Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Side 141

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Side 141
ÍSLANDSKLUKKAN í SMÍÐUM 141 um önnur efni, sem hafa verið höfundinum hugstæð. Þar má finna drög að ýmsum greinum, sem hafa birzt eftir hann um þessar mundir. Þannig verður hægt að dagsetja Minnisbók a örugglega. A bls. 37 eru undir fyrirsögninni Neðanmálsgrein tvær setn- ingar, sem birtast síðan orðrétt — einmitt sem neðanmálsgrein — í greininni „Illa er komið íslending“ í Tímariti Máls og menningar, 1. hefti, maí 1942. Á bls. 41 er klausa úr uppkasti að greininni Landbúnaðarmál í sama tímariti, 2. hefti, október 1942. Á bls. 39 eru nokkrar athugasemdir í sambandi við grein á móti Jónasi Jónssyni, Blaðaskrij um einkamál, í Þjóðviljanum 11. nóvember 1942. Svo eru bls. 76—89 allskonar tölur frá Alþingiskosningunum sumarið 1942. En nákvæmust er dagsetningin á bls. 43: „Akureyri 11. júní geflogen“. Samanburður á þessari minnisbók og fyrsta uppkastinu (A) að Klukkunni leiðir í ljós, að höfundurinn hefur notað a um leið og hann samdi handrit sitt. Tölusetning kafla og glefsur þær úr sögunni, sem eru í a, koma nákvæmlega heim við uppkastið. Rétt á eftir fyrrnefndri dagsetningu á Akureyri er skrifað: „Þrettándi kapítuli, bls. 129“. En sami kafli í handritinu byrjar einmitt á bls. 129 — m. a. s. á allt annarri pappírstegund en kaflarnir á undan. Það er eðlilegt, að slík breyting skyldi hafa átt sér stað í sambandi við ferðalag höfundarins. Neðst á síðustu blaðsíðu minnisbókarinnar stendur: „1. bd. Kristsbóndinn 2. bd. Hið ljósa man.“ Skáldið hefur þá enn ekki kosið fyrsta bindinu endanlegt nafn. Það er engin furða, að Jón Hreggviðsson skuli hafa komið til greina við skírn þeirrar bókar: ,,Kristsbóndinn“ er söguhetja upphafsbindisins með líkum hætti og Snæfríður er sögu- hetja miðbindisins og Arnas söguhetja lokabindisins. Að örlög hins ljósa mans eigi að verða uppistaða næsta bindis, er höfundinum ljóst þegar í a: „Byrja annan hluta verks- ins á sögu um Snæfríði“ (112). En hlutverkum þeirra Jóns og Snæfríðar er lýst hnitti- lega á sama stað: „Segja sögu Snæfríðar að öðrum þræði við sögu Jóns Hreggviðs- sonar eins og sópran við djúpan bassa.“ Minnisbók b er í svartri vaxdúkskápu. Brotið er stærra en í a, blaðsíðan 142x222 mm, með 23 línum. í bókinni eru alls 70 blöð, og eru þau af höfundinum tölusett bls. 1—140. Þessi minnisbók hefst á fyrirsögninni: „Halldór Kiljan Laxness Um Jón Hreggviðs- son“. Á bls. 1—16 fylgja ýmsir útdrættir úr heimildum viðvíkjandi máli Jóns. Það er ekki óhugsandi, að þessi kafli sé elztur af öllu því efni, sem finnst í minnisbókunum þrem. Skriftin virðist vera frá öðrum tíma en annarsstaðar í b, blekið með dekkra en um leið daufara lit, stundum greinilega bliknað. Á bls. 1 er Jón nefndur Nikulásson, en annars aldrei í drögum þeim að Islandsklukkunni., sem ég hef séð. Það bendir til þess, að Halldór hafi einu sinni hugsað sér að láta söguhetju sína vera Nikulásson. Framan við fyrirsögnina á bls. 1 hefur seinna verið skrifað orðið „Memos“ með öðru, blárra bleki. En höfundurinn vísar annarsstaðar til b einmitt undir því heiti. t. d. í Minnisbók c: „Sjá nótu um Árferði í memos (stórri nótisbók) bls. 68“ (18); en sú nóta finnst þar á sínum stað. Eða í fyrsta uppkastinu (A) að Mani, á undan Sextánda kapítula: ..Sjá svarta nótisbók, ,memos‘ bls. 9“ (254).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.