Höfuðstaðurinn

Tölublað

Höfuðstaðurinn - 30.09.1916, Blaðsíða 3

Höfuðstaðurinn - 30.09.1916, Blaðsíða 3
HÖFUÐSTAÐURINN Unnusta hermannsins. Norsk saga. —o— Mððgutt, sem hröpar um hefnd. Vér viljum fylgja lesandanum í Iitla götu í úljaðri þorpsins. Þar veitum við athygli húsi einu stóru hvítu að lit. Á ööru lofti var veð- lánabúð og lét hátt í dyrabjðllunni er um var gengiö. Búðin var lítil og óhrein og borðið varið sink- þynnum. Innan við borðið agaði öllu saman, nýjum og gömlum fatn- aði, skóm, harmonikum, fiölum og svo voru þar heilir haugar af trú- lofunarhringum, úrum og öðru verömæti. Bar safn þetta vott um vesaldóm og drykkjuskap þeirra er bjuggu f úthverfi þessu. Lítið herbergi var innar af búð- inni og voru þar ekki önnur hús- gögn en svartfágað skrifborð og nokkrir stólar. Þar voru öll hin meiri háttar kaup gerð, svo sem lán út á veröbréf og víxla, vegg- irnir hefðu getað sagt marga raunasögu um harmþrungin andlit, tárvot augu og brennandi bænir, sem alt varð þó árangurslaust,} þar var ekki »miskunn hjá Magnúsi*. Það var síðla dags, en snemma hausts er saga þessi hefst. Loftið inni í hibýlum veðlánamangarans, var þungt og mollu kent. Við og við stalst stöku sólargeisli inn í innra herbergið gegnum gluggann á búðinni, og dansaði þá stökk- danz í rykinu, þangað til hann valt um sjálfan sig og hvarf út í hálf- rökrið. Veðiánamangarinn sat við borð- ið. Hann hét Hólmkvist og var Finni að uppruna. Viðskiftamenn hans kölluðu hann »BIóðsuguna<. Hann hafði loðnar augabrýr, og brúngráar hárflyksur gægöustniður með eyrunum. Augun voru grá og lýstu lævísi og grimd. Klæddur var hann skinnúlpu og hafði um háls- inn rauðan trefil, sem hann iagði aldrei af sér hvorki sumar né vetur. Hinu megin við borðið sat kona hans og handlék gömul, ónýtt lán- skírteini. Konan var gildvaxin og vel í skinn komið og hafði hún sveipað um sig gráu sjali og smjað- ursbros lék um varir henni. Hún bar það með sér að hún var Finni. Oðmul, fátæklega klædd kona kom inn. Hún tók upp pils, sem hún hafði sveipað í gömlu dag- blaði, og sýndi veðmangaranum pilsið. — Hvað mikið viljið þér fá? — Tvær krónur, svaraði konan, með aumlegri rödd. Hólrnkvist harðneitaði að Iáta meira en eina krónu. — Jæja, það veröur svo að vera, Híð almenna brunabótafélag kaupstaðanna. FuMtrúaráð brunabótafélagsins hefir 12. júií þ. á. samþykt að gjald það fyrir Reykjavfkurbæ, sem umræðir f iögum 13. Desember 1895, 3. gr. b, verði frá I. október þ. á. og fyrst um sinn reiknað þannig: I. Fyrir byggingar með ytri veggi úr steini eða múr — og binding og með »hörðu< (óeldfimu) þaki — en þar með telst þak úr málmi, skífu, þaksteini, cement-þaksteini, »asfalteruðum« þakpappa eða öðru jafngóðu — greiðist 8 aurar af hverjum 100 krónum vátryggingarverðsins. II. Fyrir byggingar með ytri veggjum úr tré eða samskonar efni og sem klæddar eru á öllum ■ • veggjum með bárujárni, skífu eða svipuðu óeldfimu efni og sem hafa »hart< (óeldfimt) þak — greiðist 16 aurar af hverjum 100 krónum vátryggingarverðsins. III. Fyrir byggingar með ytri veggi úr tré eða samskonar efni en sem ekki eru klæddar með óeldfimu efni (sbr, II. lið) eða með þaki út timbri eða öðru efni, sem ekki er »hart< (óeldfimt) — greiðast 24 aurar af hverjum 100 krónum vátryggingarverösins. Hinsvegar fellur burtu, að því er Reykjavíkurbæ snertir, hið sérstaka aukagjald, sem reiknað hefir verið af timburhúsum, vátrygðum, yfir 500 kr., samkvæmt gjaldskrá (Tarif) 6. ágúst 1914. Vegna útreiknings á brunabótargjðldunum, sem leiðir af þessum breytingum verður eigi í þetta sinni hægt að taka við gjöldum, sem falla í gjalddaga 1. október þ. á., fyr en mánudag þ. 16. október þ. á. á venjulegum stað og úma. Brunamálastjórinn í Reykjavík. H. Thorsteinson. KOMIÐ! ÁRUI EIRÍKSSOU AUSTURSTRÆTI 6. Melri birgðir af Vefnaðar-, Prjóna-, Hreinlætjs- og ^pvottavoYum o$ en nokkur önnur verzlun í borginni MT Skólaiöskur og bakpokar fyrir skólabörn og margt og margt annað TVTpft fi-nllfnQQl eru væntanlegar fjölskrúðugar •"AvU VX LIX IOÖÖ nýjar vörur frá Vesturheimi! SKOÐIÐ! sagði konan, með sorgarbrosi. Frú- in skrifaði nú lánskírteinið í snatri og Hólmkvist fékk konunni skitna og skrapaða krónu og með það fór hún. Frh. Amerísk svínlsæri flutt tll Bergen. Matvælaráðuneytið í Bergen heftr fengið frá Ameríku 300 svínslæri. Var sendingin vátrygð 75 þús. kr. Verður flesk þetta sennilega selt á kr. 1,80 til 2 kr. tvípundið. Maitöl — Reform — Central Einnig Porter og Pilsner Krónelager. fæst í N Ý H Ö F N Ný góð Kæfa og Rullupylsa fæst í verzluninni Nýhöfn.

x

Höfuðstaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.