Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Page 146

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Page 146
146 PETER HALLBERG í níunda kafla D-handritsins hefur skáldið með blýanti skrifað nokkrar athugasemdir, sem eflaust eiga við upplestur hans úr sögunni á stúdentahátíðinni á Hótel Borg 1. des- ember 1944. T. d. stendur á spássíunni bls. 91 við nokkrar línur í lýsingu á Arnæusi: „Sleppa í upplestri“. Að lokum má geta þess, að Man D — eins og Klukkan D ■— ber þess skýr merki, að vera prenthandrit. Mér er ekki kunnugt um neina minnisbók að þriðja bindi verksins. Hinsvegar er með handritunum að Eldi einnig röð „lausra“ blaða, sem svarar að miklu leyti til minnis- bókanna að fyrri bindunum. Undir fyrirsögninni „Notata“ eru tölusett blöðin I—IX, en sem „Synopsis“ bls. 1—4. Auk þess finnast 24 ótölusett blöð og 2 auðir pöntunar- seðlar frá Landsbókasafni, en höfundurinn hefur skrifað á bakhlið þeirra. 011 „Notata“- og „Synopsis“-blöðin, eins og flest hin blöðin, eru skrifuð með bláu bleki. Það gæti bent til þess, að þau séu frá sama tíma og Eldur A, eða aðeins eldri, eins og eðlilegt væri. Nokkrar breytingar og undirstrikanir með fjólubláu bleki hljóta að vera dálítið seinna til orðnar. (Sbr. neðan um A.) Fyrsta uppkastið (A) að lokabindinu er tölusett bls. 1—274, upphaflega skipt í sextán kafla en síðar í átján, eins og í hinni prentuðu bók. Auk þess eru með handritinu 8 tölusett blöð — 1—3, 67—69, 225 og 229 —- sem fjalla um sama efni og tilsvarandi blaðsíður, en hafa verið skrifuð á ný. Bls. 1—180 eru skrifaðar með bláu bleki, en á bls. 181, þar sem Tíundi kap. hefst, tekur fjólublátt blek við og helzt fram að lokum. Margar breytingar á bls. 1—180 eru einnig með þessu fjólubláa bleki. Dagsetning er á bls. 1: „Byrjað 22. júní, Eyrarbakka“. Á síðustu blaðsíðunni, 274: „Uppkasti þessu lokið Reykjavík 22. okt 1945 (byrjað 21. júní, á Eyrarbakka)“. Hér hefur fyrst verið skrifað 22. júní, en því hefur verið breytt í 21., svo að lítilfjörlegt ósamræmi hefur orðið milli þessarar dagsetningar og þeirrar á bls. 1. Þá var liðið misseri frá útkomu miðbindisins og þangað til að skáldið fór að semja frumuppkast að þriðja bindinu. Við fyrirsögnina „1. kap.“ á bls. 1 í A er skrifað innan sviga: „annað uppkast“. En sú athugasemd hlýtur að eiga aðeins við þennan fyrsta kafla; af honum eru, sem fyrr var getið, til þrjár blaðsíður, sem hefur verið hafnað, og sýna þær talsvert frábrúgðna gerð kaflans. Annað handritið (B) að Eldi er 248 tölusett blöð. En blaðsíðurnar 1 og 20 vantar, þannig að blöðin eru í reyndinni ekki nema 246. Auk þess eru í þessu uppkasti 17 ,,laus“ blöð, 14 þeirra tölusett: 9, 10, 66, 68, 69, 99, 170a, 185, 190, 193, 194, 212, 216, 236 — fyrri gerðir af tilsvarandi blaðsíðum og köflum. Handrit B er í heild sinni skrifað með hinu fjólubláa bleki. Dagsetning er á síðustu blaðsiðunni, 248: „2. umferð lokið Gljúfrasteini 29. jan 1946 (Byrjað 22. júní 1945, á Eyrarbakka. Uppkasti lokið Rvík 22. okt 1945)“. Vélritunin af Eldi hefur farið fram með svipuðum hætti og við hin tvö bindin. En nú er varla lengur hægt að tala um C og D serrt tvö sérstök handrit. Af Eldi „C“ er nefni-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.