Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1927, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1927, Blaðsíða 3
LESBÓK MORQUNBLAÐSINS 227 Æfintýri úr heirai fiskanua. % V Eftir Steingrím Matthíasson lækni, I. Stórhuga hefir hann verið og forvitri gnðspjallamaðnr sá, sem í fyrndinni lagði Jahve í munn orö- in: „Drotnið yfir fiskum sjávarins og fuglum loftsins og yfir öllum dýrum sem hrærast á jörðinni" ! Þessi spádómsorð rifjuðust upp fyrir mjer, þegar jeg las liið merka rit: ,Fiskarnir‘ eftir Bjarna kenn- ara Sæmundsson, því þar segir frá mörgu, sem lijálpa kann til þess að við náum öllum fiskheimi á vald vort. Höf. hefir í rúm 30 ár, með fr^- bærri elju og dugnaði unnið að fiskirannsóknum hjer á landi, og þá jafnframt kynt isjer ítarlega reynsluþekkingu fiskimanna vorra og rannsóknir útlendra vísinda- manna á íslenskum jafnt og út- lendum fiskum. Ritið svnir í aðaldráttum árang- urinn af starfi hans og mun lengi halda minningu hans á lofti. Höf- undurinn hefir þar fyrir oss svift blæju frá sölum Ránar og sýnt oss niður í sævarins dimma djúp. En oldrur íslendingum er flestum þjóðum framar nauðsynlegt að kynnast ítarlega sjónum og þeim kynjaverkum, sem í honum búa. Fyrst er að þeklcja dýrin og kynnast liáttum þeirra. Síðan kem- ur hitt af sjálfu sjer, að gera þau sjer undirgefin. Það tekur að sjálf- sögðu langan tíma, því það hefir gengið seint, til þessa og dýrin eru mörg. En takmarkið á að vera, að öll dýr ,sem nokkurt gagn ei að (og eru þau ekki öll á einhvern hátt gagnleg?) verði smámsaman okkur mönnunum auðsveip og nyt- samleg líkt og hundurinn, köttur- inn, kindin, kýrin, hesturinn og fáein fleiri. Öll dýr eiga með öðrum orðum að verða að okkar alidýrum. Bjarni Sæmundsson hefir með bók sinni varðað fyrir okkur fyrsta vegarspottann á þeirri löngu leið, *) Alþýðufyrirlestur haldinn á Akurevri 16. jan. 1027, sem lagt skal út á til þess að vjer leggjum undir oss ríki fiskanna og drottnum yfir þeim. IT. Það er langt síðan jeg hefi Jesið bók, sem jeg hefi orðið jafnlmg- fanginn af, sem af bók Bjarna. — Þess vegna leyfi jeg mjer hjermeð að ]iakka honum kærlega fyrir lesturinn, og jeg get ekki á mjer setið að minnast hjer á ýmislegþ sem jeg hefi af bókinni lært, bæði til að rifja upp fyrir sjálfum mjei og til að vekja löngun annara til að lesa bókina. Það er sagt, að Páll Ólafsson skáld hafi eitt sinn komið af sjó með lítinn afla, og er liann var spurður um veiðina liafi hann kast- að fram þessari stöku: „Það er ekki þorsk að fá í þessum, firði, þurru landi eru þeir á og einskis virði.“ Mjer datt þessi vísa í hug, þegar jeg las Fiskabókina. Mjer fanst efni hennar eiga svo mikið erindi til allra Islendinga, að þeir mættu gjarnan kallast sannir landþorsk- ar, sem ekki hefðu gaman af að blaða í henni.Því að vísu má sleppa morgu smávegis eins og t. d. lýs- ingunni á kýtling og kjaptagelgju, mjóra og móna, bramafisk og bryn- stirtlu, sæveslu og sædýfli, maui:- ung og marbendli o. s. frv. ITm okkar helstu fiska þurfa hinsvegar allir góðiiJ íslendingar eitthvað að vita, því undir þeim eigum vjer okkar sjálfstæði og framtíð, og alla tilveru. En vel má vera að við seinna lærum að hagnýta okk- ur marga þá fiska sem við álítum einskis virði. Eitt af því eftirtektaverðasta í’ bókinni fanst mjer það hve fáar tegundir fiska lifa hjá okkur í allri okkar fiskimergð. Af 12000 fiskitegundunum, sem þektar eru og nafnskráðar eru í heiminum (þar af 0000 í sjó og 3000 \ vötn- um), eru aðeins 130 íslenskar. Ilinsvegar getum við hrósað því liappi, að hjer er mergðin af ;'im- um tegundum alveg gríðarleg eins og t. d. af þorsk og síld. Eru þessar tegundir í þann veginn að útrýma öllum öðrum fislcum? Og gerir þá nokkuð til þó við veiðum þær ennþá duglegar en áðnr? — Þnrfttm við nökkuð að skæla þó þeim fækki, ef einhverjir aðriv góðir fiskar komast í þeirra sæti? Það væri hinsvegar slæmur griklc- ur ef marhnútar kæmust til valda. Hjer er spursmál sem er efni í margar blaðagreinar, og álíka erf- itt að leysa eins og spursmálið nm innflutning snæhjerans frá Græn- landi. — III. Það var meðfram af matarást, sem jeg fjekk mætnr á bókinr.i. Þegar jeg las um þorskinn, rifj- aðist upp fyrir mjer þegar jeg ungur lærði að rífa þorskhausv eftir rjetum reglum og lærði rjetti- lega að meta kýrfisk og bógfisk, kinnfisk og kerlingarsvuntu, þessa • gómsætu bita hvern öðrum betri, og kyntist þar að auki lúsabarðþ manndrápsbeini o. m. fl. Ennfrem- ur mintist jeg hve við börnin í Odda hlökkuðum til nýmetisins á vorin þegar soðningin kom frá Rkúmstöðum, og Tirogn og lifur og kútmagar og kvarnir og ýsubein. Ó, sú auðlegð af guðs góðu gjöf- um!|Og þegar við svo með bestu lvst hámuðum í okkur hrognin, kendi faðir minn okktir vísnna, sem Sveinbj. Egilsson orkti forð- um nm Rigríði litln dóttnr sína: „Ógn af ýsu-hrognum, etið Sigga getur; hvít er hún orðin af áti, og devr ef fær meira.“ „Aumingja Sigga“, sögðum við og urðum hálfsmeik. — — Bjarni ber á borð allar okkar 130 fiskategundir og bendir okkur á hverjir fiskar sjeu ætir og hverj- ir óætir. Það spillir ekki til að ltann kann að vitna í engan minni ntann en sjálfan Hallgr. Pjetursson Sumir höfðu frá fornu fari hald- ið því fram, að skatan væri besti fiskur í sjó, en þá kemur Hall- grímur til sögunnar og slær því

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.