Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Page 192

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Page 192
192 BENEDIKT S. BENEDIKT2 StúdentagarSar (Collegia) háskólans eiga ekkert, sem nafni tekur að nefna, nema Christ Church, en þar lentu flestar bækur þeirra félaga, Guðbrands Vigfússonar og F. York Powells. Er það mjög gott safn, bæði sem hjálpartæki fræðimanna og einnig sem safn sjaldgæfra, íslenzkra bóka. Þar eru mörg torfengin rit frá 17. öld, svo sem ágætt eintak af fyrstu útgáfu Passíusálmanna, og Paradísarlykill, Skálholti 1685. Loks má nefna safn það hið íslenzka, er sett var á stofn að undirlagi þeirra F. York Powells og Sir William Craigie í Taylorian Institute. Fóru þangað flestallar íslenzkar bækur hins góðkunna lærdómsmanns, W. P. Ker prófessors, og er það vænt safn fræði- bóka, en lítt annað. Þó má geta þess, að eitt pappírshandrit frá 18. öld, sem geymir nokkra íslendingaþætti og tröllasögur, eignaðist safnið af tilviljun árið 1901. Var það keypt af dr. Jóni Stefánssyni fyrir milligöngu F. York Powells. Við háskólann í Cambridge er auðugt safn íslenzkra bóka, og er það að þakka þrem mönnum sérstaklega, þeim Eiríki Magnússyni, Sir Herbert Thompson og dr. Ronald Popperwell. Eiríkur vann nær því fjóra áratugi sem undirbókavörður við háskólasafnið og tókst á þeim tíma að afla því margra fræðibóka og skáldrita frá 19. öld. Eru þar m. a. öll helztu tímarit þeirrar aldar, svo sem Ný félagsrit og Skírnir frá upphafi, auk úrvals íslenzkra bóka fram að 1910. En er Eiríkur fór frá safninu, dofnaði mjög áhugi for- stöðumanna þess, þó að vel væri hirt um það, sem þá var komið. Var því eigi að fullu metin sú hin mikla gjöf, er Sir Herbert Thompson gaf safninu árið 1927, fyrr en nú nýlega, að hún var athuguð af meiri gaumgæfni. Bættist þar framan við safn Eiríks, svo að háskólinn á nú sýnishorn íslenzkrar bókagerðar frá sextándu og fram á tuttug- ustu öld. Eru þar þrjár Guðbrandsbiblíur, ein Þorláksbiblía í sinnar tíðar liandi og tvær Steinsbiblíur slitnar, auk eintaka af öllum síðari útgáfum biblíunnar. Þá eru þar báðar Summaríurnar frá Núpufelli, að vísu skertar aftan og framan, og mýgrútur guðs- orðabóka frá Hólum og Skálholti, einnig hinar prentuðu Alþingisbækur því nær allar. Fágætt eintak er þar af Brevis Commentarius de Islandia með eiginhandaráritun Þórðar biskups Þorlákssonar. Hefir það komizt í eigu Finns Magnússonar prófessor, en hann gaf það Bright þeim, er kom til íslands með Sir George Mackenzie. Lenti bókin síðan úr höndum erfingja hans til hins fræga latínu-fræðimanns Sir Stephen Gaselee, en hann gaf háskólanum í Cambridge, og er hún nú komin í ágætan félagsskap. Að lokum er lítið en vaxandi safn nýrra, íslenzkra bókmennta, sem verið er að koma á stofn að undirlagi hins lærða íslandsvinar Dr. Ronald Popperwell. Utan háskólasafnins er aðeins eitt safn í Cambridge, sem hér skiptir máli, en það er safn King’s College. Þar eru ýms merk handrit, sem snerta bókmenntasögu síðari tíma, því að John Heath, sá er gaf fé til útgáfu þýðingar síra Jóns Þorlákssonar á Paradísar- missi Miltons, var þar kennari (fellow) í mörg ár og gaf þangað bækur sínar og skjöl. Þar fannst í sumar eintak af Anatome Blefkeniana Arngríms lærða, prentað á Hólum. sem nú er ein hin sjaldgæfasta íslenzkra bóka. Er eintakið óskemmt og í góðu bandi. Var það gefið þangað af Jacob Bryant, fyrrum kennara (d. 1804), en ókunnugt er, hvernig hann eignaðist það. Þó að gomlu háskólarnir eigi þannig á einum stað og öðrum merj^ íslenzk rit, eyu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.