Reykvíkingur - 01.08.1899, Blaðsíða 4

Reykvíkingur - 01.08.1899, Blaðsíða 4
18 vetra gamalli grindhoraðri belju, sem hefði má- ske verið þar að auki sjúk. Hann óskaði, að bæj- arstiórnin tæki hjer í taumana. Tr.Gunnarssonsagði, aðinjögörðugtmundi það verða fyrir bæjarstjó’rnina að hamla slíku. En væri það unnt, þá ætti einnig að reyna að komast í veg fyrir hinar hemjulausu skrum-auglýsingar, sem stæðu í blöðunum frá sumum kaupmönnun- um hjer, að þeir hafi margfalt betri og ódýrari vörur en aðrir kaupmenn, sem væri náttúrlega einungis tilhæfulaust uppspunnið slúður. — Ti máiamyndar voru kosnir í þessa kjörnefnd forin., Dr. Jónassen, 'lr. Gunnarsson. 3. Konsúlum D. Thomsen og W. Christen sen var leytt að leggja á sinn kostnað undir um- sjón veganefndarinnar gangstíg í Hafnarstræti með fram húsum þeirra frá húsi frú Sivertsens að Posthússtræti. — 4. H. Andersen saumamanni leyft að leggja veg til sjávar fyrir vestan erfða- festuland V. Ó. Breiðfjörðs. Þetta einkennilega og makalausa mál- efni hefur staðið yfir óaflátanlega á þriðja mán- uð, og virðist það hafa verið sótt, — sem síðar munverðarökfært— meðmiklu kappi af formanni bæjarstjórnarinnar. Eins og skýrt var frá í júni- blaði „Reykvíkings“, þá mætti form. með 6 fulltrú- um suður frá á staðnum 18. maí til að ákveða And- ersen með valdi veg gegnum ræktað tún V. Ó.B. Og þrátt fyrir það, þó það sje algeng venja, að tilkynna hverjum einum brjeflega málalok hans, jafnt þó hann sje viðstaddur og heyri þau, þá er það nú samkvæmt frásögn Andersens ekki gjört, svo hann fær tilefni til að endurnýja vegabeiðni sína þrátt fyrir það, þó að hún væri felld með þremur á móti þremur. Á bæjarstjórnarfundi þessum 6. júlí mælir form. ákaft með beiðninni. Jón Jensson vill að bæjarstjórnin noti nú tækifærið að taka af túni Breiðfjörðs lóð undir veg. M. Ben. talaði, já, hann talaði, aldrei áður á fundi slíku vanur, — og hann sagði, að menn færi hrönnum saman að byggja í kaplaskjólsmýrarfeninu, og hann „pústaði" oghann másaði, settist og stóð upp aptur, og sagði, að það væru hrein rangindi að neita uin veg í gegnum tún Breiðfjörðs. H. Jónsson sagði ekkert; hinum hefur víst ofboðið. Sfðan var tvisvar sinnum geng- ið til atkvæða. I þriðja skipti ákvað form. nafna- kall — alóþekkt áður í bæjarsfjórninni. Þessir ögðu nei: Tr. Gunnarsson, H. Kr. Frióriksson. ^órh., Dr, Jónassen, Ól. Ólafsson, E. Briem. — Að nokkur lögfróður rnaður skuli íáta sjer detta í hug að vilja »expropriera« eins manns eign í eins manns þarfir, undrar oss stóilega, enda niundi flíkt eyðileggja með ö)lu hvers eins eignarrjett 'að væri ekki gott, að Breiðfjörð karlinn væri framtakssamur dugnaðarmaður, því þeir eigaekki upp á háborðið hjá sumum í »Reykjavík«, og ekki væri það heldur þægilegt, að hann væri mjög hörundssár, því þetta hjer ao framan umgetna er einungis sýnishorn af því, að menn bcra hann ekki á hönaum sjer. 5. Tilboði frá Jóni Jónatanssyni búfrœðing um mælingu og uppdrátt af kaupstaðarlóð Reykjavík- ur fyrir 1850 kr. frestað. 6. Samþykktar bruna- bótavirðingar: Hús Jóns Guðmundssonar tnesm. með skúr í Þingholtsstræti 4020 kr. 1. G. læknis Björnssonar endurbætt 8360 kr. Þ tta- hús sama 1 555 kr. Vörugeymsluhús H. Th. A. Thomsens 3500 kr. 7. Rennubeiðni Jóns Sig- urðssonar ritara vísað enn að nýju til veganefndar. 8. Tilkynnt ,að eigendur Hólakotslóðarinnar hefðu selt kaupm. Ásgeiri Sigurðssyni lóð 350 □ faðma fyrir sunnan hús Andrjesar hjá Bryde. Allir á fundi; fundi slitið. Aukabæjarstjórnarfundur 12. júlí. 1. Form. falið að spyrjast fyrir hjá landshöfð- ingja, hvernig hann mundi taka í það, ef bæjar- stjórnin færi þess á leit, að fá ræmuundir veg, fram hald af Lindargötu vestur í bæinn, gegnum Arn- arholtstúnin, og ef ráðlegt þætti, þá að gjöra ráð- stöfun til, að mál það kæmist nú inn á þingið. 2. Veganefndinni falið að verja allt að 150 kr. til aðgjörðar á Skólavörðunni. Ákveðið, að semja við einhvern, sem býr nálægt vörðunni að geyma lyk- ilinn og sýna hana þeim, sem óska, fyrir til- tekna borgun. — [Já, nú á að fara að verzla með flest] — að öðru leyti á mönnum ekki að vera leyft að koma þar inn. 3. Ákveðið að vega- netndin verji 80 kr. af vegafje til að fullgjöra Vatnsstíg. 4. Frestað ákvörðun um veg milli Þingholtsstrætisr'og Laugásvegar hjá Skálholtskoti. 5. Samþykkt að fara fram á við fjárveitingavald þingsins, að bænum verði heimilaðar á næsta fjár- hagstfmabili allt að 90,000 kr. úr landssjóði með sem vægustu kjörum hvað vexti og afborgun á- hrærir, til hafskipa-bryggjugjörðar hjer í Reykja- vík. Allir á fundi; fundi slitið. Kaupmannafjeag með kaupmanna fulltrúarráði hefur nú mynd- azt hjer í höfuðstaðnum þessa dagana, og þrátt fyrir það, þó að tilgangur fjelags þessa hljóði ofur-fagurlega á pappírnum, sem er að efla gott samkomulag, og góða sam- vinnu meðal kaupmanna innbyrðis, og meðal kaupmannnastjettarinnar og hinna ýmsu stjórnar- valdaer hafa afskipti af málum, er snerta verzlun og siglingar; þá mun margt í lögum kaup- mannafjelags þessa, heldur fljóthugsað og ó- fullkomið, og mun það sjást bezt síðar í fram- kvæmdunum. Enda mun tregt að halda saman í einingu, til góðrar samvinnu þeim aragrúa, yfir hálft hundrað kaupmannsnefn- um, sem orðin er nú hjer í Reykjavík, þar sem hver mun pota í sinn þumalinn, og teygir sinn skækilinn eptir sem áðut, hvað sem þessu kaupmannafjelagsstjórnarráði Iíður, sem verður víst einungis skraut á pappírnum eins og margt annað hjet a landi. Mikið ógagn. Varla mun nokkur maður hafa unnið nokkru málefni nokkru sinni meira ógagn en dr. Valtýr hefur unnið telegrafmáli voru með því, að róa að því öllum árum, eins ogkunn- ugt er, að telegrafinn, kæmisthann einhvern tíina hjer til lands, yrði fyrst lagður á land á Austfjörðum og svo yfirland liingað til Reykja- víkur. Eptir því á Reykjavík, höfuðstaður landsins, að vera nokkurs konar skækflsstöð telegrafsins, og eiga undir högg að sækja og við slit og aðrar tálmanir að tefla, ef þeir vildu nota hann til útlanda, og er þó í allra skynbærra manna augum opið, að Reykvík- ingar mundu tiltölulega nota telegrafinn lang mest af landsbúum, ef hann værilagður beint hingað. Það er annars undarlegt, hvað sum- um mönnum tekst að vinna mikið og skað- legt óhapp, þó þeir aldrei geti unnið hvorki fjöldanum nje einstaklingnum neitt í þá átt- ina, sem til gagns og nytsemdar lítur. Útgefandiogábyrgðann.: IV. Ó. BREIÐFJÖRÐ Glasgow-pre ntsmiðjan,

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.