Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.01.1898, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.01.1898, Blaðsíða 2
62 Þjósviljinn ungi. VII, 16.—17. kjarkleysis að vanda, svo sem er fundið var að ýmis konar frammistöðu banka- stjóra, og stjórn lians á bankanum, o. fl. í œðri embœttaskipun landsins urðu engar breytingar á liðna árinu, en ýms voru sýslumanna-, lækna- og presta-em- bætti veitt, svo sem blað þetta áður hefir frá skýrt. I bökmenntcdegu tilliti voru helztu nýj- ungamar: Grettisljöð síra Matthíasar Joch- umssonur, og síðari hluti Biblíuljóða síra Valdimars Briem. Blöðum fjölgaði og enn, svo að mörgum þótti um of, og ótt- uðust, að biaðafjöldinn myndi draga úr öllu bókmenntalegu lífi. — En það er ekki tilgangur þessara lína, að fara ýtarlega út í hinar skuggalegu og björtu hliðar liðna ársins, og látum vér því hór með staðar numið, óskandi þess, að nýbyrjaða árið verði þjóð vorri að öliu leyti hagstæðara, en liðna árið var. Feilberg og búnaðarskólarnir. (Framhald.) Hugleiðingar sínar um búnaðarskól- ana endar Feilberg með eptirfylgjandi niðurlagsatriðum. 1. A engum búnaðarskólunum sóu fleiri nemendur, en svo, að þeir geti tekið nægilegan þátt i jarðyrkjustörfum. 2. Verklegar æfingar eiga að vera aðal- atriði allrar kennslunnar, og bóklega kennslan, svo sem auðið er, að vera miðuð við þær búnaðarbætur, erlandið einkum þarfnast. 3. Skólarnir ættu með tímanum að skipta með sér verkum, í aðalgreinum land- búnaðarins. Eyðaskólinn legði t. a. m. mesta stund á sauðfjárrækt, Hvanneyr- arskólinn á nautpeningsrækt, Hólaskól- inn á vatnsveitingar, o. s. frv. .4. Við hvern búnaðarskóla ætti að vera jarðyrkjuverkfærasmiðja, eins og í Ól- afsdal. 5. Hin ruglingslega reikningsfærsla við skólana ætti að gerast einfaldari, og búreikningur þeirra að verða sérstök kennslugrein, svo nemendurnir gætu fengið tilsögn í skynsamlegri reikn- . ingsfærslu. 6. Kennslubækurnar ættu að vera á ís- lenzku, frumsamdar af Islendingum, og sniðnar eptir háttum og þörfum landsins, í stað þess sem þær nú eru útlendar, og samdar og sniðnar eptir allt öðrum mælikvarða, en hór getur átt við. 7. Kennarar skólanna ættu árlega að eiga fund með sér, til þess að kynnast hver öðrum, og þeirri reynslu, sem hver þeirra hefir sórstaklega aflað sór með starfi sínu. 8. Einn aðalumsjónarmaður ætti að vera skipaður yíir alla skólana, er liefði eptirlit með þvi, hvemig allt færi þar fram, og sendi skýrslur um þá til landstjórnarinnar, og allt er að þeim lyti. Þetta ætti landsjóður að kosta. Erlendis só slik aðalumsjón talin sjálf- sögð. 9.1 Reykjavík só stofnuð kennsla í bók- legum búvisindum, (jarðvegsfræði, eína- fræði, landmæling, hallamæling o. s.frv.), og efnafræðisleg verkstofa, eins og áð- ur er á vikið Þessar niðurlags athugasemdir hr. Feil- bergs, um búnaðarskóla vora, eru allar á góðum og gildum rökum byggðar, og verða vonandi teknar til greina afþeim, sem hór eiga hlut að máli. Sóu búnað- arskólar vorir, og allt fyrirkomulag þeirra, bornir saman við þessar tillögur Feilbergs, dylst víst engum, að allmikið skortir á, að þeir sóu í því hoi'fi, sem hann telur æskilegt. Það vantar víst mikið á, að hingað til hafi verið lögð mest áherzlan á hinar verklegu greinar búfræðinnar, eins og Feilberg telur sjálfsagt. Það mætti öllu fremur segja, að þær hefðu orðið útundan til þessa. Sumartíminn er allur notaður til algengrar heyvinnu, veturinn mestallur til hinnar svo nefndu bóklegu kennsíu; það er þá að eins lítill tími haust og vor, sem helgaður er þeirri grein, sem Feilberg telur, að eigi að vera aðal- atriðið. Þegar til bóklegu kennslunnar kemur, þá er hún lika svo ópraktisk, sem verða má, meðan mest allt verður að kenna eptir útlendum bókum. Meðan svo stend- ur, hlýtur hún að verða meira og minna kákkennd, hversu góðir sem kennaramir kunna að vera. Samkvæmt ósk Torfa Bjarnasonar veitti alþingi 1891 300 kr. árlegan styrk, til að gefa út kennslubækur fyrir bún- aðarskólana. Þetta gladdi alla vini bún- aðarskólanna, því þegar fram liðu stundir, mátti sem só búast við því, að búnaðar- skólanemendurnir þyrftu ekki að eyða hinum stutta námstíma i gagnslítið dönskunám, heldur ættu aðgang að ís- lenzkum kennslubókum, er lóttu þeirn námið eins mikið, eins og útlendu bæk- urnar höfðu torveldað það. En hór urðu ærin vonbrygði, styrkur þessi var veittur í samfleytt 4 ár, og síðan strikaður út aptur af fjárlögum, sökum þess, að hann hafði ekki verið notaður. Það virðist óneitanlega ekki bera vott um mikinn áhuga á búnaðarkennslu- málinu, að enginn þeirra manna, er til þess eru færir, skyldu í öll þessi ár koma út einni einustu íslenzkri kennslubók fyrir búnaðarskólana; mælum vér þetta helzt til búnaðarskólastjóra vorra; verkefni þetta lá þeirn næst, og þeir virðast að hljóta að hafa mestar hvatir til að leysa það. — Það er verið að tala um, að hér þurfi að kornast upp íslenzk búfræði; þótt slíkt só fagurlega mælt, virðist lítill hugur fylgja því máli, meðan vór komumst ekki lengra áleiðis, en svo, að vór eigurn ekki eina einustu íslenzka búnaðarskóla- kennslubók, þrátt fyrir það, þótt lands- sjóður bjóði þeim hjálp sína til útgáfu slikra bóka, og meðan vór höfum fjóra búnaðarskóla, með því andhælis-fyrir- komulagi, að piltum, sem koma þangað, frá árinni og orfinu, eru fengnar útlendar kennslubækur, sem þeir skilja ekki eitt einasta orð í. Þetta er svo alvarlegt mál, að það er vonandi, að þessi tillaga Feilbergs hór að framan ýti nú undir þá, sem næstir standa, til samningar slíkra bóka, og ætti alþingi því aptur að taka upp þessa styrkveiting. Útlendu bækurnar, og dönsku-kennslukákið, er hneixli á íslenzk- um búnaðarskólum, sem orðnir eru allt að 20 ára gamlir, — og það hefir vissu- lega lika hneixlað Feilberg, þótt hann fari um það liægum orðum. Yér getum ekki verið samdóma hr. Feilberg um nauðsyn á 4 búnaðarskólum hór á landi. Yór erum enn þeirrar skoð- unar, að 2 nægi, annar fyrir Norður- og Austurland, og hinn fyrir Suður- og Yesturland. Ástæður hr. Feilbergs fyrir 4 búnaðarskólum, eru að visu ekki nýjar, en oss er nær að halda, að það só ókunn- ugleik hans eingöngu að kenna, að hann getur notað þær. Enginn kunnugur mað- ur, sem lítur óhlutdrægt á mál þetta, mun geta fallizt á það, að búnaðarhættir, loptslag og landslag só svo ólíkt á Norður- og Austurlandi, að þess vegna þurfi hver búnaðarskólinn að vera í hvorum þessum

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.