 50 árum — því alger

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.