Ingólfur

Tölublað

Ingólfur - 14.02.1904, Blaðsíða 3

Ingólfur - 14.02.1904, Blaðsíða 3
[14. febr. 1904.1 INGÓLFUR 23 ifirlit ifir starf og listfengi leikandanna, að ég gæti kveðið upp ifir þeim nokkurn veg- inn heillegan dóm eitir minum tilfinningum. Eg segi það smjaðurlaust, þó ég segi það dálítið hróðugur, að mér finst þessir piltar og stúlkur, sem ég hefi séð leikaj hór í þessu leikfólagi, gera það með engu minni list og engu minna skilningi en ég hef séð annars- staðar þar sem það hefur verið talið gott. Eg hef séð Sophus Neumann, Emil Paulsen og frú Betty Hennings leika best og svo gamla Skram, þó hreifþað mig einkum hjá honum, sem eftir var í þeim gamla rómi. Svo sá ég konu leika framúrskarandi vel, eftir því, sem mér fanst, í konungsleikhúsinu í Berlín, en ég man ekki hvað hún hét og finn nú ekki leikhúsblaðið og hef ég þó geimt það. í London, París og New-York var ekkert vel leikið, það sem ég sá, og ég skildi ekki, hvernig blöðin gátu fengið af sér að hrósa því, þegar ég las um það á morgnana. Ég kom nú ekki með háum vonum i leik- húsið hérna, þegar ég kom first. Ég vissi svo mikið af reinslu sjálís mín, að það er engum list sem hann leikur ekki, og ég vænti þess ekki að sjá hér leikið, eins og það sem eg hef best séð, og mér var minn- isstæðast. Mér datt heldur ekki í hug að heimta eins góðan leik hér, eins og á óæðri leikhúsunum til að minda, sem kölluð eru annarsstaðar, því þar leika menn, sem gert hafa þetta að lífsstarfi sínu, verja til þess öllum kröftum sínum og falla og sigra með því. Hér hafa menn þetta starf í hjáverkum og geta hvorki bigt á því framtíð sina né sinna, því það er svo litið borgað og hafa þvi litla örfun til, að leggja þar fram krafta sína, nema það, sem listfengi hvers og smekkur gerir honum að þörf og skildu. En óg get ekki betur séð, en að þetta leikfólk hór leiki í heild sinni eins vel og margir þeir, sem stórblöðin útleudu hafa lof- að og lofað stórkostlega. Blöðin hér hafa lokið maklegu lofi á Jón sagnfræðiug, firir leik sinn, því að það er eins og hver limur hans lúti svo vel þessum langsína og skarpa skilningi hans, eins og penninn gerir, þegar hann er að skrifa. Ég veit ekki hverjum eg ætti að fá Tjælde í hendur af þessum frægu mönnum, sem ég man eftir. Það væri rangt gert við Björns- son að gera Tjælde að athlátri, því Björns- son hefur unnið svo mikið og fagurt starf firir okkur alla, að hann má enginn góður maður gera hlægilegan, þó hann væri ein- hversstaðar veikur firir. í>að hefur verið rétt sagt í þessu blaði, að Björnstjerne tækist ekki að sannfæra mann um, að sá áfellisdómur sé réttlátur, sem hann kveður upp ifir Tjælde. Ég hef aldrei lesið leikinn sjálfan en bæði hér og þar sem ég sá haun itra, hafði Tjæld9 fulla virðing mína, og hefði ég getað hjálpað hon- um hér i samlífi okkar, þá hefði óg gert það. Björnstjerne hefur haft þar stóra og góða hugsun, en lætur saklítinn mann beigja sig svo í keing og biðja guð og menn svo ó- maklega miskunnar, að það er versta verk að bera þá persónu fram. Mér finst Jóni farast það vel að bjarga báðum, bæði Tjælde og Björnstjerne, og eftir því litlasem ég hef séð, þá er þet.ta list sem ég dáist að. Ég hef séð ímsar konur, sem mér þóttu fara príðilega á leiksviði en ég er ekki alveg viss um, að ég hafi séð nokkra, sem stendur þar 0g gengur betur en Gunnþórunn Hall- dórsdóttir. Hún á það eitthvað í sjálfri sér sem hefir nóg afl til að horfa framan i alt og alla, og væri ég leikhússtjóri fengi ég haua undir eins á mitt leiksvæði, ef þess væri kostur. Ég tek þetta fram, af því mér finst dómur Jóns Olaíssonar um hana ekki sanngjarn, en hann hefur felt svo marga rétta dóma, að ó- réttur áfellisdómur frá honum er margfaldur háski. Ég vil ekki að dómar neins mans beigi stúlkuna, því hana á ekki að beigja. I heimilinu leikur fólkið ifir höfuð vel, að því, sem mér fanst. Leikurinn er sjálfur merkilegur, stór og djörf hugsun mikils mans, og það er oft vandi, að bera fram persónur hans svo, að þær haldi sér. Schwartze hershöfðiugi er engan veginn vandalaus leikur. Hann hefur fengið firra slagið áður en við sjáum hann á leiksviðinu og Árni Eiríksson sínir okkur hann vel, lamaðan með skapið eitt eftir, skilduna og sómanu. Sudermann lætur Schwartze altaf horfa á Wilhjálm 'keisara og Árni gerir það svo rækilega, afvitandi eða óafvitandi, að ég efast mikillega um, að það sé gert betur í Berlín. Ég sé ekki annað, en Árni skilji hlutverk sitt keiprétt og leiki það príðilega. Gerfi hans væri tekið fullgilt á þeirn leikbús- um, sem ég hef verið á og séð dæmt um. Rómurinn fanst mér heldur mikið síngjandi. Hann skemmir stundum áhrif orðanna, sem hann segir, en stundum bætir hann þau líka, svo þar þirfti nákvæmari athugun, ef benda ætti á breitingu til bóta. Stefanía leikur mjög vel Mögðu og segir mörg sín orð príðilega, og ég get ekki bent henni á neitt sem hún misskilji, eða fari illa með. Alt látæði hennar er furðu náttúrlegt af konu, sem aldrei hefur séð atíerli útlendra leikmeija, og er það bert, að hún hefur haft einhvern góðan maun til að leiðbeina sér. Hin dóttir Schwartzes leikur lika vel. Mér síndist það vera stúlka og ég hélt því hún væri Indriðadóttir en ekki Einarsson. Slíkt smekkleisi er aldrei þakkað. Menn gleima því, að son á íslensku þíðir sonur og er alt annað, en sen á dönsku eða sohn á Ensku. Emilía Indriðadóttir er fríð stúlka með fallegu naíni, en hún má ekki skemma nafnið sitt. Það getur legið svo í mönuum sem unna máli sínu, að þeir sjá ekki á leik- sviðinu annað en nafn-afskræmið, og er það ofmikil lotning firir smekkleisi og lítilmensku þessa tírna, að benda ekki ungri og efnilegri stúlku á þetta. Prestinum, Jens Waage vildi ég líka þakka firir góða skemtun. Hann hefur þar gott hlutverk, en hann fer vel með það. Hvorki gæti ég gert það eins vel eða betur. Það er nú ekki mikið hrós en ég skal þá bæta því við, að mér hefur fundist hann leika alt vel, sem ég hef séð til hans. Kannske hefur það nokkur áhrif að mér er vel til hans sem mans, en mér finst þó ég hafi getað dæmt hann alveg óvilhalt á leiksviðinu. Friðfinnur prentari leikur svo vel ómennið að ég var hálfhræddur nm það um tíma, að hann væri svona sjálfur að náttúrufari. Svo vel lék hann. Hannes Þorsteinsson ritstjóri sessnnautur minn og Bjarni Jónsson frá Vogi sögðu mér, að þetta væri leikur. Gunnþórunn er frú Schwartze og hefur þarna lítið að gera, en ekki spilti þetta litla sem hún sagði þar, því áliti, sem ég var bú- inn að fá á henni áður. JÞuríður Sigurðardóttir, fanst mér leika vel sistur frúarinnar. Ég hefði þurft að koma þangað oftar, til þess að geta munað nöfnin og sagt rétt og sanngjarnlega frá hverjum einum. Ég man nú ekki núna aðra en þá sem ég hef nefnt, og þessir gerðu mest og sögðu mest. Ég vildi að einhver irði hér til að búa til leik, sem bestu kraftar þessa leikfélags gætu not- ið síu í. Krístjáni Þorgrímssini mætti trúa firir þeim kímnis persónum, sem Olaf Paul- son hefur leikið. Mönnum þætti gott að eiga þær í höndum Ólafs. Ég þirði eingu síður að trúa Kristjáni firir þeim. Neumann (S.) lék miklu betur en 0. P. Mér sínist Guðmundur Tómasson Hall- grímssonar vera efnilegur leikandi ef hann hefur taum á látbragði sínu. Hann er alveg nír, svo ég hef ekkert ljóst hugboð um hann enn sem komið er. Ég hef gert það firir bón, að segja álit mitt, á þessum leik og hef hnítt því við, sem mig lángaði til að hafa sagt um leið Við sátum þar ánægð um kvöldið og mér fanst sem við íslendingar værum ekki ver færir en aðrir til þess að skilja og berafram góða leiki mikilla manna. Þessa hugsun fékk ég af því, að sjá, hvernig leikendunum fórust hlutverk þeirra úr hendi og það var sá hiutur af skemtuninni, sem ég þakka þeim ekki minst firir. Þorsteinn Erlíngsson. Vitarnir. Það mun flestum kunnugt sem eitthvað vita um sjómannslífið hver nauðsin vitarnir eru firir sjófarendur. En vitarnir eru þvíað- eins góðir að maður geti treist þeim. Eins og allir vita, er Island illa vitað, þótt það hafi nokkuð lagast á siðari árum. Þó er enn óviðunandi, en ekki fer ég lengra út í það að þessu sinni. En hitt ætti ekki að koma firir að maður þirfti að bera vantraust til þeirra fáu vita, sem til eru og eru góðir í sjálfu sjer. Mér finnst það skilda mín ef ég ber van- traust til eins vitavarðar, að gjöra það opin- bert, og eg skal fúslega játa að svo er, og það vantraust hefur leinst með mér síðan að jeg heirði hver hlaut varðarstöðuna við Garð- skagavitann síðast. Maðurinn getur verið í marga staði góður en ég hef aldrei getað fengið traust á hon- um til þess starfa. Þvi að aldrei hefur hann kint sér nein vitastörf á æfinni, og ég verð að efast, um, að hann hafi séð vitaljós firri en hann átti að kveikja það sjálfur er hann var orðinn vitavörður. En hitt mun eg reina að sanna ef krafist verður, að meira hefur borið á göllum á þeim vita í vetur en að undanförnu því að sá viti hefur verið af öllum álitinn mjög góður það sem hann nær til. Nú þikist eg hafa fengið sannar fregnir af að hann hafi staðið mörgum sinnum í vet- ur og það jafnvel svo tímum hafi skift í einu. Þetta hefur aukið vantraust mitt; þó jeg leggi ekki trúnað á, að menn af öðrum bæ, hafi orðið til þess að vekja vörðinn við slíkt tækifæri. En væri svo, þá ætti vörðurinn að láta það sjer að kenningu verða, ella aðrir að taka í taumana, því að „betra er autt rúm en illa skipað“. Rvík. B/s 1904. SJcipstjóri.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.