Reykvíkingur - 01.08.1899, Blaðsíða 1

Reykvíkingur - 01.08.1899, Blaðsíða 1
Afgreiðslustofa Reyk- víkings er hja útgef- anda, Aðalstræti nr. 8 opin hvern virk- an dag allan. Nýir kaupendur geíi sig fram. Rlaðið kemjur út ein- sinni í hver um mán. uði og kostar í Rvíh i kr. um árið, út um land og erlendis bnrð. argj. að auki 25—5oa. Borgist fyrir lok júlí- IX. 8. Ágúst. 1899. Númerið kostar lOa. LÍTID INN í BREÐFJÖRDS BÚD. Þar fsest með göðu verði flest, sem einstaklingur og fovert heimili þarfnast bæði til fata og matar. Eínnig alls konar Inisaljyggingar- efni. þar á meðal afarmiklar byrgð- ir af hinu ágæta þakjárni, B—7—8— 9—10—11 og 12 feta löngu — 25t/i þumlung á breidd. Munið þið það. Fleiri tegundir afvíni. aftappað hjá Peter Buch, vínsala i Kaup- mannahöfn, fást með góðu verði hjá W. O. BREIÐFÖRÐ. Átumeinsspilling í æskulýðnum, Fái einhver meinsemd í fingurgóm, þá er, sem ekki er láandi, undir eins vitjað læknisins, ef ske kynni, að hann gæti út- rýmt meininu og grætt fingurinn að fullu. En þó höfuðið, útlimirnir og allur líkaminn sje dauð-sjúkur af antælishætti, leti og slæp- ingsskap, sem jetur um sig og sýkir dag frá degi og ár frá ári, hinn uppvaxandi æsk- lýð, þá verður engum viðkomendum að vegi, að hugsa til að leita lækninga við slíku, eða reyna til að sporna við almennri útbreiðslu sýkinnar, einmitt máske af því, að hún álízt ekki bráðdrepandi, en gjöreyð- andi er hún þó sannarlega Eru það nú ekki áþreifanlega sorgleg sjúkdómseinkenni af þeirri tegund, sem hjer að ofan er á minnzt, sem hlýtur að þjá svo mjög fjölda af okkar hraustu og kröptugu ungu námsmönnum, að þeir skuli geta án viðvarandi kinnroða og bligðunar fengið af sjer að eyða hásumartím- anum, aðalbjargraíðistímanum hjer, án þess að taka nokkurt nytsamt verk í hönd, eða hafa annað fyrir stafiri, en að ganga til borðs og sængur, á milli þess sem þeir skemmta sier, eða ráfa einhvers staðar ákvörðnnarlaust, eins og dauðsjúkir vesalingar, sem dragast út af sjúkrahúsum til að fá sjer hreint lopt. Uppruni þessa meinvættis — letinnar og antælisskapsius, liggur auðvitað nokkuð til baka, en það þróast undurvel og eykst, af þeinj hugsunarmáta hjá aðstyðjendum þeirra, þeim sjálfum og skólalífinu, að náms- menn sjeu upp yfir það hafðir, að hafa nokk- uð fyrir stafni, eða vinna nokkra líkamlega vinnu þann tímann, sem þeir hanga ekki við skólanámið. Eða meira að segja, að það sje hreinasta niðurlæging og óvirða fyrir náms- menn að hafa annað fyrir stafni en bókina, sem þeir eru að leita í að einhverjum lærð- um stimpli á sig. Fyrir nokkru rituðum vjer ofurlitla grein hjer í blaðið um þessa sorglegu áhugalausu iðjuleysingja — námsmennina. En eptir því sem vjer höfum með vissu orðið síðar á- skynja, þá eru það einmitt þeir námspiltar, sem eru synir hinna efnaðri, í Reykjavík eða öðrum kauptúnum kring um landið, eða hafa þar einhverja aðstyðjendur, sem þessari afar- skaðlegu spillingu valda og sýkja hina aðra námsmennina. Enda munu það hreinar und- antekningar að slíkir verði nokkurn tíma verulega nýtir atorkumenn, þó þeir kunni að álpast í einhver embætti. Því þeir hata aldrei lært, hvorki að brúka tje nje tíraa nytsamlega. Slíka hluti þekkja þeir ekki öðruvísi en eitthvað sjálfsagt, sem yfir þá kemur, sem þeim finnst þeil eiga heimtingu á, svo þeir geti mókað, daga sem nætur, sín- um aðgjörðalcysis dáðlausa svefni, sem hlýt- ur að gjöra þá hundleiða innan um rósir' lífsins. Eins og öllum er ljóst, þá þurfa engin kynjalyf til að lækna sýki þessa. Meðulin eru ofureinföld —- og ekki önnur en þau, að lcenna snemma hinum ungu námsmönn- um að nota vel tímann, og út rýma hjá þeim, öllum antælishætti og óbeit á líkamans á- reynslu, æfa þá snetnma við smáfjárforráð í þeirra eigin þarfir. í fám orðum sagt, kenna þeim að afla sjer peninga og að brúka þá vel og skynsamlega. Þá venjast þeir af, að vera í tjármunum sinna eins og grasbítar í túni. Peningar er viðurkennt afl þeirra hluta, sem gjöra skal, og ómissandi skilyrði fyrir sjalfstætt menningarlíf.

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.