Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Side 149

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Side 149
ÍSLANDSKLUKKAN í SMÍÐUM 149 Árna Magnússonar, eru samt ekki eftir hann sjálfan heldur eftir séra Þorvald Stefáns- son; en í bréfi til Árna 5. september 1711 skrifar Þorvaldur m. a.: „Ég meina margir á landi voru (þeir séu allir fráteknir, sem ekki eiga það mál) vilji heldur á kálfskinni ganga en á kálfskinn gamalt letur lesa, og af því að fólk vort hefur verið svo barbariskt, hefur orsakast að minni hyggju, að þótt hjá einum og öðrum hafi kunnað að vera ærinn fróðleikur eftirtektarverður, hefur ei meir verið um hann hirt en það sem maður geingur á, og hefur því valdið (sem þér betur vitið en ég) vanvit vorra landsinanna, en guð náði bæði mig og þá.“ (7—8; Priv. 484—85) En það er ekki einungis lýsingin á Arnæusi, sem á þessum bréfum margt að þakka. Þegar Jón Hreggviðsson hittir Grindvíkinginn í fyrsta skipti og segist hafa verið tekinn til soldáts í „Lukkstað útí Holstinn", anzar hinn: „Já þeir eru vondir með að taka um- hlaupandi stráka“ (Klukkan 198). Þetta orðatiltæki er tekið upp í Minnisbók a úr bréfi Árna Magnússonar til Björns Þorleifssonar hiskups 25. maí 1701; en þar segir Árni um einn landa þeirra: „Kann þvílíkum herra margt á leiðinni til komið hafa. Eru oft í vegi officerar sem umhlaupandi stráka taka til soldáta, og er líklegt eitthvað þvílíkt fyrir hann komið hafi, ef ei dauður er.“ (18—19; Priv. 574) Húsafellspresturinn, hinn aldni risi, er ekki jafn hrifinn af Pontusrímum og Jón Hreggviðsson: „væri þeirra skáld betur komið í torfgrafir“ (Klukkan 136), segir klerk- ur við gest sinn, þegar Jón er búinn að kveða fyrir hann mansöngsstef. Sá dómur er i veruleikanum eftir háttsettan embættisbróður Húsafellsprestsins, Björn biskup Þorleifs- son; en biskupinn skrifar Árna Magnússyni í bréfi 24. júní 1708 (Árni hafði beðið hann um afskrift af tveimur Pontusrímum): „ei veit eg hvad Monfr. vill med soddan svyvirding, og være þad skálld betur komed i torfgrafer“ (Priv. 614). Seinni hluti þess- arar setningar er tekinn upp í Minnisbók a (20). Eina bréfið eftir konu Árna Magnússonar í útgáfu Kálunds, dagsett 4. apríl 1712, hefur einnig lagt sinn skerf til skáldsögunnar. Húsfrú Arnæusar gerir sig einu sinni svo lítilláta að taka vatnsbera og viðarhöggvara sinn Jón Hreggviðsson tali, og spyr hann m. a. að því, hvernig þeim íslenzku líði, „eftir að vor herra sendi þeim náðuga og vel- signaða pest“ (Eldur 137). En í Mi.nnisbók a má finna þessi orð úr bréfi frú Mettu til hennar „hiertte aller kiereste“ á Islandi: „der os den allerhöjeste gud haver hjemsögt os med en nádig og god peest“ (3; Priv. 296). Það sem hér hefur verið til tínt úr minnisbók skáldsins er sjálfsagt ekki allt, sem hann hefur grætt á bréfaviðskiptum Árna Magnússonar. Vafalaust mætti finna einstök orð og orðatiltæki til viðbótar við þau, sem hann hefur sjálfur bent á. En e. t. v. yrði ýtarleg rannsókn á því efni frekar ófrjó. Það eru ekki í fyrsta lagi einstök orð og orða- tiltæki heldur málblærinn allur, sem skáldið hefur fundið í þessum heimildum og lagað eftir kröfum listarinnar. En strax í upphafi minnisbókarinnar befur hann skrifað hjá sér ýmsa formála úr bréfunum, eins og til að leita að hinum rétta tón, að stíl þessarar aldar: „Nú er að svara yðar stórdygðaríks bréfs ávarpi“; „Hér til legst þénustuskyldug heilsan mín . . . Verandi altíð yðar reiðubúinn skyldugur þénari Eggert Jónsson“; „innflý ég nú til yðar stórdygðasamrar íhlutunar“ (1; Priv. 228—29).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.