Vísbending


Vísbending - 07.12.2001, Blaðsíða 3

Vísbending - 07.12.2001, Blaðsíða 3
ISBENDING Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (seinni grein) Ólafur ísleifsson hagfræðingur / fyrri grein höfundar í Vtsbendingu í síðustu viku voru rakin tildrög að stofnun Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins og stiklað á stóru um sögu hans. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur verið einn helsti vettvangur heimsins á sviði efnahagsmála, ekki síst á sviði gengis- og peningamála. Til hans var stofnað af framsýni með hagsæld og frið fyrir augum í þeirri fullvissu að þjóðunum farnist best með samráði sín í milli um stefnu í efnahags- málum. Sjóðurinn hefur verið merkisberi markaðsbúskapar og frjálsra viðskipta og hefur stuðlað að framförum í efna- hagsmálum í öllum heimshlutum. Verkefni sjóðsins Greina má kjarnann í starfi sjóðsins í þrennt. Fyrst er reglusetning um gengis- og gjaldeyrismál eins og þau eru ákveðin í stofnskrá sjóðsins. Næst er ráðgjöf í efnahagsmálum. Saman mynda þessir tveir þætlir eftirlitshlut- verk sjóðsins sem hann rækir með reglulegum viðræðum við stjórnvöld aðildarríkja. Ber þar hæst gengismál, ríkisfjármál og peningamál auk skipu- lagsþátta í hagkerfinu. Tilgangurinn er að hjálpa löndurn að leiðrétta stefnuna í efnahagsmálum hafi hún gengið úr lagi. Loks gegnir sjóðurinn því hlutverki að lána aðildarríkjum tímabundið meðan þau vinna bug á vanda í ytri stöðu þjóð- arbúsins. Til að tryggja árangur gerir sjóðurinn kröfur urn aðgerðir í efnahags- málum, oftast á þeim sviðum sent að ofan er getið. Kröfur sæta stöðugri endurskoðun enda mynda markviss skilyrði fyrir lánveitingum hornstein í fjármálastarfi sjóðsins. Ábyrgð sjóðsins við lánveitingar eykst fyrir þá sök að lán hans er oftlega forsenda fyrir lánum af hálfu annarra lánveitenda. Undanfarin ár hefur borið hátt ntarg- víslegar aðgerðir til að gera sjóðnum kleift að takast á við ný viðfangsefni í heimsbúskapnum. Nokkrir þættir mynda hina nýju fjárhagslegu skipan. Þeir eru aukið gagnsæi, aðgerðir til að tryggja stöðugleika fjármálakerfis og afstýra fjármálakreppu, varfærnisleg skref að frjálsum fjármagnshreyfingum og aukið samstarf við einkageirann í einstökum löndum. Sjóðurinn hefur beitt sér fyrir gerð leiðbeinandi reglna um framkvæmd ríkisfjármála og peninga- mála. Hann fjallar nú á opinn og hrein- skilinn hátt um stefnu sína og störf og * Lántökur Islands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum TrPyrsta lán íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum var tekið árið 1960 í tengslum við viðreisnaraðgerðirnar. 1 Síðan hefur ísland þrisvar tekið lán vegna halla á viðskiptum við útlönd: 1967-68 vegna brests í útflutn- ingstekjum, 1974-76 vegna hœkkunar olíuverðs og 1982 vegna útflutningsbrests. Síðasta afborgunin af lánum hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum var innt af hendi 1987 og frá þeim tíma hefur ísland verið skuldlaust við sjóðinn. hvetur aðildarríki til að gera slíkt hið sama. Sýnir þetta gjörbreytingu á afstöðu sjóðsins til birtingar upplýsinga eins og glöggt sést af útgáfuritum sjóðs- ins og heimasíðu hans.1 Á seinni árum hefur sjóðurinn í auknum mæli beint sjónum sínum að fjármálamörkuðum og eftirliti með virkni þeirra, gagnsæi og áhættu. Ennfremur má geta urn sérstakt átak sjóðsins í samvinnu við Alþjóða- bankann við að létta skuldum af örbjarga aðildarríkjum. Stjórnskipulag Æðsta vald í málefnum sjóðsins er falið svonefndu sjóðsráði (e. Board of Governors) skipuðu einum full- trúa frá hverju landi, yfirleitt fjármála- ráðherra eða seðlabankastjóra. Sjóðsráð kemur að jafnaði saman árlega en felur framkvæmdastjórn (e. Executive Board) vald sitt í flestum málurn. Framkvæmda- stjóm er skipuð 24 fulltrúum sem ýmist eru skipaðir eða kjörnir af aðildarríkjum sjóðsins sem eru 183 að tölu.2 Frarn- kvæmdastjórnin fjallar um efnahagsmál í einstökum löndurn og heimsbúskap- inn. Framkvæmdastjórnin tekur ákvarð- anir urn mál sem snerta hið alþjóðlega fjármálakerfi og lánveilingar til einstakra aðildaníkja Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Á vettvangi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins starfar fjárhagsnefnd (e. International Monetary and Financial Committee, IMFC) skipuð 24 fulltrúum. Þeireru yfir- leitt fjármálaráðherrar eða í sambærilegri stöðu og eru fulltrúar sömu kjördæma og framkvæmdastjórnarmenn. Fjár- hagsnefnd kernur saman tvisvar á ári. Hún er ráðgefandi fyrir sjóðsráð og vett- vangur fyrir stefnumótun. Framkvæmdastjórn Alþjóðagjald- eyrissjóðsins hefur aðsetur í höfuð- stöðvum sjóðsins í Washington DC og kemur saman nokkrum sinnum í viku hverri. Það einkennir málsmeðferð í fram- kvæmdastjórn að þar eru menn að jafn- aði ekki bornir atkvæðum heldur leitað eftir samkomulagi. Má þessi háttur heita aðal framkvæmdastjórnarinnar og á vafalítið snaran þátt í virkni hennar og vægi á vettvangi sjóðsins. Umræður í framkvæmdastjórn eru reistar á ítar- legum skýrslum og greinargerðum sem unnar eru af starfsliði sjóðsins. Hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum starfa um þrjú þúsund ntanns sem búayfir víðtækri þekkingu og reynslu á sviði efnahags- og fjármála. Sjóðurinn og ísland Bretton Woods-ráðstefnuna sóttu fulltrúar45 þjóðaen stofnríki sjóðs- ins voru 29 að tölu.3 Þeina á nteðal er Island sem gerðistaðili að Alþjóðagjald- eyrissjóðnum og systurstofnun hans Alþjóðabankanum.4 Norðurlönd og Eystrasaltsríki mynda saman kjördæmi í sjóðnum. Norðurlönd hafa starfað saman á vett- vangi sjóðsins frá 1952 og skiptast á að tilnefna framkvæmdastjórnarmann. Þarf hann að hljóta samþykki annarra landa íkjördæminu. Eystrasaltsríkin gengu inn í kjördæmi Norðurlanda snemma á tíunda áratugnum. Samstarf innan kjör- dæmisins er lýðræðislegt og reist á jöfn- um rétti. I kjördæminu erhaft samráð um stefnu í helstu málum á vettvangi sjóðs- ins. Island tekur við samræmingu sjónar- miða innan kjördæmisins í fyrsta sinn í byrjun árs 2002 og verður það starf unnið á alþjóðasviði Seðlabankans. Eins og önnur lönd nýtur ísland góðs af starfi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem ntiðar að greiðum heimsviðskiptum og traustu alþjóðlegu fjármálakerfi. I þessu sambandi eiga smærri ríki með mikil utan- ríkisviðskipti sérstakra hagsmuna að gæta. Islendingar njóta ráðgjafar í efna- hagsmálum með árlegum heimsóknum sendinefnda sjóðsins. Islendingar hafa nokkrum sinnum fengið lán úr sjóðnum og hann er aðildarríkjum fjárhagslegur bakhjarl ef í harðbakkann slær. Virk þátttaka íkjördæmi Norðurlanda og Eystrasaltsríkja tryggir Islendingum aðild að stjórn sjóðsins og færi á að hafa þar áhrif. Þessi lönd leggja áherslu á gildi samráðs og samstarfs um efna- hagsmál í heiminum. Á vettvangi sjóðs- ins halda þau fram lýðræði, mannvirð- ingu og markaðsbúskap sem forsendu hagsældar og velferðar. Þessi gildi rnunu ótvírætt hafa mikla þýðingu í starfi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á komandi tímum. 1. Vefslóð Alþjóða&jaldeyrissjóðsins er www.imf.org. 2. Atkvæðavægi aðildarríkja í framkvæmdastjórn Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins ræðst af kvóta þeirra. Bandaríkin hafa stærsta kvótann, 17,16% af heild, Japan 6,16%, Þýskaland 6,02%, Brctland 4,97%, Frakkland 4,97%. Hvert þcssara ríkja hefur einn fulltrúa í framkvæmdastjóm sjóðsins. Norðurlönd og Eystrasaltsríki ráða til samans yfir 3,52% af hcildarkvóta sjóðsins. Kvóti íslands er 117,6 milljónir SDR (Framhald á síðu 4) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.