Tíminn - 03.04.1966, Qupperneq 3

Tíminn - 03.04.1966, Qupperneq 3
STTNNT7DAGTTR 3. aprfl 1966 TÍMINN 15 BRIDGESTONE HJÓLBA RÐAR Hlð glæsilega verksmlðjuhúsnæði í Kópavognum. FyrirhugaS er, ef 'ramlelðsluaukning verður, að reisa aðra byggingu, en fyrir henni er lóðarleyfi. Tímamynd HZ KLÆÐAGERÐIN ULTIMA 25 ARA Síaukin sala BRIDGESTONE sannar gæðin HZTReykjavík, Fyrir skömmu bauð ^ Kristj'án Friðriksson, forstjóri Últíma h.f. blaðamönnum að skoða fyrirtækið Últíma h.f. í tilefni 25 ára af- mælis fyrirtækisins. Fyrst var skoðuð vefnaðarverksmiðjan á Ný- býlaveg 2 í Kópavogi, þar sem garni er breytt í áklæði og giugga- tjöld, em það er 'helzta framleiðsla vefnaðardeildarinnar um þess- ar mundir. Er lokið var að skoða þessa verksmiðju, sem er allstór með miklum vélakosti, var haldið niður í Kjörgarð á Laugaveg 59, þar sem verzlun, fataverksmiðja og klæðskerar Últímu h.f. er til húsa. Var þar einnig gengið um húsakynnin, sem eru snotur og vistleg. Alls munu um 45 manns vinna á snærum Últímu, bæði að Laugaveg 59 og í Kópavognum. Aðspurður kvaðst Kristján vera bjartsýnn á framtíð iðnaðar á ís- landi, en eins og málum væri nú háttað væri illmögulegt að tefla fram vörum á heimsmarkaðinn. Gengi íslenzku krónunnar yrði að vera rétt til þess að sú söluaf- staða íslands yrði eðlileg og sam- keppnisfær á heimsmarkaðnum. Kristján_ skýrði fréttamönnum frá sögu Últíma h.f. og starfsemi hennar. Klæðagerðin Últíma var stofn- uð í marz 1941. Stofnendur fyrir- tækisins voru: Kristján Friðriks- son, Sæmundur Friðriksson, Am heiður Jónsdóttir, Bjarni Ingimars son, og Gunnhildur Guðjónsdóttir. Frá upphafi var tilgangurinn með stofnun fyrirtækisins að leitast við að framleiða karlmannafatnað á lægra verði en hér hafði tíðkast, með þvi að beita nýjum vinnuað- ferðum, koma á hinum svonefnda hringsaum, sem í er fólgin ákveð- in verkaskipting og skipulagning í starfi. Þessi tilhögun komst þó ekki fyllilega á hjá okkur fyrr en nokkr um árum eftir að starfsemin hófst (og um svipað leyti var þetta fyr- irkomulag tekið upp í fleiri fyr- irtækjum hérlendis). Ég tel að vel hafi tekizt að ná þeim tilgangi að lækka verð þessarar vörutegund- ar, því að nú mun þurfa andvirði þrisvar sinnum færri vinnustunda til kaupa á einum vönduðum karl- mannafatnaði, heldur en þurfti áð ur en þessi starfsemi hófst hér á landi. Aðal9tarfsemi fyrirtækis- ins hefur lengst af verið að fram- leiða karlmannaföt á lager, en einnig hefur ætið verið saumað eftir máli. Sá þáttur framleiðsl- unnar hefur farið vaxandi á seinni árum, og höfum við því lagt vax- andi áherzlu á að hafa mikið úr- val af fataefnum fyrir viðskipta- vinina, og góða klæðskera. Til dæmis hefur fyrirtækið nú þrjá færa klæðskera, sem viðskiptavin ir geta valið á milli og fengið saumuð föt í hvaða sniði sem er, það eru þeir Þórhallur Friðfinns- 9on, Colin Porter og Erling Að- alsteinsson, en tveir hinir síðar- nefndu, sem báðir eru ungir og efnilegir menn, hafa nú gerst með eigendur í fyrirtækinu. Fyrirtæ-k ið hefur átt því láni að fagna að vera heppið með starfsfólk, enda hafa margir starfsmenn unnið lengi hjá því, t.d. hefur verkstjór- inn á saumastofunni, frk. Gunn- hildur Guðjónsdóttir, klæðskeri, unnið óslitið síðan fyrirtækið var stofnað. Einnig hefur Arnfríður Guðjónsdóttir, sem hefur umsjón með afgreiðslunni, starfað sam- fleytt í 16 ár. Um 1950 var vefnaðardeild Úl- tímu stofnuð. á þeim árum var oft erfitt að fá gjaldeyri til fata- efnakaupa, og meðfram var hug- myndin að spara gjaldeyri með þvi að kaupa garnið og vefa dúk- ana hér, en þessari ákvörðun réði einnig almennur áhugi fyrir að byggja upp iðnað. Var til þessa stofnað af vanefnum í fyrstu, bæði hvað snerti lán og gjaldeyri til véla- og efniskaupa. Lengi var vefnaðardeildin á hrakhólum með húsnæði, því hvorki var hægt að fá lán né leyfi til byggingar, og allra sízt lóð undir húsnæði, og starfsemin var illa séð í leiguhús- næði, vegna hávaða frá vefstól- unum, og jafnvel talið að bar- smíð þeirra hafi skekið sundur hús in, þannig að skaðabótakröfur vofðu yfir. Málið leystist að síð- ustu fyrir aðstoð Framkvæmda- bankans og frú Huldu Stefánsdótt- ur, sem þá var bæjarstjóri Kópa- vogs, lét okkur hafa lóð. Þetta varð til þess að við gátum ráðist í að kaupa fullkomnar fágunarvél- ar, þ.e. þær vélar, sem fága dúk- ana eftir að þeir koma úr vef- stólunum, en til þess þarf (eins og þið hafið séð) sjö vélar, og sannleikurinn er sá, að vefnaðar- framleiðslan var stundum ekki í nógu góðu lagi hjá okkur áður en við fengum þessar vélar, og má vera að þetta atriði hafi orðið til að spilla fyrir framleiðslu okkar á tímabili, en þetta er sem sagt fyrir löngu komið í gott horf, og getum við nú framleitt fyrsta flokks dúka af fjölmörgum tegund um. í byrjun framleiddum við tals- vert af karlmannafataefnum, og heppnaðist sú framleiðsja að mörgu leyti vel, við framleiddum sterk og góð efni, sem bezt má sjá af því, að enn kemur fyrir að viðskiptamenn koma og Ó9ka sérstaklega eftir fötum úr efni, sem við höfum framleitt. Fyrir nokkru höfum við þó hætt fataefnaframleiðslunni, og eru ástæðurnar einkum tvær, önnur er sú, að óhentugt var að framleiða minna en 240-50 metra af sams- konar efni, en það reyndist vera helzt til mikið af sama efni fyrir þann litla markað, sem við höfum hér. En hin ástæðan, er sú, að við höfum nú náð mjög góð- um árangri í því að framleiða áklæði og gluggatjöld, aðalega úr íslenzkri ull. Með því að beita þeim fágunaraðferðum, sem við nú höfum ráð á, getum við fram- leitt 1. flokks vörur í þessum greinum úr íslenzku ullinni. ÁMæðið er sérstaklega gott, bæði vegna þess, hvað sterkt það er, og vegna þess, hvað það tekur vel sliti, þ.e. það er alltaf eins og nýtt allan tímann, sem það á annað borð endist. Það hrindir sérstak- lega vel frá sér Óhreinindum. Um gluggatjöldin er það að segja sér- staklega, að við teljum að þau hangi fagurlegar en flest önnur efni og er það meðfram því að þakka, á hvem hátt við fágum þag, en þó öllu frekar sakir þess hvað íslenzka ullin er fjaðurmögn uð, og er það hennar sérkenni fram yfir flestar aðrar tegundir ullar. Þessi framleiðsla fyrirtækisins, áklæði og gluggatjöld, á nú vax- andi vinsældum að fagna. veitir aukið öryggi i akstri. BRIDGESTONE ávallt fyrirliggjandi. GÓÐ ÞJÓNUSTA — Verzlun og viðgerðir. Gúmmíbarðinn h.f., Brautarholtí 8. simi 17-9-84. Björn Sveinbjörnsson, hæstaréttarlögmaður. Lögfræðiskrifstofa, Sölvhólsgötu 4. Sambandshúsinu 3. hæð Símar 12343 og 23338. JÓN FINNSSON, hrl. Lögfræðiskrifstofa, Sölvhólsgötu 4, (Sambandshúsinu 3.h). Símar 23338 og 12343. ÞORSTEINN JÚLfUSSON héraðsdómslögmaður, Laugavegi 22 (tnng Klapnarst.) Stmi 14045 KRISTINN EINARSSON, héraðsdómslögmaður. Hverfisgötu 50 (gengið inn frá Vatnsstlg) Viðtalstimi 4—6.30 ! sími 10-2-60. Þessi mynd sýnir eina af konunum í handfágunardeild vefnaðarverksmiSjunnar á Nýbýlaveg 2 I Kópa- vogí. Tlmamynd HZ Hreingern- ingar Hreingerningar með nýtízku vélum. Fljótleg og vönduð vinna. HREINGERNINGAR SF., Sími 15166, eftir kl. 7 e.h. 32630.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.