Dagur - 05.10.1923, Blaðsíða 4

Dagur - 05.10.1923, Blaðsíða 4
160 DAQUR 43. tbl. Guðbrandur ísberg cand. juris, Hafnarstræti 57 (Samkomuhúsið) Akureyri veitir lögfræðislegar leiðbeiningar og tekur að sér öll undirréttar-málflutningsstörf. Annast ennfremur innheimtu skulda og skuldalýsingar i dánar- og þrotabúum, gerir allskonar samninga; semur umsóknir um ieyfisbréf o. s. frv. Venjul. til viðtals alla virka daga kl. 10 — 12 f. h. og kl. 1 —3 e. h. Smásoluverð á fóbaki má ekki vera hærra en hér segir: VINDLAR: Óskabarnið. Með þessari fyrirsögn vil eg byrja þau fáu orð, sem mig langar tii að leggja til máianna um heilsuhæli á Norðurlandi. En því vii eg kalla heilsu- hælismál Norðlendinga >óskabarn< þeirra, að mér finst það mál eiga f- tök f hugum fleiri manna, en nokkurt annað mál, sem nú er á döflnni hér norðanlands. Eins og flestum er kunn- ugt, er óskabarn þetta borið og barn- fætt f herbúðum >Sambands norð- ienzkra kvenna<; Það eru þvf konurn- ar, sem, öðrum fremur, eiga að elska það og annast, og tii þeirra vii eg þvf sérstaklega beina orðum mfnum. í skaut læknastéttar landsins heflr faliið það göfuga hlutverk að vaka yfír heilbrigði þjóðarinnar og fremst f læknafyikingunni stendur landiæknirinn. Hann á að geta verið málsvari stétt- arinnar gagnvart þingi og stjórn, sem vitanlega fara mjög eftir tillögum hans, þegar um er að ræða fjárframlög til aukningar heilbrigði meðal þjóðarinn- ar. Það er þvf mikils um vert, að sá maður hafi glöggan skilning á öllum heilbrigðismálum og lfti hlutdrægnis- iaust á þarfir almennings hvar á landi sem er, Læknar allir, og þá ifklega ekki sfzt landlæknir, hugsa nú mjög alvar- lega um berklaveikina, sem og að lfkindum lætur, þar eð hún er að vaxa læknislistinni yfir höfuð. Öflugustu ráð- in gegn henni telja þeir góð og full- komin heilsuhæli. Landlækni er vel kunnugt, hversu heitt Norðlendingar þrá að fá bygt hjá sér slfkt heiisu- hæli. Þó hefir hann með athugunum sfnum komist að þeirri niðurstöðu, að þjóðin hafi ekki efni á að byggja það fyr en eftir 30 ár, jafnvel þó Norð- lendingar sjálfir leggi til Vs hlutá byggingarkostnaðar. En hann áætlar, að fullkomið hæli fyrir 40—50 ' sjúkl- inga, muni kosta 500 þúsund krónur. Læknirinn álftur samt, að eitthvað verði að gera strsx, fjöldi sjúklinga bfði nú þegar hælisvistar, og ekki megi ætlast til, að þeir geti beðið f þessi 30 ár. Það sem hann því ætl- ast til að gert verði strsx, er, að kom- ið verði upp tveimur ófullkomnum sjúkraskýlum, öðru á Austurlandi fyrir 20 sjúklinga og hinu við Akureyri, jafnstóru. Á Austurlandi virðist þessi hugmynd ekki eiga svo erfitt upp dráttar, þvf þar fæst á leigu franskur spftali, sem rúmar áðurnefnda sjúkl- ingatölu; þó vantar þar rafljós til lækningar. Við Akureyri yrði aftur á móti að byggja frá grunni. Nú vaka fyrir mér spurningar, sem eg vil biðja alia góða menn að at- huga vel með mér og svara sfðan, en þær eru þessar: Hvað kostar að byggja fýrnefnt sjúkraskýli við Akureyri, raflýsa spftal- ann á Austurlandi og borga leigu fyrir hann ? Verður það svo mikið ó- dýrara en 4/s hlutar af byggingar- kostnaði fullkomins heilsubælis, að tilvinnandi sé að hafna hælinu fyrir þessa hugmynd? Græða sjúklingarnir þeir, sem nú bfða, í raun og veru nokkuð á þessu? Aðgætandi er, að líkuruar til bata eru margfalt meiri á fullkomnu heilsu- hæli, þar sem sérfróður læknir starfar með óskiftum huga og kröftum. Ef þjóðin hefir efni á, að koma upp og starfrækja þessi tvö skýli, hefir hún þá ekki alveg eins efni á að reisa eitt fullkomið hæli, þegar Norð- lendingar sjálfir leggja til Vs kostn- aðar? Héraðslæknirinn á Ákureyri segir, að komist bæði þeBsi skýli á stofn, verði Sjúkrahús Akureyrar of stórt, þegar þaðan sé búið að taka alla berktaveika sjúklinga, en þá segir hann að leigja megi út viðbótarbygg- inguna til fbúðar. Væri þá ekki nær til bráðabirgða að hugsa aðeins um eitt sjúkraskýli, sem sé þetta á Austur- landi, en nota þá hina dýru viðbótar- byggingu við Sjúkrahús Akureyrar fyrir þá, sem ekki komast að á skýl- inu og róa svo að þvf öilum árum, að fá hið fyrirhugaða heilsuhæli sem allra fyrst á stofn. Hitt myndi tefja fyrir hælisbyggingunni um óíyrirsjáan- lega langan tfma. Nú finst mér, að við konur verðum að hefjast handa og sjá svo um, að mál þetta verði rætt á öllum þeim landsmálafundum hér norðan lands, sem haldnir kunna að verða fyrir næsta þing, þvi mjög mikii lfkindi eru til, að landlæknir leggi fyrir það tillögur þær, sem fyrir honum vaka. Þingmenn þurfa þá að hafa gert séi mjög Ijósa grein fyrir málinu, svo þeir séu ekki f neinum vafa um, hvaða afstöðu þeir taka til þess. Sjóður sá, sem safnast hefir til byggingar heilsu- hæli á Norðurlandi er nú orðin nær yo þúsundir króna og enginn efi er á þvf, að ef lagt yrði fram fé úr rfkis- sjóði á næstu árum til byggingarinnar, myndi sjóðurinn undir eins vsxa upp í 100 þúsund. Og þvf segi eg, að óhætt sé að gera ráð íyrir, að Norð- lendingar sjálfir leggi til Vs hluta af kostnaði. En á hinn bóginn getur þessum áðurnefnda sjóði aidrei orðið varið til neinnar ófulikominnar skýlis- byggingar, það er svo um hnútana búið f stefnuskrá hans. En aftur á móti væri sjálfsagt að leggja hann fram, þótt ekki yrði bygður nema helmingur hælisins fyrst um sinn og það sýnist mér einmitt vænlegt ráð á þessum fjárhagsvandiæðatfmum. En sem sagt, við konur eigum að halda þessu máli svo vel vakandi nú að enginn geti komist bjá að hugsa um það, og við eigum að fá sam- þyktar tillögur f þvf, svo þingmenn okkar hafi vilja almennings skriflegan þegar á þing kemur. Ennfremur eig- um við helzt að fá skriflegt álit á þessu máli frá hverjum einasta lækni á öllu Norður- og Austurlandi. Land- lækninum okkar hefir einu sinni snú- ist hugur f þessu hælismáli, og tel eg engan vafa á, að það hafi verið að þakka hinum mörgu og háværu röddum og sterka vilja Norðlendinga. Þannig mætti og enn fara, að land- læknir breytti núverandi áliti sfnu Norðlendingum f vil, og mundi enginn þeirra telja honum nema sóma að, er hann, að betur athuguðu máli, sæi, að Norðlendmgar hefðu enn sem fyr haft rétt fyrir sér. Kristbjörg Jónatansdóttir. Flora Danicka Nihil sine labore Fijraro Bonaparte Hafnia Casino K e n s I a. Undirrituð veitir tilsögn, í ensku og þýzku á komandi vetri. Veitir einnigtilsögn í allskonar hannyrðum. Guðbjörg Björnsdóttir Bjarman. Brekkugötu 3, miðhæð. 50, stk. kassi á kr. 21 85 50 — — - — 20.15 50 — — - — 17.25 50 — — - — 16 IO 50 — — - — 16 10 50 — — - — 13 80 Stúlku vantar í vetrarvist hálfan daginn. Árni Jóhannsson vísar á. Ritstjóri: Jónas Þorbergsson. NWwmwivvvvMMvAvnwwmvivvwmvwwMwmWAmvvvmwrvMWMvwMW^ Prentsmiðja Odds Björnssonar. Utan Reykjavfkur má verðið vera þvf hærra, sem nemur flutningskostnað frá Reykjavfk til sölustaðar, en þó ekki yfir 2 °/0. Landsverzlun. Kaupíö islenzkar vörurl Hreins Blautsápa, Hreins Stangasápa, Hreins Handsápur, Hreins Kerti Hreins Skósverta, Hreins Oólfáburður, Styðjið íslenzkan iðnað! Havnemöllen Kaupmannahöfij mælir með sínu alviðurkenda r ú g m é 1 i og h v e i t i. Mr Meiri vörugæði ófáanleg. S.Í.S. skiftir e ingö ngu við okkur. Seljum og mörgum öðrum íslenzkum verzluuum. Reykjavtk Sími 1325. Símskeyti Hreinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.