Aflstöðin - 07.12.1907, Blaðsíða 2

Aflstöðin - 07.12.1907, Blaðsíða 2
AFLSTÖÐIN. * ýý miljón dollara fyrir neðan það og- tilboðið samkvæmt umsögn verkfræðingsins hið eina til greina takandi þegar öllu væri á botninn hvolft. Um þetta geta ekki verið skiftar skoðanir. En hvað er þá að? Ekki nema það lítilræði að bærinn á alls ekki að vera fær um að ráðast í fyrirtækið; þó viðunan- legt boð hafi fengizt, eigi alls ekki að vera efni á því. Það er aðal- viðbáran. Og meiri hlutinn er sakaður um heimskn fyrir að láta sér sjást yfir þetta smáræði og keyra kúfinn áfram með aflstöðina eins fyrir það, og grípa til þeirra örþrifaráða til að koma henni upp, að ganga að greiða verkkaupið fyrir hana með skuldabréfum bæj- arins, sem hljóti að hafa í för með sér lántrausts-spjöll fyrir bæinn og verðfall á skuldabréfum hans. Spurningar. Mun nú-mikið vera varið í mót- bárur þessar ? Hve nær varð bær- inn ófær að reisa aflstöðina? Eng- um hugkvæmdist það við kosning- arnar 1906, að hann gæti það ekki- Þá var hann þess fær. Hefir hon- um farið þetta aftur síðan Ash- down tók við borgarstjórn ? Hví er gerður kostnaður, haldnir verk- fræðingar, leitað tilboða, ef bær- inn getur ekki komið verkinu upp? Er bærinn á hausnum, eins og Ashdown segir, eða er hann það ekki, eins og- meiri hluti bæjar- stjórnarinnar heldur fram? Hvorir segja satt ? Og bví grípur bæjar- stjórirn til þess úrræðis að fá um- keypi á skuldabréfum sínum og aflstöðvarbyggingunni ? Þetta eru spurningar, sem kjósendur verða að átta sig vel á, svo þeir geti neytt réttar síns með fullri sjón á hagsmunum sínum. og til þess að komast að réttri niður- stöðu er ekkert vissara en líta á verkin hvorratveggja. Þau sýna merkin og Ijúga ekki. Getuleysi Ashdowns. Eftir kosningarnar 1906, sem skákaði tómum aflstöðu-vinum inn í bæjarstjórnina, hefði mátt búast við, að þar yrði sátt og samlyndi og aflstöðin hlaupa létt og liðugt af stokkunum. En það er öðru nær en sú hafi raun á orðið. Mál- ið gengur seint og skrykkjótt. Aflstöðvarvinir segja til sín, þeir sækja á að fá málinu framgengt og reka smiðshöggið á það með því að taka byggingartilboðinu. En hvað gerir Ashdown fyrir málið ? Hvað hefir hann gert til að binda enda á sín fögru kosningarheit. Ekki grand. Ekki nokkurt hans handarvik sfðan hann komst í borgarstjórastöðuna vottar að hon- um hafi nokkru sinni verið alvara með það mál. Honum er trúað betur en skyldi af aflstöðu-vinum og er þeim það vorkunn vegna heita hans, og falin á hendur að- al-fyrirgrelðsla málsins, fjármál- ið þeir leggja alt á hans vald og vinir hans guma af fjármálagarp- skap hans, enginn á að vera hon- um jafnsnjall. En þrátt fyrir alt og þrátt fyrir alt lánast honum aldrei að greiða fyrir málinu. Það er ekki þar með búið, heldur tekst honum æfinlega sleifaralegar til en öðrum. Hann á að vera í út- vegum um peninga til fram- kvæmda verkinu, en enga getur hann útvegað. Hann er sendur um allar jarðir í peninga leit, en kemur jafn nærheim. Afturliggja peningar lausir fyrir þeim, sem heima sitja, jafnvel með betri kjör- um, en Ashdown hefir fyrir hitt. Og þegar 3 miljánirnar eru fram- boðnar með góðum kjörum, litlu minna en 4°/„ rentu, þáhikar hann og finnur sér sitt hvað til, þangað til að boðið er tekið aftur. Hvað kemur til þessa getuleys- is hjá snillingnum ? Er það af heilum toga spunnið? Volgrið í Ashdown. Skamma stund hafði höfðinginn að ríkjum setið, þá er sá frétta- burður hófst um alla álfu, að nú væri Winnipeg-bær á gjaldþrota- þröm. Vestur á strönd, austur við haf, suður í ríkjum, allstaðar kvað við sama útburðar-vælið. Það var jafnhliða því að bærinn hafði skuldabréf sín á boðstólum til að fá peninga til aflstöðvar- byggingarinnar og má nærri geta hvað það hefir gert þau útgengi- leg! Ashdown hefir verið brigslað um það á opinberum fundi af for- vígisnvanni aflstöðvarinnar, Mr. Garson, að volgrið og vílfréttirn- ar væru runnar undan tungurótum hans. Ashdown hefir ekki synjað fyrir volgrið, enda er það honum ekki hægt, en hann hefir hátíðlega fullvissað menn um að hánn hafi ekki spilt bæjarhagnum að neinu leyti. Vitaskuld getur hann ekk- ert um það borið. Hitt er víst að volgur er til ills eins, jafnt bæjar- félögum sem einstökum mönnnm og það má Ashdown vita. Hví er hann þá að volgra ? Er það af heiluui toga spunnið? Er hann ekki að nota vit sitt íannara þarfir meir en bæjarins? Hverjum er hagur að því að afistöðvai málinu sé eytt ? Við raman reip að draga. Eins áreiðanlegt og það er, að aflstöðin nýtur hylli allrar alþýöu og á sér með-‘il hennar marga for- mælendur og vini smáa, jafn tví- mælalaust er og hitt, að hún á mikla og harðvítuga fjandmenn. Þó þeir séu fáir, þá dregur um þá. Því þeir hafa handa milli í ríkuleg- um mæli afl þeirra hluta sem gera skal. Það eru auðkýfingarnir. Þeir leggja peninga sína í fyrir- tæki, sem horfa til almennings- nota, og taka óbljúgar rentur af þeim fyrir notin. Þeir selja al- menningi þörf hans, og eru vitan- lega æfinlega andhverfir að bætt sé úr henni á annan hátt þeim sjálfum til hnekkis. Bæjarnýt fyrirtæki þoþast smáum fetum á- fram fyrir andstæði þessara höfð- ingja og mótspyrnu: Þeir láta ekki undan, fyr en í fulla hnefana, fyr en þrotin eru öll brögð, og brögð þeirra eru legio. Þeir ern opinberir fjandmenn fyrirtækjanna eins lengi og vit er í. Þá vinna þeir í leyni eða slást í lið með mál- inu. En hve nær, sem þeir sjá sér lag til vinna þeir málinu það ógagn, sem þeir mega, hlaupa úr liði, ryðla fylking þess eða skjóta glámu á þráðinn með einhverju

x

Aflstöðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aflstöðin
https://timarit.is/publication/154

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.