Ingólfur

Tölublað

Ingólfur - 14.02.1904, Blaðsíða 2

Ingólfur - 14.02.1904, Blaðsíða 2
INGÓLFUR [14. febr. 1904]. eftir dönskum heræfingareglum. Er slikt all- konunglegt og má af þessu ráða, hvern æg- ishjálm vér mundum bera ifir aðrar þjóðir í hernaði. E>á síndi og þing þetta að herkænska konunganna, forfeðra löggjafanna, er og kin- filgja orðin. Munu það allir Ijóst vita að vor danska stjórn hefur haft oss í taumi eigi síður eftir 1874 en firir; voru menn leiðir orðnir á einteimingnum. Heimtuðu íslending- ar um nokkurra ára skeið slakari tauminn. Að lokum kom Albjartur til sögunnar. Sagði hann við löggjafana, er mesta höfðu her- kænskuna: Gera mun ég iður kost á tví- teimingi firir einteiming, ef þér viljið þiggja af mér hnappeldu, er vel fellur að fæti. Munuð þér þá eigi verða mega svo stórstígir að líti verði á þeim brúðargangi, sem þér eigið að ganga tll sjálfstæðisins". „Þetta ráð munum vér upptaka11 mæltu þeir. Var það firir þá sök, að þeim þótti meiri frægð að slíta bæði haft og tvíteiming en að kippa sundur einteimingnum. Létu þeir þvi teima sig inn í ríkisráðið og hefta sig þar. Mun það verða vegleg sjón, er þeir troða marvað- an í hafti uns stormbilur frelsisþrár og stór- huga feikir hestasteini Albjarts með allri þvögunni heim til vor. — En þótt mikil á- gæti sé í þessu fólgin, þá er engu síður mikils um vert hvernig kinfilgjan hefur birst í meðferð þingmanna á fjármálum landsins. Þar eru dæmin svo umfangsmikil, að Ingólf- ur verður að minnast hvers atriðis sérstak- lega. En geta má hér hins helsta. Allkon- unglegt mun það þikja, að gefa hálfa million króna til þess, að sauðfé megi klóra sér á gaddavír. £>ví að lítil laun mundu það verða þótt landssjóður fengi alla þá hagalagða, sem á vírnum finnast þessi 15 ár, sem vona má að hann standi. Allmikilli rausn lísir það og að gefa gufuskipafélaginu 75000 kr. til að græða á siglingum hér við land. Hitt er og eigi síður konunglegt, er að stjórnsemi þeirra lftur. Þá er þeir vilja stirkja iandbúnað og leggja fram nær segs hundr- að þúsundum til þess, þá segja þeir um leið „Eigi skaltu það ætla, búandi sæll að þér sé ætlað vit til að sjá, til hvers þér er mest fjár þörf. En fé muntu fá, ef þú kant að meta gaddavír rétt. Er þá firir því séð að framfarir í íslenskum búnaði fari eftir vorri lögvísi og annari speki. „Hafðu bóndi minn hægt um þig, hver hefur skapað þig í kross. Dírðin vor þegar sínir sig, þér samir best að lúta oss“- Kunnugir menn segja og að þeir hafi látið það til sín taka, hverja ráðunauta búnaðar- félag íslands veldi sér. Hafi, þeir einkum talið þá menn ófæra til að stíra kinbótatil- raunum, er hneigðust að skoðun landvarnar- manna um stjórnarfar. Var og við því búið að hersa og konungasinir mundu sjá þá leini- þræði, er þaðan liggja til nautakinsins. Því að ólæti 1 andvaruardrengjanna hafa óefað komið ímsum til að reisa nautshöfuðið frá koddanum. Hugsa þeir því að kinbótanaut mundu og andvökur hafa af slíku og mega hvergi þrífast. — Það er enn til marks um stjórnsemi þeirra, að þeir láta þess gætt í samnigum sínum við eimskipafélagið að is- lenskir víkingasinir gerist eigi þeir aumingj- ar að éta eigi mat sinn á sjóferðum. Þvi að slíkir m«nn eiga að gjalda 4 krónur í sekt á degi hverjum. Rennur það sektarfé í sjóð britans. Er slikt vel gert af löggjöfum lands- ins að gæta þess að þessi aumingja útlend- ingur fái endurgjald firir þann mat sem eng- inn étur. Ef hann fengi það eigi þá væri slíkt viðlíka rangsleitið og hitt ef ég fengi eigi endurgoldið í ferðareikningi mfnum kaup þess filgdarmanns, sem filgdi mér ekki. Af þessu dæmi sést og að réttlætið er kinfilgja þeirra. Hið sama má og af því sjá, að landssjóður geldur mér laun, ef eg bí til inikið smér, en ef ég veiði mikinn fisk þá verð ég að borga bonum. Mun löggjöfunum vera sárt um þorskkindina. Fleiri kinfilgjur munu síðar taldar verða, En þessi dæmi munu sína, hversu fastheldin kinfilgja konungsluDdin hefur verið hersa og konungauiðjunum. Má þess vænta að þjóðin hlaði maklegu lárviðarlaufi að höfðum þess- ara löggjafa sinna og lofi þeim að njóta þar hvíldarinnar, sem þeir eiga kröfu til. Mun þess skamt að bíða, því að ek veit einn, sem aldrei deyr: Dómr um dauðan hvern. Listir og vísindi Hermann. Sudermann er eitthvert allra- besta leikritaskáldið á Þískalandi. Hann hefur gert mörg ágæt leikrit, eD hiklaust tel ég Heimilið (Die Heimat) best þeirra sem ég hef séð. Annað ágætt leikrit eftir sama höfund var sint hér firir nokkrum árum, er kallað var Heimkoman (Die ehre =sóma- tilfinningin, æran). Heimilið var og sínt hér firir tveim árum. Schwartze herfilkishöfðingi á tvær dætur. Er önnur þeirra gjafvagsta orðin. Prestur einn ungur að aldri, en góður drengur, fellir hug til hennar og er faðir hennar honum filgjandi. En hún vill með engu móti taka biðlinum. Segir þá faðir hennar, að annað- hvort verði hún að gera að giftast prestinum eða verða brott ella. Tekur hún hinn síðara kostinn. Eer hún þá til Berlínar og tekur að búa sig undir að verða söDgkona. Þá kemst hún í kiuui við ungan lögfræðing af góðum ættum úr sama bæ sem hún er frá. Eær hún ást á manni þessum og eru þau ásamt um stund. En einn góðan veðurdag er hann horfinn, en hún eftir í örbirgð. Elur hún síðan barn og verður síðan að ganga als góðs á mis og þræla dag og nótt til þess að hafa ofan af firir barninu. En svo fara leikar að hún vinnur sér bæði auð og frægð með söng sínum. — Faðir hennar er hermaður, heiðarlegur karl og vill ekki vamm sitt vita. En þröngsinn er hann sem ( títt er hjá þískum hermönnum. Þikir honuin það hin mesta skömm, er dóttir hans vill gerast leikkona. Gengur það honum svo nærri að hann fær slag. Þó hressist hann aftur og er það mikið að þakka prestinum. Tólf árum síðar kemur Magda, söngkonan, til fæðingarborgar sinnar. Eirir milligöngu prestsins komast nú sættir á og hún flitur heim til föður síns. En þá kemst alt upp, þvi að firverandi unnusti hennar, v. Keller, er þá níkominn f kunningsskap við foreldra hennar. Gamli maðurinn sér nú þau ein úrræði að láta þau giftast til að bæta úr brotinu og bíst að heia einvígi við Keller, ef hann vilji eigi. En Keller gengur að kost- unum. Magda veit að það muni kosta llf föður hennar ef hún 1 áti eigi undan og presturÍDn sínir henni fram á að María sistir hennar muni verða látin gjalda og beigir hi’xn sig því alt þar til er mannsefnið neitar að kannast við barnið. Þá vísar hún honum á dir. En faðir hennar segir hana eigi bæra að setja skilirði og kveðst munu færa honum jáirði dóttur sinnar og leggur við drengskap sinn. En nú ífist réttlætiskend hennar, svo að nú vill hún eigi beigja sig meira, og þá er faðir hennar tekur að hóta, þá rís hÚD í móti með fullurn krafti. Og endirinn verður bani gamla mannsins. Gamli maðurinn er heiðurs- maður, en þröngsínn talsmaður almennings- álitsins, jafnsérgóður og óhlífinn í dómum eins og það. Magða er endurbætt útgáfa af föður sínum, en af því að hvassviðri lífsins hafa blásið um hana er hún víðsínni og vorkunnlátari, en hefur lært að þekkja, hvert lifsskilirði andlegt sjálfstæði er hverjum roanni. María sistir hennar hefur sama inn- ræti að náttúrufari, en heimilisaginn og sér- gæðishaft almanna-siðanna hefur gert hana kjarklitla. Keller er skriðdírið, sem hugsar einungis um sína eigin upphefð. En er hann fer í „skemtigöogu með físnum sínum“, þá flír hann og skríður 1 felur og þorir eigi að taka afleiðingunum af verkum sínum. Prest- urinn er nærgætinn og vorkunlátur sóma- maður, sem stendur mitt á milli hins frjálsa manns, er eigi vill láta rispa í augu sin og þrælsius, er jafnan spir first um, hvað aðrir muni segja. En hann hefur afarmikið vald ifir öðrum mönnum, sökum þess að hann er laus við eigingirni og vill alt vel gera. Erú Schwartze og sistir hennar eru vanalegar heimgæsir, sem lifa á þvi eða fæða anda sinn á því að núa sér upp við svokallað háttstandandi iólk, í von og endurminning, ef ekki vill betur verða. Þegar svanurinn kom aftur í gamla kráku- hreiðrið, þótti þeim hann að vísu failegur og vildu honum vel. En ekki þótti þeimhonum borgið nema hann væri vængstífður og van- inn af söngnum. Af ást á föður sínum og rækt við hann og ótta um líf hans vildi svanurinn þola þetta, þótt það væri sár hug- raun. En er leggja átti eigingirninnar hlekk um hjarta hans, þá hóf hann sig til flugs og sprengdi hreiðrið. I einni stofu sínir höf. þetta alt svo eðli- lega, að trauðla muna áhorfendur til þess að þetta er leikur. Magda segir á einum stað, að sál sln hafi verið sem vindharpa geimd niðri í kjallara, en lífsbaráttan hafi verið sá stormur, er lék á strengina, svo að þeim lá við að bresta, og veitti hörpunni hið sanna eðli sitt. Ef sálir áhorfandanna eru svo líkar vindhörpustrengjum að viðkvæmni sem heimta má af góðum mönnum, þá er það satt sagt að höf. leikur á hjartastrengi þeirra allan tónstiga þeirra kenda, er göfga mann- lífið: starfsgleði, hreina ást og djúpa sorg göfugra sálna og innfjálga firirlitning á lítil- mensku og skríðandi eigingirni. Heimilið. Það hefur verið mælst til þess við mig, að ég segði, hvernig mér findist þessi leikur fara hér á leiksviðinu. Eg skal segja þetta, að því leiti, sem ég man og get, en ég er ekki nógu vel undir búinn til þess það geti verið að neinu gagni Eg hef aðeins séð leikinn einu sinni og sá hann þá í firsta sinn, og man því ekki nærri alt eins vel og ég vildi og sumt kannske ekki rétt. Eg þirfti að sjá leikinn tvisvar eða þrisvar og athuga hvað eina, ef leikend- um ætti að geta orðið að nokkru gagni lof mitt eða aðfinningar minar, þvi dóma,r út í bláinn, sem ekki filgja glöggar og ljósar á- stæður, eru engum manDÍ til gagns. Samt hef ég lofað að gera þetta; gerði ég það af þvi, að mér fanst ég hafa fengið það

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.