Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 03.08.1897, Blaðsíða 3

Dagskrá - 03.08.1897, Blaðsíða 3
n5 miklu lærðari en þeir, fróðari eða færari til þess að ein- hverju leyti eptir þeirra dómi. En það getur verið erfið- ara fyrir hann en margur hyggur. Þótt hann sje há- lærður maður og vitur sem Salomon, þá er honum ef til vill næstum ómögulegt að byrja; þar til geta legið ýmsar orsakir. Hann veit ekki hvað þeim kann að falla í geð sem kring um hann eru, eða hvers konar samræðum þeir eru færir að taka þátt í. Hann getur verið vei að sjer í skáldskap og haft yndi af að tala um hann, en veit ekki hvernig hann á að byrja, ef svo kynni að vera að enginn væri sá er hefði skemmtun af því annar eða gæti tekið þátt í slíkum ræðum. Líka getur staðið svo á að verið sje að ræða um eitthvað smávegis, sem hon- um þykir svo lítiifjörlegt að hann getur alls ekki tekið þátt í því, þótt hann feginn vildi. Allir sem eru í kring um hann, eru glaðir og kátir og leggur til sitt hver, nema hann einn verður að þegja. Allir hafa vonast eptir að hann mundi verða Kfið og sálin í samræðunum, en svo situr hann þegjandi og drumbslegur án þess að mæla orð frá munni. Sá, sem hefur einhvern tíma kom- ist í þess konar klípu, hann mun ekki óska sjer þess optar; margir hafa sagt, að það sje einhver leiðasta stund sem þeir hafi lifað. Það er alveg eins og þeir væru í ókunnu landi, þar sem þeir skyldu ekki eitt einasta orð og væru því nauðbeygðir til að þegja, nema þeim mun verra, að þarna vonast allir eptir hluttöku þeirra, en ekki ef því væri hins vegar háttað. Þeir öfunda þá sem í kring um þá eru; þeir óska þess innilega að þeir væru komnir í spor einhvers hinna; þeir hafa engan frið og eru yfir höfuð næstum í hinu hræðilegasta ástaádi sem hægt er að hugsa sjer, en hafa engin ráð til að bæta úr því; þeir geta með engu móti byrjað; ef þeir impra á einhverju, þá deyja orðin á vörum þeirra og þeir verða jafnskjótt að hætta. Þetta kemur optast fyrir menn sem hafa lesið eitthvað sjerstakt, hafa lagt sig alla eptir því og geta naumast um annað hugsað. »Jeg hef t. d. þekkt mann«, segir höfundurinn, »sem var stórfrægur um heim allan fyrir uppfundningar. Var honum því hvervetna vel fagnað þar sem hann kom og þótti hinn mesti heiður að hafa hann í nærveru sinni. Einhverju sinni vildi svo t l að hann var einn saman karlmanna með nokkrum heldri konum. Hann sat þar stundarkorn án þess að honum dytti nokkuð í hug, er hann gæti fengið sig til að tala um, en allar konurnar vonuðist eptir að hann mundi hefja máls þegar minnst varði. — Þegar hann hafði setið þannig góða stund ráðalaus, stóð hann upp, gekk út og kvaddi þær. Konurnar urðu náttúrlega steinhissa, en þeirri stundu kvaðst hann hafa orðið fegnastur er hann losnaði. ’Jeg var alveg eins og fiskur á þurru landi,” mælti hann, ”og þótt mjer þætti leiðinlegt að fara svona, var það samt það hyggilegasta sem jeg gat gjört úr því sem komið var”«. -— Þessu hafa menn víða tekið eptir og sumstaðar hefur verið reynt að ráða bót á því. I skólum hcfur verið byrjað á að kenna mönn- um að tala um allt hið daglega, um allt smá\egis sem þeim dettur í hug. Professorarnir hugsa sjer skólana eins og nokkurs konar samkomur, þar sem einhver verði að hefja máls og sem flestir að halda uppi samræðum og taka þátt í þeim. Þeir )áta lærisveinana byrja það á víxl. Þykjast þeir þess fullvissir að þetta geti haft mikla þýðingu og komið því til leiðar að samsæti og al- mennir mannfundir verði langt um fjörugri þegar fram líða stundir. _______________ (Þýtt úr ensku). John Hershell kveðst hafa reiknað það út, að ef sívalningur úr ís, sem væri 45 mílur að þvermáli og 200,000 mílur á lengd, væri kominn til sólarinnar, mundi hann bráðna á einni sekúndu, Heiðursmerkjum er sagt að fjölgi svo mjög að ekki verði þess langt að bíða að lítið þyki til þeirra koma hjá því sem verið hafi. Það er alltaf verið að hugsa þau upp fieiri og fleiri, og allir sem nokkuð láta til sín taka, eru sæmdir heiðursmerki, sumir jafnvel í raun og sannleika fyrir alls ekki neitt. Loptið. Eðlisfræðingur einn htfur reiknað það út, að ef einn ferhyrnings þumlungur af lopti væri tek- inn frá yfirborði jarðarinnar og fluttur 4000 mílur út frá því, þá þendist hann svo út að hann gæti fyllt kúlu sem væri 2,000,000,000 mílur að þvermáli. Eptir því ætti loptið að vera álíka þjett og kvikasilfur neðst í gryfju, sem grafin væri 46 mílur niður í jörðina. Jarðskjálftahreyfingar fara 16,000 fet á sec- úndu, eptir því sem mönnum hefur reiknast. Meðalaldur manna var talinn eptir því, sem ná- kvæmast verður vitað, 13 ár á 17 öldinni 20 á hinni 18 og 36 á hinni 19. Menn eru því alltaf að verða miklu langlífari að meðaltali í Japan eru 237,000,000 íbúar en þar eru taldir einungis 10,000 fátæklingar. Það er tiltölulega mjög lítið í samanburði við ýms önnur lönd Evrópu. Hljóðið fer í heiðskýru lopti 1142 fet á sekúndu eða hjer um bil 775 mílur á klukkustund, í vatni 4,900 fet á sekúndu, í járni 17,500 fet, í kopar 10,378 fet og í trje frá 12,000 til 16,000 fet á sekúndu. Til sömu klukku sem heyrist 45,000 fet í vatni heyrðist að eins 656 í lopti. Enskan er að verða alheimsmál. Árið 1800 tö!- uðu 30,000,0000 menn þýsku, en árið 1894, 70,000,000 og j álíka margir rússnesku; árið 1800 töluðu 30,000,000 frakknesku, en árið 1894, 50,000,000 ogárið 1800 töluðu að j eins20,000,000 ensku, en árið 1894, 125,000,000.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.