Vísbending


Vísbending - 07.12.2001, Blaðsíða 1

Vísbending - 07.12.2001, Blaðsíða 1
V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 7. desember 2001 48. tölublað 19. árgangur Viðskiptahallinn dregst saman Þjóðhagsstofnun hefur nýverið end- urskoðað þjóðhagsáætlun sína frá því í haust. Helstu breytingar eru þær að nú er gert ráð fyrir meiri hagvexti á þessu ári en ætlað var, 2,2% í stað 1,9%, en meiri samdrætti á næsta ári, 1,0% í stað 0,3%. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að viðskiptahallinn er að dragast saman en hann var í lok árs 2000 orðinn ískyggilega hár sem varð að lokum til þess að gengi krónunnar féll. Viðskiptahallinn Viðskiptahallinn var í 37,1 milljarði króna eftir fyrstu níu mánuði þessa árs, samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Seðlabankans. A sama tíma á síðasta ári var viðskiptahallinn 43,8 milljarðar en þar með hefur hann lækkað um 15 milljarða á einu ári. Samkvæmt endur- skoðaðri þjóðhagsspá þá er áætlað að viðskiptahallinn verði um 49 milljarðar á þessu ári eða 6,6% af vergri landsfram- leiðslu. A næsta ári standa vonir til þess að viðskiptahallinn eigi enn eftir að drag- ast saman og verði 38,4 milljarðar í lok árs. Það myndi með öðrum orðum þýða að viðskiptahallinn væri innan við 5% af landsframleiðslu og hefur því sem hlutfall af VLF helmingast frá árinu 2000 þegar hann var um 10%. Astæðan fyrir minnkandi viðskipta- halla er að gengið hefur haldið áfram að lækka á þessu ári sem hefur styrkt stöðu útflutnings og dregið úr innflutningi. Innflutningur Samkvæmt greiðslujöfnuði Seðla- bankans fyrir fyrstu níu mánuði ársins þá hefur innflutningur vöru og þjónustu dregist saman urn 3,4%, reikn- að áföstu gengi, frá sama tíma árið 2000. Og samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Islands þá hefur vöruinnflutningur dregist saman um 7%, m.v. fast gengi, fyrstu tíu mánuði ársins í samanburði við síðastaár, úr 184,3 milljörðumí 171,8 milljarða. Til samanburðar þá var sam- dráttur vöruinnflutnings um 6% á fyrstu níu mánuðum ársins sem sýnir að sam- drátturinn í vöruinnflutningi miðað við sama tíma fyrir ári fer vaxandi. Þjóðhags- stofnun spáir því að samdrátturinn á árinu verði um 8,6%. Samdrátturinn er í nær öllum liðum innflutnings fyrstu tíu mánuðina, þó ekki í mat- og hrávörum en það er talsverð aukning í innflutningi á unnum og óunnum mat- og drykkjar- vörum til heimilisnota. Samdrátturinn er hins vegar mest áberandi hvað varðar flutningatæki, 24,9%, og aðrar fjárfest- ingavörur, 11,2%, allt á föstu gengi. Utflutningur Asama tíma og innflutningur hefur dregist saman hefur útflutningur aukist. Samkvæmt greiðslujöfnuði Seðlabankans jókst útflutningur vöru og þjónustu um 7,3% á fyrstu níu mán- uðum ársins á föstu gengi í samanburði við sama tíma í fyrra. Og samkvæmt tölum frá Hagstofunni þá hefur vöru- Mynd 1. Breyting á VLF frá 1992 til 2000, spá 2001 og 2002 Mynd 2. Viðskiptajöfnuður frá 1992 til 2000, spá 2001 og 2002 útflutningur fyrstu tíu mánuði ársins aukist um 7,1%. Virðist því að hlut- fallsleg aukning ætli ekki að verða meiri en það. Þetta kemur líka fram í endur- skoðaðri þjóðhagsáætlun en þar segir að horfur í vöruútflutningi hafi versnað rnikið frá því sem ætlað var í haustspánni og er þá sérstaklega horft á útflutning sjávarafurða. Þjóðhagsstofnun gerir einungis ráð fyrir 2,8% aukningu vöru- útflutnings þegar horft er á árið í heild.1 Aðalástæðan er sú að gert er ráð fyrir að útflutningur sjávarafurða dragist saman um 2,5% en bæði útflutningur á áli (7%) og kísiljárni (10%) eykst á milli ára. Skuldaaukning Viðskiptajöfnuður samanstendur af vöruskiptajöfnuði, þjónustujöfn- uði og þáttatekjum en þáttatekjur grein- ast í laun, vexti og arð af fjárfestingum. Samkvæmt greiðslujöfnuði Seðlabank- ans fyrir fyrstu níu mánuði ársins er halli af þáttatekjum og hreinum rekstrar- framlögum um 24 mil lj arðar sem er mikil aukning frá árinu á undan. Það er vegna þess að vaxtagreiðslur erlendis hafa aukist enda versnaði hrein skuldastaða þjóðarinnar við útlönd um 160 milljarða frá því í fyrra og voru erlendar skuldir umfram eignir erlendis 606 milljarðar í lok september eða 118,6% af vergri landsframleiðslu miðað við áætlaða landsframleiðslu ársins 2001. Vont en það venst Þeir Súkkat-félagar sungu eitt sinn um hve ástandið væri vont en það rnyndi venjast og jafnvel versna. Efna- hagsástandið á enn eftir að versna nokkuð áður en það getur batnað á ný. Minni viðskiptahalli leikur eitt af aðal- hlutverkunum í þeirri framtíðarmynd sem gefur von um að það birti nokkuð yfirefnahagsástandinu í byrjun árs 2003. Það er þó háð því að það takist að koma böndum á verðbólgudrauginn en það er önnur saga. Þjóðin má illa við að fara að venja sig við þann skrattakoll. 1. Þetta stóra stökk miðað við tölur Hagstofunnar fyrir fyrstu tíu mánuði ársins er að mestu leyti fólgið í því að sjávarútvegurinn hefur verið að ganga á birgðir sem ekki eru fyrir hendi lengur: 1 Þjóðhagsstofnun spáir 1 % samdrætti á næsta ári en viðskiptahallinn er að dragast mikið saman. 2 Óvissan hefur oft leikið margt gott fyrirtækið grátt þegar þau hafa mistúlkað hana eða vanlúlkað. 1 Ólafurísleifsson fjallarum hlutverk Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins í seinni grein sinni um sjóðinn. 4 Jack Welch, t'yrrverandi forstjóri GE, gaf út bók á haustmánuðum sem gefur stjómendum heilræði. Heimild: Þjóðhagsstofnun. 1 Heimild: Þjóðhagsstofnun.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.