BFÖ-blaðið - 01.01.1966, Blaðsíða 2

BFÖ-blaðið - 01.01.1966, Blaðsíða 2
rannsóknir í Englandi og öðrum löndum. Hvernig sem tekið er á vandamál- inu um slysatíðni ungu ökumannanna í umferðinni, kemur maður alltaf að sömu niðurstöðu. Þetta er svo greini- legt, að mál er komið að taka sam- an þessar heildarniðurstöður: Okkur skjátlast, þegar við höld- um, að persónulegir kostir hins unga ökumanns, að vera skjótur að átta sig, árvakur og viðbragðsfljótur. séu höfuðkostir í umferðinni. Sannleikur- urinn er sá ,að ungir ökumenn rang- meta þá hraðaaðlögun, sem er svo geysilega áríðandi í umferðinni, að þeir vita ekkert um tillitssemi og að þá skortir hæfni til að leysa úr um- ferðarhnútum. Aðferðin við bifreiða- akstur er þannig hjá allt of mörgum ungum ökumönnum, eins og þegar um of mikinn hraða er að ræða, að hún gefur þeim ekki einu sinni tæki- færi til að sýna, að þeir geti brugðið skjótt við. Þessi ömurlega persónulýsing nær að sjálfsögðu ekki til allra ungra ökumanna. Margir þeirra aka rétt og af dómgreind og ábyrgðartilfinn- ingu. En hvers vegna aka svo margir rangt? Stafar það af uppeldinu? Getur skeð, að yfirmáta sjálfsánægð- ir ungir ökumenn hafi gengið í skóla hjá pabba sínum? En vegna þess, að pabbinn sjálfur hafði lært á þeim aldri, þegar maður er gætnari heldur en á tímabilinu 18-25 ára, kemst hann betur af en sonurinn, sem fellur of auðveldlega fyrir freistingunni, þegar grobbað er í hugsunarleysi af aksturshæfni og kostum bílsins, og fer að aka á ofsahraða og án íhug- unar. Bandaríkjamenn geta bent á hættulegasta ökumanninn, sem sé unga hermanninn á heimleið í leyfi frá herskyldunni. 1 Svíþjóð hefur ennfremurkomið fram ný tegund bif- reiðaslysa æskulýðsins. Það eru ungir ökumenn, einir eða - öllu oft- ar - í félagsskap með öðru æsku- fólki, á leið til eða frá dansleik. Hér veitist ekki erfitt að skilja hið sál- fræðilega samhengi. Unglingar, kátir, grobbnir og haldnir hömlulausri löngun til að sýna dugnað sinn. Um að gera að spýta í, og bæði athugun, dómgreind og tillitssemi verða að víkja fyrir tækifærinu til að láta ljós sitt skína og heyra aðdáunarorð hinna. Hvernig á að taka á þessu vanda- máli? 1 þessu samhengi gegnir upp- eldið almennt miklu hlutverki. Þeim, sem hefur frá barnæsku verið gjört skiljanlegt, að eigin hagsmunum má aldrei þröngva fram á annarra kostn- að, veitist auðvelt að setja sig inn í og framkvæma þegar á reynir reglur þær, sem gerðar eru til verndar lífi og eignum hans sjálfs og annarra, og hlýða verður í umferðinni. Aksturskennsluna má auðvitað þyngja samfara hinum sálfræðilegu 2 BFÖ-BLAÐIÐ

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.