Þjóðviljinn - 20.09.1979, Síða 7

Þjóðviljinn - 20.09.1979, Síða 7
Fimmtudagur 20. september 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Getur ekki verið að menntun gegni einhverju hlutverki i pólitisku starfi sem aðrir eigi erfitt með að ganga inn í? Gunnar 'sson Um menntamenn í verkalýðsflokki 1 mörg ár hefur Morgunblaöiö klifaö á þvi aö varanlegur og djúpstæöur ágreiningur sé i Al- þýöubandalaginu milli verka- lýösarms og menntamanna- arms (eöa menntamannakliku). Ég hef aldrei haft trú á aö þessi söngur ætti viö mikiö aö styöj- ast, hef alltaf litiö á hann sem tilraun til aö vekja gagnkvæma tortryggni milli verkafólks og menntamanna i Alþýöubanda- laginu og búa þannig til ágrein- ing. Aö vlsu verö ég aö játa litla þekkingu á innra starfi banda- lagsins, en ég hef ekki oröiö var viö annaö en verkamenn og há- skólamenn hafi aö jafnaöi unniö ágætlega saman þar. bótt stöku rödd hafi heyrst nöldra yfir of- urfjölda menntamanna á full- 'trúafundum hefur þaö aldrei Ihlotiö neinar undirtektir svo aö <ég viti. Ekki get ég rifjaö upp ifyrir mér nokkra atkvæöa- Igreiöslu þar sem sennilegt er aö )Fólk hafi skipst eindregiö eftir imenntunarm örkum. En nú i sumar hefur annaö komiö I ljós, hvort sem þaö stafar af þvi aö Morgunblaö- iÖ hafi haft rétt fyrir sér eft- ir allt saman eöa af þvi aö þvl hafi nú fyrst oröiö nokk- uö ágengt meö rógi sinum. Guömundur J. Guömundsson varaþingmaöur Alþýöubanda- lagsins, formaöur Verkamann- sambands tslands og annar aö- alhöfundur núverandi rikis- stjórnar, hefur boriö sig opin- berlega upp undan mennta- mannaliöinu i flokknum og meira aö segja höggviö tvisvar i þann sama knérunn. Ummæli Guömundar hafa veriö kynnt rækilega I blööum og vakiö mikla athygli, eins og eölilegt er þegar einn innsti koppur i kór varpar slikri sprengju. Ég ætla þvi aö spara mér aö rifja upp þaö sem hann sagöi. En ummæli hans gefa tilefni til nokkurra hugleiöinga um hlutverk menntamanna I flokki sem um- fram allt hefur sett sér aö vera baráttutæki verkafólks. Hvað er menntamaður? Nú er oröiö menntun býsna ó- ljóst aö merkingu, og þvi getur vel orkaö tvimælis hverja eigi aö kalla menntamenn. Stephan G. Stephansson velti menntun heilmikiö fyrir sér og hélt þvi einu sinni fram aö hún væri fólgin I þvi aö hafa „hvassan skilning, haga hönd, hjartaö sanna og góöa.” Ég minnist þess lika aö hafa einu sinni hlustaö á Guömund J. Guö- mundsson halda ræöu i sumar- ferö Alþýöubandalagsins i Reykjavik, þar sem hann sýndi trausta þekkingu á Islenskum fornsögum og ágæta leikni I aö beita henni. Slikt heföi einhvern tima þótt merki um allgóöa menntun á Islandi. En Guö- mundur á sýnilega viö menntun i hvorugum þessum skilningi. Ég þykist sjá aö hann kalli þaö fólk eitt, og liklega þaö fólk allt, menntamenn sem hefur gengiö i gegnum menntaskóla og liklega helst komið eitthvaö viö i há- skóla. Ég nota þvi orðið i þeirri merkingu hér honum til eftir- lætis, þó aö ég sé annars tregur til þess af þvi aö ég sé svolitiö eftir hugtakinu menntun i merkingu Stephans G. Hvaða gagn er að menntamönnum? Ég lenti I þvi nýlega aö út- lendur maöur spuröi mig hvern- ig ég héldi aö stæöi á þvi aö Þjóöviljinn heföi náö þvi aö veröa tiltölulega stórt og út- breitt blaö sem ber sig næstum þvi f járhagslega á sama tima og nánast öll verkalýösblöö Vest- urlanda hafa lognast út af eöa dregist stórlega aftur úr I sam- keppni viö borgaraleg blöö. betta á jafnt viö um blöö sóslal- demókrata og róttækari sóslal- ista, og þaö á jafnt viö hvort sem flokkarnir aö baki blöðun- um hafa haft mikið eða lítiö fylgi. Mér vaföist tunga um tönn aö svara þessu. En auðvitaö fór ég aö reyna aö tina fram skýr- ingar, og ég held eftir á að þaö hafi ekki veriö verulegt hald I nema einni þeirra, nefnilega þeirri aö Þjóöviljinn hefur löng- um notiö starfskrafta og stuön- ings mikils fjölda mennta- manna. Og þvi má liklega bæta við aö ekkert hafi brýnt þá eins til stuönings viö blaöiö siöustu 30-40 árin og barátta þess gegn hernaðaráhrifum Bandaríkja- manna á íslandi. Ég veit ekki hvort Sósialistaflokkur-Alþýðu- bandalag hefur aö jafnaöi átt fleiri menntamenn i kjósenda- hópi sinum en Alþýöuflokkur- inn. En sá er munurinn aö Al- þýöuflokksmönnum var nokk- urn veginn sama um blaö sitt og létu þaö drabbast niöur, en fylg- ismenn Sósíalistaflokks-Al- þýöubandalags hafa aldrei mátt til þess hugsa aö bjóöviljinn yröi undir. Auövitaö veit ég aö menntamenn hafa ekki verið hér einir aö verki, stéttvisir verkamenn og verkalýösleiö- togar hafa sjálfsagt gert enn meira. En ég held aö munurinn á stuöningsliöi Þjóöviljans og annarra verkalýösblaöa sé einkum sá aö hjá okkur hafa þeir aldrei þurft aö standa uppi einir. Ég er hér ekki sérstaklega aö hugsa um fjárstuöning, hann hefur auövitaö komiö úr öllum áttum (og þó hef ég t.d. grun um aö fjársöfnunin sem færöi Þjóöviljanum nýtt hús fyrir fá- um árum hafi veriö skipulögö af býsna skólagengnum manni). Ég hef frekar i huga aö blaöa- menn og ritstjórar, langflestir menntamenn, hafa lagt meiri alúö og hugkvæmni i vinnu sina viö Þjóöviljann en starfsbræöur þeirra annars staöar. Svo hefur jafnan veriö til hópur manna boðinn og búinn til að stinga niö- ur penna fyrir blaöiö þegar meö hefur þurft. Hvaö væri Þjóövilj- inn nú ef hann heföi aldrei notiö Einars Olgeirssonar, Halldórs Laxness eöa Magnúsar Kjart- anssonar, svo aö aöeins þrjú nöfn séu nefnd? Þetta á auövitaö ekki aöeins viö Þjóöviljann heldur hvers konar starf I þágu flokksins. Eftir aö ég fór aö stinga þar inn höfði fyrir rúmum áratug hefur maður ekki þverfótaö þar fyrir kennurum og öörum mennta- mönnum I alls konar vinnu, allt frá alvarlegri stefnumótun til skrifstofuhandverks. Oft hef ég undrast vinnugleöi þessa fólks, og ég er eftirvæntingarfullur aö vita hvort bandalaginu heldur áfram aö bætast slikur liðsauki eftir aö Guömundur J. hefur beöist svo eftirminnilega undan honum. Kannski er ég hér að snúa svolitiö út úr fyrir Guömundi. Kannski meinar hann aö menntamenn hafi verib nógu góöir hér áður fyrr, þaö sé rétt upp á slðkastið sem þeir hafi tekið aö gerast óþolandi leiöin- legir. Þaö var lika einu sinni sagt um Jónas Jónsson aö hann væri mikill vinur dauöra skálda en sérstakur fjandmaöur lifandi skálda. Þess háttar afstööu má lýsa meö einu oröi: ihaldsemi. Reynsla Framsóknar Kannski má lika finna dæmi sem bendir til þess aö þaö sé einhver þörf fyrir menntamenn i flokksstarfi, jafnvel þá menn sem eru innan við miðjan aldur á áttunda tug 20. aldar. Voriö 1974 losaöi Framsóknarflokk- urinn sig viö Mööruvallahreyf- inguna svonefndu sem einkum var skipuð háværum ungum menntamönnum. Liklega má segja aö þeir hafi veriö flæmdir burt af þvi aö Ólafi Jóhannes- syni og fleiri ráösettum flokks- foringjum þóttu þeir leiöinlegir. Um svipaö leyti var Timinn geröur að menntunarsnauöasta blaði landsins, fylltur af dul- búnum auglýsingum (svoköll- uöum fyrirtækjakynningum) og þýddum furðusögum I viku- blaöastíl. Þetta virtist engin á- hrif hafa I kosningunum 1974, flokkurinn hélt slnu og forystan hefur vist þóst hafa gert góöan leik aö sniöa af honum þennan óþægilega aukalim. Skellurinn kom ekki fyrr en I kosningunum 1978. Nú munu ýmsir segja aö áfall Framsóknarflokksins 1978 hafi stafaö af stjórnarsamstarfinu meö Sjálfstæöisflokknum. Auð- vitar er þaö rétt frá vissu sjón- armiöi, og þó er þaö ekki nema partur af skýringunni. Eftir hreinsunina 1974 lagöist flokk- urinn i pólitiskt mók, hann gekk mókandi inn i samvinnu viö i- haldið og reyndi nánast ekkert til aö sýna þar neina póiitiska sérstöðu eöa láta nokkuö sér- stakt af sér leiöa. Þannig missti hann allt aödráttarafl, liklega ekki sist meöal ungra kjósenda. Þessi dæmi sanna auövitaö ekkert, enda eru þau aöeins sett fram til umhugsunar þeim sem vilja velta þessum málum fyrir sér með opnum huga. Getur ekki veriö aö menntamenn gegni einhverju hlutverki i póli- tisku starfi sem aörir eigi erfitt meö aö ganga inn i? Ef spurt er hvers vegna i fjandanum aörir ættu aðeiga erfitt meö aö ganga inn i þaö er kannski leyfilegt aö varpa þvl fram aö fólk læri eftir allt saman eitthvaö i skólum sem mjög fáir læra annars staö- ar. Mér finnst aö minnsta kosti glannalegt aö útiloka þann möguleika meö öllu. Aðferð tilað skapa fordóma Sist ætla ég aö neita þvi aö til séu leiöinlegir menntamenn. Ég trúi lika vel aö til séu I þeim hópi einstaklingar sem hafa stór orö á fundum og nenna svo ekki aö leggja fram neina vinnu þegar meö þarf. En mér finnst svolltib óliklegt aö Guömundur J. Guö- mundsson hafi ekki oröið var viö þess háttar menn I Dags- brún lika. Þaö er hins vegar auövelt aö skapa fordóma gagn- vart hópi fólks, bæði hjá sjálfum sér og öörum, meö því að færa hvern neikvæðan eiginleika ein- staklings innan hans yfir á hóp- inn i heild en lita á sömu nei- kvæöu eiginleika annarra sem einstaklingseinkenni. Bresk blöb hafa til dæmis verið sökuö um aö ala á kynþáttafordómum meö fyrirsögnum eins og „Vest- urindiumaður nauögar stúlku” eöa „Fjórir Vesturindiumenn fremja rán”. Hins vegar segja þau ekki „Maður af enskum uppruna nauögar stúlku”. Ger- ist þaö er sagt „Stúlku nauög- að”. A sama hátt má t.d. koma þvi inn aö konur séu vondir bil- stjórar eöa aö unglingar I einu hverfi bæjarins fremji megnið af öilum innbrotum. Þannig má lika hlusta á hvern þrasgjarnan menntamann I ræöustól og hugsa: „Skelfing eru þessir menntamenn leiöinlegir.” Svo hlustar maöur á þrasgjarna menn meö minni skólagöngu aö baki og hugsar: „Skelfing er þessi maöur leiöinlegur.” Þetta mun vera pottþétt abferö til aö koma sér upp lifseigum fordóm- um á stuttum tima. Tækifæri til samstöðu Nú eru vafalaust I landinu fleiri menntamenn af alþýðuuppruna en nokkru sinni fyrr. Feður þessa fólks og mæöur hafa lagt á sig mikiö erfiði til aö koma þvi til mennta. Það erfiði fá þau vist sjaldnast endurgoldið sem einstaklingar. En þaö er ástæöa til aö vona að stétt þeirra geti notið nokkurs góös af, enda þori ég aö fullyrða aö aldrei hefur veriö jafnmikill áhugi á kjörum allrar alþýöu meöal mennta- fólks sem nú. Ég veit vel aö margs konar misskilningur veö- ur uppi, en áhuginn er hér fyrir öllu. Þvi er betra tækifæri nú en nokkru sinni áöur til aö skapa smátt og smátt eina samstæöa launþegahreyfingu, þvert yfir öll menntunarmörk. Þaö er mikil skammsýni, ef ekki annað verra, aö spilla fyrir þeirri þró- un meö þvi aö ala á fordómum. — 17.9.1979, Gott frumkvæði læknafélaganna: í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins Námskeiö um atvinnusjúk- dóma og ráöstefna um atvinnu- heilbrigöismál veröa haldin i kjölfar Læknaþings i næstu viku. Fræöslunefnd Læknaféiaga Is- lands og Reykjavikur gengst fyrir þessari ráöstefnu I samvinnu viö aðila vinnumarkaöarins og er vonast til aö sem flestir, sem á- huga hafa á atvinnuheiibrigöis- málum, sæki hana. Ráöstefna sem þessi hefur ekki áöur veriö haldin hér á landi. Hún verður 28. september I Domus Medica og veröur opin öllum sem þessi mál snerta. Læknaþingið sjálft veröur dag- ana 24. og 25. september I Domus Medica. Aður hafa veriö haldín Læknaþing annaö hvert ár, en þetta er I fyrsta skipti, sem öllum islenskum læknum heima og er- lendis hefur veriö boöiö aö senda efni til þingsins. Munu 19 islenskir læknar flytja 25 stutt erindi á þinginu, auk þess sem þar veröa pallborðsumræöur um ýmis læknisfræöileg efni. I framhaldi af Læknaþingi verður haldiö námskeiöiö um at- vinnusjúkdóma, dagana 26. og 27. sept. Slik fræöslunámskeiö hafa verið árlegur þáttur I fræöslu- starfsemi læknafélaganna. Aldinn brunavarnarmaðnr heiðraður Fyrir nokkru kaus Félag tækni- manna I brunamálum Erlend Halldórsson fyrrum yfirum- sjönarmann brunavarna i land- inu sinn fyrsta heiöursfélaga, en Erlendur er sá maöur núlifandi, sem markaö hefur stærst spor i auknum og betri brunavörnum i landinu að öllum öörum ólöstuð- um, segir I frétt félagsins. Hann hóf afskipti af bruna- málum á árinu 1931 er Emil Jóns- son, þá bæjarstjóri Haf iarfjarö- ar, fékk hann til að setja sam- an nýkeypta slökkvidælu, en Er- lendur er læröur vélsmiður. Hon- um voru siðan falin fleiri verkefni Framhald á 14. slöu Fræösluvikunni lýkur með ráö- stefnunni um atvinnuheilbrigðis- Framhald á 14. siöu Myndin er tekin i Slökkvistöö Hafnarfjaröar, þegar Guömundur Ilaraldsson, formaður Félags Tæknimanna I Brunamálum, afhenti Er- lendi heiöursskjal I tilefni kjörsins. Efna til ráðstefnu um atvinnuheflbrigðismál

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.