Norðurland


Norðurland - 01.08.1903, Blaðsíða 2

Norðurland - 01.08.1903, Blaðsíða 2
Nl. 178 svo að ekkert verði eftir nema móar eða melar, eins og víða á sér stað í Fnjóskadal. Þar er sagt að skógur hafi víða gjöreyðst á liðugri öld. í Hálsskógi er girt um svolítinn skógarblett, og má þegar ráða af honum, hve mikils virði skógur er til eldsneytis, þótt ekki væri til annars. Herra Flensborg hefir höggvið skóg- inn þar, eins og á að vera, og hefir hann slegið tvær flugur í einu höggi. Trén, sem eftir eru, þrífast betur, og svo hefir auk þess fengist talsvert af eldivið. Ef höggni viðurinn væri bút- aður sundur á haganlegan hátt, og auðvelt væri að flytja hann til Akur- eyrar, þá kæmi sjálfsagt mörgum vel að fá hann bæði til þess að kveykja upp og hita upp herbergi sín. Ef brýr kæmust á Fnjóská og Eyjafjarðará, mundu Akureyrarbúar hafa ánægju af skóginum bæði úti og inni. Þetta mundi aftur leiða til þess að öllum líkindum, að menn fengju áhuga á skógagræðslumálinu yfirleitt, og að farið væri að græða skóg skamt frá Akureyri. Að vísu mundu líða allmörg ár, þangað til þessi nýgræðingur gæti að öllu leyti komið í staðinn fyrir gömlu skógana í Fnjóskadal, en menn verða að hafa það hugfast, að þeir verða að hafa framtíðina fyrir augum, þegar um skógagræðslu er að ræða. ísland hefir áður verið viði vaxið milli fjalls og fjöru, eins og stendur í forn- um fræðum, og nú þarf að vinna að því, að þetta geti orðið aftur, á þann hátt, að skógarnir hefti ekki aðra jarðyrkju heldur styðji hana og styrki. Menn eiga að berjast fyrir því, að engin íslenzk jörð sé skóglaus. Akureyri 20h 1903. C. V. Prytz, prófessor í skógrækt. Þeir próf. Prytz og Flensborg skóg- fræðingur fóru landveg suður fyrir skemstu. Nýlega er kominn út pési eftir C. Ryder og C. V. Prytz: Skógar- græðslumál íslands, og mun hann hafa verið lagður fyrir alþingi í sumar. í pésa þessum eru tillögur um skóga- græðslustörf á íslandi fjárhagstíma- bilið 1904—1905 og ýmsar athuga- semdir um græðslu nýs skógar og verndun skóga, sem til eru. Lagt er til, að allur skógur á íslandi, forn og nýr, sé friðaður, þó svo, að höggva megi skóg af viti og undir umsjón, en ekki botnlaust og vitlaust, eins og víðast hefir átt sér stað hingað til. Skepnuníðsla. Svo bar við sunnudagskvöldið 12. júlí, að þrír menn gengu um strætin á Akureyri seint um kvöld, og voru flestir seztir að. Þeir áttu leið inn yfir brúna fyrir utan búð Eggerts Laxdals, og þar heyrðu þeir háreysti og hlátur innar á brautinni. Mennirnir gengu á hljóðið, og sáu ljóta sjón. Nokkrir yfirmenn af Heklu, sem þá lá á Akureyrarhöfn, höfðu náð í tvo strokuhesta framan úr Firði. Þeir höfðu bundið þá saman á töglunum, og skemtu sér við að sjá, hvernig skepnurnar strituðu við að slíta sig í sundur. Enginn vegur var að leysa tagihnútana, því að hest- arnir höfðu hert þá mjög, en einn þeirra þrí- menninga skar á töglin, og losaði hestana. í gömlum sögum íslenzkum er getið um refsingu, sem líklega stendur ekki í neinum hegningarlögum. Menn voru hnýttir í töglin á tveimur óhemjum. Þessari refsingu var ekki beitt við aðra en þá, sem höfðu sýnt alveg einstakan óþokkaskap. Frú Kristíana Kroyer, t 1902. (Kveðið í nafni einkadóttur hennar.) Bráðum er árið á enda, mín elskaða móðir, síðan þú blessaðir barn þitt með brestandi augum. Veiztu hvað langt er nú liðið, hvað lengi eg vakti ? Síðla því elda vill aftur þeim andvaka þráir. Bjart var um hlíðir og haga, þá hvíldistú móðir; faidinn þá fekstu hinn bleika, tók foldin þann grœtia. Alt kvað um bjargir og blessan, um brúðkaup og gleði; mér var sem hjáræmi heyrðist í hljóðöldu hverri, — Eða sem einlægni skorti, sem alls ekkert þyrði sannleikann allan að segja — nema Sorgin og Dauðinn: Sorgin, sem helklukkum hringdi, svo himininn stundi; Dauðinn, sem ómaði orðlaus, svo allífið þagði. Hvað varð um glaum þann og gleði, sem gabbaði tár mín? Allsherjar helfarar hringing og herjandi vetur! Og þó að alt sé sem áður, og enn komi sumar: heyrist mér hjáræmið aftur, sem helfró og draumur. Því viltu, Líf, vera að lofa svo langvinnum gæðum, ertu’ ekki blekking, sem blikar á báru sem tári? Betur um hnútana bindur hann bróðir þinn Dauði, hvar sem í læðing hann leggur Lukkunnar dróttir. Hvað gaf þér lífið og lánið, ó ljúfasta móðir? Erfiða, tárfelda æfi og útivist harða. Snemma var hlynur þinn höggvinn, og hýrasta rós þín skrúðgræn þér skorin frá hjarta, er skuggarnir lengdust. Þrjár saman þreyðum vér mæðgur nær þrjátíu vetur? þvf næst við tvær saman tengdum með trúfesti hendur. Loks varð eg einmana eftir í erfinu sorgar; drekk eg nú, móðir, þitt minni, og mjúklyndrar systur. Veri þá Dauðinn mín vissa og vorið mitt Sorgin; bótin er, móðir, að man eg hvað margoft þú sagðir: »Sjónhverfing alt er hið ytra, sem auganu mætir; lífið og ljósið er innra; við lifum af Guði.« Því er mér hálfu meir huggun í hjartnæmu versi, en í þeim árstímum öllum, sem óðfluga skiftast. Fertug eg fann aldrei hausta í faðmi þér, móðir, veit því að eilífðin aldrei mun okkur fá skilið. Matth. J. % 7rá Jæreyingum. Fœrösk Politik heitir ný bók (137 síður) eftir fólkþingismann Færey- inga Johannes Patursson í Kirkjubæ. Hann hefir dvalið hér á íslandi fyrir nokkurum árum, og er kvænt- ur íslenzkri konu, dóttur Eiríks frá Karlskála eystra. Patursson kvað flest vera vel gefið, og bók hans er að mörgu leyti merkileg, svo að skilt er, að Norðurland minnist á hana. Færeyingar hafa lengi þótt spakir þegnar í hinu danska ríki, enda hafa þeir verið mjög eftirlátir við dönsku stjórnina, en nú er farið að reka að því sama hjá þeim, og brunnið hefir við hér á landi. Þeir eru langt frá því að vera ánægðir. Patursson, sem virðist vera talsmað- ur Færeyinga, gerir kröfu til þess, að þeir fái að ráða sínum sérstöku málefnum á líkan hátt, og vér Is- lendingar höfum fengið að ráða sér- málum vorum samkvæmt stjórnar- skránni. Patursson færir svo ljósar ástæður fyrir máli sínu, að ganga má að því vísu, að kröfur hans muni ekki falla niður fyr, en þeim hefir verið fullnægt. Færeyingar gengu undir Noregs- konung, þeg?r Þrándur í Götu dó, 1035. Síðan hafa forlög þeii.a verið lík forlögum íslendinga: einokunar- verzlun og óhentug stjórn. Fyrir 100 árum voiu Færeyingar nálægt 5000 að tölu, en nú eiu þeir þrefalt fleiri. Fólksfjöldinn hefir því aukist þ?r til- tölulega meira en hér á landi, en að öðru leyti er líkt ástatt: landbún- aður á lágu stigi og atvinnuvegir skamt á leið komnir, fólkið fátækt og lítt mentað. Patursson spyr, hver ástæðan sé til þess, að ekki sé lengra komið, og niðurstaðan verður sú, að þessi vandræði séu að kenna stjórnar- fyrirkomulaginu. Svo er háttað, að ríkisþing Dana og konungur setja lög fyrir Færeyj- ar, en framkvæmdarvaldið er hjá ráðgjöfum Dana. Færeyingar hafa að vísu lögþingi að nafninu til, en það hefir lítil sem engin ráð. Nú segir Patursson, eins og satt er, að staðhættir í Færeyjum séu svo ólíkir staðháttum í Danmörku, að ríkisþingið geti ekki haft neina sjálfstæða þekkingu á því, hvað Fær- eyingum henti. Það hljóti því að sækja þekkingu sína til þingmanna Færeyinga. Færeyingar senda tvo menn til 'Lkisþings Dana. Annar er þjóðkjörinn, en í þau 52 ár, sem Færeyingar hafa sent menn á þing, hefir þjóðþingismaður þeirra oftast verið svo settur, að hann hefir orð- ið að fara eftir vilja embættismann- anna heima í Færeyjnm. Lögþingið kýs hinn þingmanninn, sem á sæti í landsþinginu, en nú er lögþingið, og hlýtur að vera, segir Patursson, háð embættismönnum eyjanna, svo að ríkisþingið hljóti að sækja þekk- ingu sína á sérmálum Færeyja til embættismannanna þar. Afleiðingin er auðsæ: Stjórn Dana hefir ekki gengist, og gengst ekki fyrir fram- förum í atvinnuvegum eyjaskeggja. Árið 1900—1901 guldu Færeyingar 52,000 kr. í ríkissjóð á ári, en ríkis- sjóður greiddi til Færeyja 94,000 kr. árið 1901 fram yfir tekjurnar. Þar eru að vísu talin 60,000 kr. út- gjöld til varðskipsins, en samt er deginum ljósara, að hvorki græða Danir né Færeyingar á sambandinu, eins og nú er ástatt. Patursson heimtar, að lögþingi Færeyinga fái fjárveitingarvald og löggjafarvald með konungi í öllum sérmálum þeirra, en vert er að benda þeim á, að þeir láti sér að varnaði verða víti okkar íslendinga. Þeir verða ennfremur að heimta, að full- trúi stjórnarinnar í Færeyjum verði ávalt í samræmi við lögþingið, að því er sérmál snertir, á þann hátt, að hann verði að víkja úr sessi, ef hann er lögþinginu andstæður í þýðingarmiklum máluin. Það mun reynast jafnóhafandi í Færeyjum og hér á landi, ef stjórn- in reynir að róa forlagabát fólksins í alt aðra átt, en það vill halda sjálft, ef hún stjórar hann niður eða rær honum aftur á bak, þegar fólkið vill áfram. Stjórnirnar vilja sigla, en þjóð- irnar hljóta að ráða, með tímanum. Fyrir nokkuru síðan var hér á ferð færeyskur maður, M. Winther- Lútzen, búfræðingur frá Iandbúnað- arháskólanum í Kaupmannahöfn. Erindi hans var að kynna sér ís- lenzkan búskap. Lútzen þessi er ráðsmaður hjá J. Patursson, þegar hann er að heiman. Menn, sem töl- uðu við Lútzen, hafa efíir honum, að honum hafi litist vel á búskap hér yfirleitt og miklu betur en á búskap Færeyinga. Álit Lútzens er næg sönnun fyrir því, hve færeysk- ur búskaþur hlýtur að vera á lágu stigi, því að guð og menn vita, að ekki er hátt risið á íslenzkum bún- aði. Lútzen er ritstjóri að „ Plógi" þeirra Færeyinga, sem er nýbyrjað- ur að koma út, og er fyrsta bún- aðauímarit þeitra eyjaskeggja. »Bún- aðarblöð. Skrift íyri föroyskt jarða- brúk" kemur út fjórum sinnum á ári, örk í einu, og kostar krónu. 400 eintök eru prentuð, og útgefandinn hefir 150 króna styrk til íitsins. í þeim tveimur nr., sem út eru komin, er getið um ýms málefni, er varða færeyskan búskap og reyndar bú- skap allra þjóða t. d. fóðurauka, fjósbyggingar, mjólkurbú, hrossakyn- bætur o. s. fi v. Þar er líka grein: „Búnaðarskúlinn á Hólum (íslandi.)" eftir Austra, og er langt sótt. Margt er líkt með íslenzkum búskap og færeyskum, og hefðu því íslenzkir bændur eflaust bæði gagn og gam- an af því, að kaupa Búnaðarblöð og lesa þau. Ríkisráðssefan. Eins og kunnugt er, fór Jón Jens- son yfirdómari utan í sumar, á fund ráðgjafa tslands, til þess að fá hjá honum fréttir um, hverninn hann skildi orðin í stjórnarskrárfrumvarpinu »í ríkis- ráðinu,« en ráðgjafi vísað til athugasemda sinna við frumvarpið, og sagðist að öðru leyti hafa skýrt landshöfðingja frá þeim bendingum í málinu, er hann ætlaði að gefa. Þrátt fyrir margar spurningar fékk Jón Jensson engin önnur svör hjá ráð- gjafa og ekki heldur hjá stjórnardeildar- forstjóranum. Skýrsla um þetta efni er prentuð í »Ingólfi« 19. júlí, og heldur yfirdómarinn því þar fram, að ráðgjaf- inn hafi einmitt sannað siit mál með þögninni. Aftur munu flestir aðrir líta svo á, að för hans hafi orði erinisleysa'

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.