Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Page 164

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Page 164
164 PETER HALLBERG þeim, sem hér hefur verið tilfærður, í talsvert öðru ljósi en í hinni prentuðu bók. Fram- koma hans við bóndann er ekki allskostar laus við þótta og óþolinmæði; en um leið hikar hann ekki við að trúa þessum alþýðumanni fyrir hjartfólgnustu og persónuleg- ustu málefnum sínum. Þetta verður enn ljósara í svari hans við bón gestsins: Eg er aðeins fátækur bókamaður, sem hef lagt minn síðasta eyri og allt mitt lánstraust og loks alla hamíngju rnína og alt líf mitt fram til að eignast íslenskar bækur og handrit fyrri manna til að geyma á einum stað til minníngar um fornfrægð lands vors. Og þetta mitt hús er það sem inniheldur fleiri dýrgripi íslenzkrar fortíðar en nokkurt annað hús. En hvers virði ert þú? Því kemur þú híngað inn í mitt kyrláta hús til að krefjast af mér meiri hluta en ég er maður um að veita — nú eftir að ég hef borgað með öllu sem ég átti það sem mér þó sýndist nokkurs virði. Hvað hefur þú til þíris ágætis? Ilversvegna ætti ég að gera nokkuð fyrir þig? Hversvegna ætti ég að ónáða minn konúng fyrir þig? Hver ert þú? Ekki neitt, sagði Jón Hreggviðsson. En ég hef lagt á mig lángt og leiðinlegt ferðalag. Ekki neitt, sagði Arnæus. Jú, það er einmitt það. Lángt og leiðinlegt ferðalag? Hvað kemur það mér við. Á ég að safna að mér fleiri hálfbjánum og uppígerslumönnum en ég hef. Hafðu sjálfur þennan hríng, og seldu hann til ágóða fyrir þig! Mér kemur hann ekkert við. Og farðu sjálfur á fund þíns og míns allra náðugasta arfaherra — og berðu fram munnlega fyrir hann þína súpplík, hann kann því vel að sjá þegna sína bera sig upp við hann sjálfa, ef þeir þykjast hafa orðið fyrir rángs- leitni, og leysir erindi þeirra með góðsemi, ef þar liggur grundvöllur til. En blanda þú mér ekkert inn í þessi mál. Mér kemur þú ekkert við — og það er eingu bjargað þótt ég bjargi þér. Það eina sem ég get áunnið með því að fara að vekja út af þér rekistefnu við hirðina, er það, að ég kemst í hæsta lagi í sömu fordæmíngu og þú sjálfur, og við verðum báðir heingdir! (185—87) En þetta er fjarri því alþýðlega viðmóti, þeim sjálfsagða virðuleika og þeirri óbrigð- anlegu stillingu, sem einkennir hina fullmótuðu persónu skáldsögunnar. Höfundurinn hefur sjálfur bent á svipaðan brest í frumuppkastinu að Eldi. Þar er Arnæus einu sinni látinn segja við Jón Grindvíking: „Peníngar Islandskaupmanna hafa sigrað, Jón minn. Hér sjáið þér dæmdan hórkarl, sem verður að þola opinbert spott og blame af vorri allra hæstu náð uppí opið geðið á aðlinum og hirðinni.“ (33—34) En við þetta samtal hefur Halldór skrifað: „Draga saman; láta Arnæus ekki breiða sig úl um mál sín, síst við Gr.“ (34). Hér er þá enn ágætt dæmi þess, að mikil mannlýsing verði seint fullunn- in. Þó að Arnas komi mikið við sögu í tveimur fyrstu bindunum og standi lesandanum þar lifandi fyrir hugskotssjónum, þá verður höfundurinn að hafa áfram vakandi auga á honum, svo að hann fari ekki út fyrir þau takmörk, sem honum hafa verið sett. En þegar í fyrsta uppkastinu að Klukkunni er athugasemd, sem lýsir hnittilega þeirri fram- komu Arnæusar, sem hefur vakað fyrir skáldinu: „Magnús Arnæus talar æfinlega í því samblandi hámentaðrar rólegrar íróníu, að það er ómögulegt að vita hug hans.“ (194) Sumir vilja e. t. v. halda því fram, að þeir Jón Hreggviðsson og Arnæus séu í Klukk- unni A eðlilegri eða a. m. k. venjulegri menn en nafnar þeirra í hinni prentuðu bók. Það er ekki ólíklegt, að maður í sporum Jóns hefði misst kjarkinn og farið að gráta, eða maður í sporum Arnæusar hefði sýnt svipaðan biturleika og snert af sjálfsaumkun. En skáldið hefur kosið að skerpa drætti þeirra að mun og hefja þá úr þröngum veru- leika í veldi listarinnar. Þeir eru orðnir alskapaðri og sérkennilegri, en um leið lesand- anum hugstæðari. Einnig þriðja aðalpersóna sögunnar hefur breytzt í sömu áttina og hinar tvær. Eg
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.