Aflstöðin - 07.12.1907, Blaðsíða 5

Aflstöðin - 07.12.1907, Blaðsíða 5
AFLSTÖÐIN. o boi gunarskuldbinding á 7 til 30 árum frá því lán var teki<'. Þessar borgunarskuld- bindingar eru nefnd handhafa-skulda- bréf (bonds) og bera 4 prósent árlega vöxtu að lögum. Þegar einhverjar um- bætur eru gjörðar í bænum, eru þessar skuldbintiingar eða handhafa-skuldabréf gelin út og se!d í Lundúnum og þegar hærri vextir eru borgaðir af peningum en 4 prósent, verður að slá af hverjum dollar því ekki er hægt að hækka vöxtu af skuldabréfunum sjálfum. Tilboð kom fram síðastliðíð sumar um 94 cent fyrir hvern dollar, sem orðið hefði 92 cent fyrir hvern dollarað viðbættum sölukostn- aði. Þar sem nú peningar hafa síðan stöðugt hækkað í verði, mega 92 cent fyrir hvern dollar heita frerhur ódýrir pen- ingar, því það jafngildir litlu minna en 4/4 prósent vöxtum ár hvert. Þegar tilboð þetta kom fram frá Anglo- Canadian Engineering félaginu um að koma upp rafmagnsstöð fyrir hálfa þriðju miljón, sáum vér fram á peningaþörf, ekki að eins í sambandi við stöðina, held- ur einnig til afborgunar skuld vorri við bankann. Báðum vér því félag þetta að gjöra tilboð í skuldabréf vor. Bauðst það þá til að kaupa skuldabréf fyrir 5 miljónir og gefa 92 cent fyrir hvern dollar, og myndi það nokkurn veginn samsvara 4j4 prósent vöxtum, er bærinn yrði að borga, en aðrir bæir hér á Vesturlan Ji vorua ð sejja skuldabréf sín og urðu að gjalda 5 prósent vöxtu og sumirmeir. Vér áliturn því tilboð þetta gott tilboð. En Ashdown borgarstjóri skoðaði þetta í öðru ljósi og fylgir nú þeirri stefnu, að bærinn þurfi að minka'lausar skuldir stnar, á.öur hann hleypi sér í aðrar meiri. Alt stendur nú kyrt hér í bænum að flestu leyti, ogerþað sannfæring mín, að það yrði viðskiftalífi bæjarins til mikillar örvunar ef vinnan við rafmagnsstöðina væri hafin. Þegar það fyrirtæki væri fullgjört, myndi áhrifin verða þau, að iðnaðarfélög kæmi hingað og veitti mörgum atvinnu og hrinda vel- gengni bæjarins aftur í lag. Það er því sannfæring mín, að mjög áríðandi sé, að því fyrirtæki verði tafarlaust haldiðáfram. Mér finst það skylda hvers borgara, að styðja þá menn til kosninga, sem er það alvörumál, að rafmagnsstöð bæjarin. komist upp, hvað sem annars er. í 3Í kjördeild er það Pulford öldurmaður og í 4. kjördeild Davidson öldurmaður og í fimtu kjördeild Mr. MrArthur og - ráðsmannanefnd (Board of Control) bæja arins, þeir Garson og Cockburn. Þetta eru menn, sem láta ekki auðfélög ógnð sér, og láta sér af alhug ant ujn velfer bæjarbúa. öllum er kunnugt, að sporvagnafélag bæjarins, lætur ekkert ógjört til að tefja fyrir, að bærinn geti komið upp fyrirhug- aðri rafmagnsstöð, þar sem það á slíka stöð sjálft. Til þess fær það hjálp bank- ans, sem þeir standa í sambandi við, og um leið er banki bæiarins. Virðingarfyllst, Árni Eggertson. A. T. DAVIDSJX. Merkið atkvæði yðar fyrir CONTROLERS þannig : Baker W. J. Burridge James Cockburn J. W. X Evans W. Sanford Garson William X Harvey J. G. Latimer J. G. Greiðið atkvæði með bæjarfulltrúa McArthur í 5. kjördeild Hann á heima í kjördæminu GREIÐIÐ ATKŒÐI MEÐ er sækir um endurkosningu sem Bæjarfulltrúi í 3. kjördeild. Sterkur meðhaldsmaður með því að bærinn eig’i öll opinber starfsfyrirtæki og að fljótt verði komið upp rafaflsstöðinni. Greiðið atkvæði með framtakssamri stefnu í bæjarmálum svo að næg atvinna geti orðið fyrir verkamanninn og borgin fái góðan vöxt og viðgang. Lífsbarátta vor er: Kólkið gegn einokuninni. Hvoru megin ert þú?

x

Aflstöðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aflstöðin
https://timarit.is/publication/154

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.