Dagur - 05.10.1923, Blaðsíða 2

Dagur - 05.10.1923, Blaðsíða 2
158 DAOUR 43. tbl. Ef þér viljið fá ódýran akstur — — — þá akið í — — — nar BIFREIÐ A-10. “Saj Mig er að hitta við Torfunefs- brúna eða í Síma 17. Snæbj. Þorleifssoi). Hann var því í kjöri 1919 af hendi samkepnismanna á Akureyri móti Magnúsi Kristjánssyni, en féll. Áður var hann og búinn að falla sem sjálfstæðismaður líka fyrir M. Kr. Síðastliöið ár sást, að Sigurði var ekki fjærri skapi að freista þriðju byltunnar fyrir Magnúsi. Pá hóf hann þegar undirbúning, til þess að tryggja sér fylgi kaupsýslumanna á Akureyri til framboðs og kosn- ingar. Pann undirbúning hóf hann með þvi að rita mjög broslegan pésa um tslenzka tegund af frelsi. Pésinn hét: Jslenzkt frelsi." Var hann átakanlegur hugsanagrautur, þar sem frelsishugtakið var sett i öll möguleg og ómöguleg sambönd. Var þar með talsverðri drýldní niðr- að viðleitni þjóðarinnar til nýrra vinnubragða i þjóðmálum. Látið var í veðri vaka, að þetta ætti að vera grundvöllur undir endurlausnarstarfi í íslenzkum stjórnmálum, sem með þessu væri hafið. Ekki hefir farið neitt orð af pésa þessum síðan hann kom út, enda var hann ekki sendur blöðunum til álits og umgetningar, þó þeirn sumum væri niðrað þar allmikið. Næsta afrek Sigurðar fyrir kaup mennina er, að hann semur og birtir í íslendingi stefnuskrá fyrir nýjan flokk, sem hann telur að nú eigi að myndast í landinu. Jafnframt kvisaðist, að hann væri að mynda visi til þessa flokks eða stjórnmála- félags á Akureyri, sem nefndist uVeröandi." Stefnuskráin var í mörg- um greinum. í höfuðatriðum var hún andstæð samvinnufiokknum. í nokkrum atriðum var hún samhljóða stefnuskrá allra flokka. f ýmsum at- riðum var tekið fram, að fiokkur- inn vildi koma tilgreindura máium í »betra horf.« Alt var þetta loöið og lítilsvert. íslendingur tók síðar þessa löngu stefnuskrá og stytti hana til mikilia muna og við það tók hún allmiklum framíörum, því þá ^kýrðist hún allmikið og varð ákveðin samkepnismannastefna. En þrátt fyrir alla þessa miklu viðieitni Sigurðar.aðfalla kaupmönn- unum í geð, fóru svo leikar að hann barst gersamlega fyrir borð, er til úrslita kom um ákvörðun framboös á Akureyri. Hann fékk aðeins fá atkvæði. Eftir þann regin ósigur lætur hann til leiðast, að reka er- indi kaupmannanna í Eyjafjarðar- sýslu. Dylur hann nú vandlega stefnu sína eða stefnuleysi undir flokkleysingjayfirbragði, en þykist eiga erindi á þing, til þess að koma til leiðar endurbótum í stjórnmálum landsins! Þessi saga Sigurðar og brautar- gengi það, er íslendingur veitir honum til þessara kosninga er nægi- lég ástæða, til þess að eyfirzkir bændur og samvinnumenn láti hann sitja heima eftir kosningarnar. Af sögu hans verður það eitt ráðið um stefnu hans, að hún sé ekki önnur en sú, að komast á þing með hverj- um kynstrum og ólikindum, sem það gæti orðiö. Sú stefna og und- angengið pólitiskt auðnuleysi Sig- urðar, vanþakkiæti kaupmannanna við þennan skósvein þeirra bendir á, að hann hljóti jafnan að verða einn í flokki og að mjög örðugt muni reynast, að mynda þann flokk. III. Jafnan getur það orðið, þegar völ er fleiri hæfra manna en eins til framboðs eða annara ttúnaðarstarfa, að ágreiningur rísi upp jafnvel með- al náinna flokksbræöra um, hversu velja skuli. Jafnvel er nær óhugsan- legt, þegar svo stendur á, að allir séu í upphafi einhuga um valið. Rekur þá að því, að nokkrir verða að rísa gegn viija sfnum, til þess að sjá flokkshugsjóninni og sóman- um borgiö. Dagur hefir gert margítrekaðar tilraunir að gera eyfirzkum, ásamt öðrum lesendum sfnum, Ijóst, að hugsjón samvinnumanna og vöxtur Eramsóknarflokksins er þess vert, að fyrir það sé unnið og þessvegna sé beygt af i verulegum aukaatriö- um. í greinunum »Nokkur rök um íslenzka stjórnarhœlti« var sýnt fram á, hversu þjóömálaglundroðinn og flokkaryðlið í þinginu kæmi í veg fyrir heilbrigö og ákveöin vinnu- brögð f stjórnmálum, magnaði eftir- litsleysi og gerði óhugsanlegt að koma fram ábyrgð á hendur ákveön- um mönnum eða fiokkum. I grein- unum » Stjórnmálastefnur og kosningar« var sýnt fram á, hvernig þjóðin hlýtur að greinast f ákveðna fiokka eftir hugsunarhætti, innræti og við- horfi á vegum þroskunarinnar. Loks er í greinunum „Fjárhagurinn og kosningarnaru sýnt fram á viðleitni samvinnumanna, að forða þjóöinni frá afleiöingum þeirrar óhófsstefnu í verzlun þjóðarinnar viö útiönd, sem kaupsýslumennirnir hafa beitt sér fyrir og framkvæmt vegna eigin aivinnu. Par er sýnt fram á, að skiiyröið fyrir viðréttingu í fjárhag einstakiinga og þjóöarhetidar er, að aftur veröi snúiö á þeirri leið. Þarf ekki að taka það fram, að sú við- ^étting er hið eina ráð, til bjargar sjálfstæði þjóðarinnar og sóma. Nú er Eyjafjarðarsýsla eitt allra fremsta og traustasta samvinnuhérað landsins. Miklar vonir Dags og fiokksins yfir höfuð standa því til héraðsbúa um, að þeir standl fast um flokkhugsjónina á úrslitastund þeirri, sem nú fer í hönd. Þess er fastlega vænst, að þeir láti allar þær miklu tilraunir, sem af andstæðingunum eru gerðar, til þess að villa heim- ildir á sjálfum sér, blekkja kjósendur, sundra flokksvilja þeirra og ala á tortrygni þeirra, verða unnar fyrir gíg. Á slíkum úrslitastundum sem þeirri, er rennur upp fyrsta vetrar- dag n. k. er kjósendum gefið færi á, að sýna, hversu þeir meta send- ingar þær, er kaupmennirnir senda þeim, til þess að sundra þeim og sigra þá í baráttu þeirra fyrir mynd- un stjórnmálafiokks í Iandinu. Þeim gefst kostur á, að láta hina «gráúlpa- klœddau menn gatslíta búningi sin- um í árangurslausri göngu um eitt mesta samvinnuhérað landsins. Dagur þykist hafa orðið var nokk- urra vinsælda í þessu héraði. En nú þykir honum mestu skifta hverjar undirtektir hugsjón og málstaður flokksins hlýtur við næstu kosningar. Hann væntir þess og krefst af hér- aösbúum, að enginn kjósandi, karl eða kona, sem flokknum fylgir, sitji heima kjördaginn, því við liggur sigur Framsóknarflokksins og tilraun hans, að reisa við hnignandi hag, fjárhagslegt traust og sóma lslend- inga. JVIagnús Kristjánssoi). Nú liður óðum að því, að Akur- eyrarbær á að skera úr, hvort heldur Magnúsi Kristjánssyni eða Birni Líndal lögm. á Svalbarði verður falið að fara með umboð bæjarins á Alþingi næstu 4 ár. Verður hér á eftir ryfjað upp hið helzta í opin- bérri starfsemi og framkomu M. Kr. Það er ekki eingöngu réttur kjós- enda heldur skylda þeirra, að átta sig vel á því, hverjum kostum þeir menn eru gæddir, sem bjóðast til að fara með umboð þeirra, hverju þeir hafa afrekað og hvers má af þeim vænta. r, , , Það eru nú um Umfangsmtkil ^ jr s!ðan M starfsemi .. , . ,. « '______ Kr. byrjaði að taka þátt í félags- málum kaupstaðarins. Síðan hefir hann verið einn Shrifamesti borgari Akureyrarbæjar. Velgengni kaup- staðarins, samanborið við flest önnur kauptún landsins, er að mestu leyti ávöxtur af hyggilegri stjórn bæjar- málanna. Með áhrifum sínum í þró- un Akureyrar, hefir M. Kr. átt mik- inn þátt í velgengni bæjarins. M. Kr. var alinn upp í fátækt á Akureyri. Bærinn var þá lítill; aðal- lega hreiður erlendra gróðafélaga, sem áttu þar verzlanir. Magnús hefir tekið þátt í lífi allra stétta í bænum, — verið sjómaður, kaup- maður, bóndi, verkamaður og hand- iðnaðarmaður. Hann nam beykis- iðn erlendis, þegar hann var ungur. Þótti honum minkun, að alt af þyrfti að fá úílenda ntenn til smá- vikanna, af því að landinn kynni ekki vinnubrögðin. Samhliða vann hann alla vinnu, bæði á sjó og landi — Akureyri átti sitt blóma- skeið með þilskipaútgerð. Var M. Kr. þar framarlega í flokki. Hafði hann þá jafnan margt fólk í vinnu og var það mál manna, er til þektu, að hver sá, er eitt sinn hefði verið hjá M. Kr., vildi gjarnan vinna hjá honum aftur. Á þeim árum braut Góð stúlka óskast i vetrarvist. Uppl. í síma 26. Chokolade og Kakaoduft frá verksmiðjunni >SIRIUS« í Fríhöfn Khafn- ar er bezt og ódýrast. — Fœst hvarvetna. hann til ræktunar allstórt óræktar- land og er það nú eitt af þeim mörgu túnum, sem umlykja Akur- eyri og gera hana blómlegri og bjargarlegri flestum öðrum íslenzk- um kauptúnum. Kwpmenska. I s>mhliðafran,- _________________I angremdu aÞ hafnalífi gerðist M. Kr. kaupmaður og rak allstóra verzlun þangað til á stríðsárunum. Að M. Kr. hætti að verzla þá og með þeim hætti, sem hann gerði það, einkennir manninn. Stríðsárin voru uppgripatími allra þeirra, sem voru fíknir í auðfenginn verzlunar- gróða. Að hætta að verzla, þegar gróðatækifærin margfölduðust var mjög óvenjulegt. Og jafnvel enn óvenjulegra var hitt, sem M. Kr. gerði um þær mundir. Hann símaði heim frá Alþingi 1914 og bannaði að hœkka vöruverð i buð sinni. Hann var einn af þeim sárfáu kaup- mönnum, sem ekki vildu nota sér neyð manna og hræðslu við vöru- skort. í öðru lagi beittist hann manna mest fyrir þvi á þingi, að landið verzlaði með matvörur á stríðsárunum, til þess að varna hall- æri og hindra, að almenningur yrði féflettur, sem því miður átti sér stað, áður en Landsverzlun tók að hafa áhrif. Kaupmenska M. Kr. var bygð á hinni þjóðlegu sjálfsbjargarviðleitni hans. Hann vildi draga verzlunina inn í iandið undir umráð og í Landauki. ucuuui uiuicuura manna ur nunu- um útlendinga. Hann var kaup- maður af heilbrigðum þjóðarmetn- aði og umbótalöngun á sama hátt og hann varð iðnaðarmaður, til þess að gera iðnaðarlíf landsins sjálf- stæðara. En öfgar kaupmenskunnar voru honum óskapfeldar. Ef allir kaupmenn bygðu starf sitt á sama grundvelli og hann, væri hvorki þörf kaupfélaga né Landsverzlunar. M: Kr. gerði _________________fyrstur manna uppfyllinguáAk- ureyri. Sunnan við gamla spítalann var strandlengja bæjarins því nær undirlendislaus. Sjórinn skall þar á brekkunni og varð með naumind- um komist þar meðfram í stór- straumsflóðum. M. Kr. beitti sér þá fyrir því verki, að gera þarna stórfelda uppfyllingu með fram brekkunni. Lét hann gera götuna og mikinn hluta byggingalóða þeirra, sem eru austan megin götunnar á þessu svæði. Þótti þarna í mikið ráðist á þeim árum og afturhalds*

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.